Síða 1 af 1

Álit á krúttlegri value vél

Sent: Fös 24. Apr 2015 13:34
af zaiLex
Sælir

Er að fara græja þessa tölvu fyrir litla frænda sem var að fermast og ætlar að sjálfsögðu að nota fermingapeninginn í borðtölvu :)

Intel Core i3 4150 örgjörvi
MSI GF 960GTX GAMING skjákort
Samsung 850 EVO 250GB SSD drif
Asus H81MD Plus móðurborð
CoolerMaster Elite 344 kassi með 400w aflgjafa
AOC 21.5" E2250SWDA skjár
Corsair VAL 2x4GB 1600 minni

Þetta er samtals um 150k allt keypt hjá att.is. Mér skilst að eina drawbackið við það að fara í micro atx sé lélegra loftflæði, það sem ég er að hugsa er hversu mikið verra er það? Það fylgir ein vifta með kassanum, er málið að kaupa aðra viftu í kassann og kannski líka betri kælingu en stock kælingu á örrann? Ég mun ekki overclocka þessa tölvu neitt. Mun aldrei setja meira en eitt extension kort í þessa vél, þ.e. skjákort svo að það er ekki vandamál með micro atx. Er þetta ekki annars bara soldi entry level tölva? Einhverjar pælingar? Takk.

Re: Álit á krúttlegri value vél

Sent: Fös 24. Apr 2015 14:52
af mercury
ein vifta á alveg að duga. Eina drawbackið þarna að mínu mati er i3 örgjörvi. Sjálfur mæli ég alltaf með því að fólk fái sér i5 örgjörva.

Re: Álit á krúttlegri value vél

Sent: Fös 24. Apr 2015 15:56
af benderinn333
mercury skrifaði:ein vifta á alveg að duga. Eina drawbackið þarna að mínu mati er i3 örgjörvi. Sjálfur mæli ég alltaf með því að fólk fái sér i5 örgjörva.
+1
myndi segja að 4 core sé "must" i leikja vél nú til dags :)

Re: Álit á krúttlegri value vél

Sent: Fös 24. Apr 2015 16:03
af Xovius
Loftflæðið ætti að vera í lagi. Það er annars ekkert þarna sem ég myndi sjálfur spara á til að fara í betri örgjörva þó það væri sennilega betra.

Re: Álit á krúttlegri value vél

Sent: Fös 24. Apr 2015 21:57
af DJOli
Stökkið úr i3 4150 í i5 4460 er vel þess virði.
og vert að benda á að leikir eins og cs:go reyna mun meira á örgjörva en fólk heldur.

Re: Álit á krúttlegri value vél

Sent: Lau 25. Apr 2015 10:33
af littli-Jake
Ég mundi mæla með að fara í i5 örgjörva, t.d. i5 4690. Síðan mæli ég alltaf með að menn fái sér aðra örgjafakælingu en stock. Alveg sama hvað þú færð þér er það talsvert betra en stock.

http://www.tolvuvirkni.is/vara/thermalt ... -amd-intel
Þessi mundi tildæmsi alveg duga.

Re: Álit á krúttlegri value vél

Sent: Lau 25. Apr 2015 11:21
af Hrotti
Er út úr myndinni að kaupa eitthvað af þessu notað ? kassann og skjáinn glænýjann auðvitað en eitthvað af innvolsinu notað. Þá gætirðu slegið 2 flugur í einu, fengið öflugri vél og kennt frændanum hagkvæmni :D

Ég keypti i3 41xx og þó að hann sé stórfínn í allt daglega amstrið (sem að ég nota vélina 99% í )þá finn ég fyrir máttleysi í alvöru leikjum og vildi að ég hefði eytt 10.000kr meira í i5.

Re: Álit á krúttlegri value vél

Sent: Sun 26. Apr 2015 17:47
af zaiLex
Endaði á því að fara í Intel i5 4460, takk fyrir ábendingarnar :)