Síða 1 af 1

Tölvan finnur ekki HDD

Sent: Fim 09. Apr 2015 22:03
af Black
Var að setja SSD í tölvuna mína, og tók gamla HDD úr tengdi ssd og formataði.Allt virkar fínt þangað til ég tók 2TB disk mjög nýlegan og tengdi við tölvuna.Núna finnur tölvan ekki diskinn.Hann kemur upp í BIOS og sataportið er enabled,Hann kemur ekki upp í diskmanager og það hefur ekkert að segja að færa hann um port.Búinn að prufa aðrar sata snúrur.Og prufaði aðra diska það er eins og það virki bara eitt sata port á móðurboðrinu.Veit hreinlega ekki hvað ég ætti að gera í þessu.

Seagate 2TB diskur hálfs árs búinn að nota hann sáralítið.
250GB SSD samsung evo diskur
Gigabyte GA-Z77x-D3H móðurborð.

Hvernig gæti ég snúið mér í þessum málum.

Re: Tölvan finnur ekki HDD

Sent: Fim 09. Apr 2015 22:45
af Cikster
Fyrsta sem mér dettur í hug (þar sem þú ert búinn að prófa aðra diska, önnur sata port og aðrar snúrur) hvort sé stillt í bios að diskarnir séu í raid.

Re: Tölvan finnur ekki HDD

Sent: Fim 09. Apr 2015 22:53
af GuðjónR
Ef þú átt flakkarabox þá geturðu prófað að setja HDD í það og tengja við tölvuna, svona til að fá á hreint að diskurinn virki 100%

Re: Tölvan finnur ekki HDD

Sent: Fim 09. Apr 2015 23:07
af dragonis
Ertu búin að keyra diskpart? run-diskpart-list disk, má alveg reyna :) gangi þér vel.

Re: Tölvan finnur ekki HDD

Sent: Fim 09. Apr 2015 23:27
af kizi86
eru öll sata portin "enabled" i bios?

sum móðurborð eru með nokkra sata controllers, eru þeir allir virkir?

Re: Tölvan finnur ekki HDD

Sent: Fös 10. Apr 2015 16:17
af Black
Prufaði að uppfæra Móðurborðs driverinn þá kom diskurin inn :)