Síða 1 af 1

Uppfærsla á Skjákorti (GTA V)

Sent: Fim 16. Apr 2015 11:12
af jörundur85
Sælir

Nú er maður að pæla í enn einni uppfærslunni, ég er þegar búinn að ákveða að kaupa mér SSD disk(http://www.start.is/index.php?route=pro ... uct_id=719). Síðan fór maður að pæla í skjákortinu, svona að tilefni þess að GTA V er kominn á PC. Ég hef verið að skoða Geforce GTX 970 4GB (http://www.start.is/index.php?route=pro ... uct_id=880). Hvað finnst ykkur? Hafið þið einhverja reynslu af þessu módeli fyrir GTA V? Og eru allt annað í lagi til þess að hoppa í þessa uppfærslu?


Vélin:
Turn: Cooler Master Elite 335U
Móðurborð: Gigabyte Z97X-Gaming 5, LGA1150, 4xDDR3, 1x.M.2, 6xSATA3, SLI
Örgjörvi: Intel Core i7-4790 3.6GHz, LGA1150, Quad-Core, 8MB cache
Skjákort: ASUS GeForce® GTX 760 DirectCU II 2GB GDDR5
Vinnsluminni: 8GB Kingston HyperX Predator 2133MHz (2x4GB) CL11
Aflgjafi: 600w Corsair CX600 V2 aflgjafi
Microsoft Windows 7 Home Premium Edition 64-bit

Re: Uppfærsla á Skjákorti.

Sent: Fim 16. Apr 2015 11:16
af nidur
Ég var að kaupa msi gtx 970 gamer, leikurinn keyrir mjög vel.

Re: Uppfærsla á Skjákorti (GTA V)

Sent: Fim 16. Apr 2015 11:41
af Xovius
Ég er með tvö gigabyte windforce 970 og þau performa mjög vel. Er auðveldlega að ná 144fps (cappið fyrir skjáinn minn) bara með því að lækka antialiasing aðeins. Annars er allt í hæstu stillingum. Eitt kort ætti að runna 60fps auðveldlega.

Re: Uppfærsla á Skjákorti (GTA V)

Sent: Fim 16. Apr 2015 19:04
af jörundur85
Ég var einhverstaðar búinn að heyra að 4Ggb VRam væri að ná að keyra leikinn í hæstu gæðastillingum, er eitthvað vit í því. Einnig, er 600w aflgjafi alveg að fara að styðja þetta kort??

Re: Uppfærsla á Skjákorti (GTA V)

Sent: Fim 16. Apr 2015 19:20
af flottur
jörundur85 skrifaði:Ég var einhverstaðar búinn að heyra að 4Ggb VRam væri að ná að keyra leikinn í hæstu gæðastillingum, er eitthvað vit í því. Einnig, er 600w aflgjafi alveg að fara að styðja þetta kort??
Aflgjafin þinn á alveg að geta höndlað skjákortið.
Annars hef ég ekki hugmynd um hvort 4gb af vrami ætti að vera nóg til að keyra leikin í hæstu stillingum.

Tékkaðu á þessu til að geta séð hvernig 970 höndlar gta 5

Re: Uppfærsla á Skjákorti (GTA V)

Sent: Fös 17. Apr 2015 09:03
af Danni V8
jörundur85 skrifaði:Ég var einhverstaðar búinn að heyra að 4Ggb VRam væri að ná að keyra leikinn í hæstu gæðastillingum, er eitthvað vit í því. Einnig, er 600w aflgjafi alveg að fara að styðja þetta kort??
4GB vram er nóg til að setja allt í max. Til að prófa þetta þá stillti ég leikinn hjá mér í algjört max @ 1920x1080 og rönnaði benchmarkið. Leikurinn sagðist vera að nota 3552 af 4095mb.

Ég spila leikinn með mest allt í High og bara avarage veiw distance og fer ekki undir 60fps nema það sé eitthvað rosalega mikið að gerast á skjánum, en með allt maxað eins og hægt er var leikurinn í svona 35-40fps avarage en droppaði niður í 28 lægst þegar það var mikið að gerast í benchmarkinu.

Þetta er á 2x 770 4gb.

4GB er nóg vram til að maxa allt, en síðan fer það bara eftir krafti kortsins hvort það nær að halda FPS á ásættanlegu leveli með allt í max.

Og varðandi aflgjafan, þá á 600w aflgjafi að fara létt með eitt 970. Ég er að keyra bæði mín 770 kort á 750w aflgjafa.

Re: Uppfærsla á Skjákorti (GTA V)

Sent: Fös 17. Apr 2015 09:49
af Xovius
600w er fínt í þetta kort, það dregur mjög lítið rafmagn. Annars varðandi VRam, ég er með tvö 970 svo þau samnýta 4GB (eða 3.5+0.5slow í þessu tilfelli) og það virðist ekkert takmarka performance hjá mér þó ég setji allt í botn.