Síða 1 af 1
Draga CAT kapal í gegn um rafmagnsrör?
Sent: Þri 07. Apr 2015 11:22
af FriðrikH
Nú er ljósleiðaraboxið hjá mér á vegg sem er eyja og ég er með borðtölvu hinumegin við gang þannig að það er erfitt að leiða kapal á milli þannig að það sé nokkuð snyrtilegt. Þegar við parketlögðum þá keypti ég flatan CAT kapal og lagði hann undir parketið, sá kapall virðist eitthvað vera að gefa sig þannig að mig vantar að finna betri lausn heldur en að teipa kapal eftir loftinu
Er hægt að láta draga kapalinn í gegn um rafmagnsrörin í veggjunum og fara þannig á milli herbergja?
Re: Draga CAT kapal í gegn um rafmagnsrör?
Sent: Þri 07. Apr 2015 11:35
af dori
Eins og hefur komið fram margoft hérna má ekki draga CAT kapal með rafmagninu.
Re: Draga CAT kapal í gegn um rafmagnsrör?
Sent: Þri 07. Apr 2015 11:54
af FriðrikH
Sorrí, fann það ekki við fljóta leit.
Þannig að eina lausnin er að fara með þetta með veggjum?
Nú er netið alltaf að detta út í gegn um flata CAT kpalinn hjá mér en hangir inni þess á milli, þarf bara að gera "troubleshoot problems" á tenginguna þegar hún dettur út, þá dettur sambandið yfirleitt aftur inn eftir skilaboðin "reset local area network". Er möguleiki að þetta sé vegna tengjanna á kaplinum frekar en að kapalli sjálfur sé að gefa sig?
Re: Draga CAT kapal í gegn um rafmagnsrör?
Sent: Þri 07. Apr 2015 12:00
af Gunnar
ætli það sé ekki líklegast útaf kapalinn er flatur en ekki vafinn um hvorn annan?
Re: Draga CAT kapal í gegn um rafmagnsrör?
Sent: Þri 07. Apr 2015 12:47
af dodzy
er hægt að kaupa samtengi fyrir ljósleiðara?
gætir fræðilega séð keypt tilbúna ljósleiðarasnúru, dregið hana í rörið (ef hún kemst þ.e.a.s.) og fært ljósleiðaraboxið þangað sem tölvan er. Ljósleiðara má leggja með rafmagni.
Re: Draga CAT kapal í gegn um rafmagnsrör?
Sent: Þri 02. Jún 2015 21:31
af PepsiMaxIsti
Það er ekkert að því að draga cat snúru með rafmagni svo lengi sem hún er ekki tekin í sundur á leiðinni, og að pláss sé fyrir hana. Eina sem þú þarft ða passa er að eyðileggja ekki ljósleiðarann, þar sem það kostar sitt að gera við hann. Svo gætiru líka skoðað það að láta færa boxið hjá þér.
Re: Draga CAT kapal í gegn um rafmagnsrör?
Sent: Þri 02. Jún 2015 22:16
af tdog
PepsiMaxIsti skrifaði:Það er ekkert að því að draga cat snúru með rafmagni svo lengi sem hún er ekki tekin í sundur á leiðinni, og að pláss sé fyrir hana. Eina sem þú þarft ða passa er að eyðileggja ekki ljósleiðarann, þar sem það kostar sitt að gera við hann. Svo gætiru líka skoðað það að láta færa boxið hjá þér.
Þetta er bannað. Það er bannað að leggja smáspennulagnir (cat,síma,brunastreng,etc) í sömu rör og lágspennulagnir.
Re: Draga CAT kapal í gegn um rafmagnsrör?
Sent: Þri 02. Jún 2015 22:37
af Dúlli
Það er bannað að gera þetta en það er oft hægt að fara í kringum þær reglur og gera þetta, skeður ekkert fyrir og ef þetta er eina leið til að redda þér mæli ég með því.
Re: Draga CAT kapal í gegn um rafmagnsrör?
Sent: Þri 02. Jún 2015 23:19
af BjarniTS
Líklega einhver ástæða fyrir því að það er bannað. Myndi kynna mér kosti vs ókosti við að brjóta svoleiðis reglur áður en þú færir í að leggja þetta með rafmagninu.
Gætir þurft að svara fyrir þetta ef þú myndir lenda í brunatjóni. Gæti haft áhrif á bótaskyldu tryggingafélags og í stað þess að taka þá óþarfa áhættu væri betra að smella þessu í snyrtilegan hvítann lista til dæmis og leggja á milli herbergja.
Eða nota Net yfir rafmagn lausn ?
Ætti að virka fínt fyrir þig og þú sleppur við allar snúrur.
Re: Draga CAT kapal í gegn um rafmagnsrör?
Sent: Þri 02. Jún 2015 23:24
af Dúlli
Mann ekki reglugerðirnar en mig minnir aðal ástæðan fyrir þessu þegar ég lærði allan þennan fjanda var að lágspennan truflar smáspennuna og lét netið dropa þegar það var ADSL allstaðar. En í dag hefur þetta lítið sem enginn áhrif, passa bara að það sé nóg pláss.
Ef þú ert rosalega áhyggjufullur yfir þessu þá myndi ég mæla með því að draga þetta með fram COAX hef gert það líka ekkert mál að koma cati fyrir með þeim kapli, smáspennan á alltaf að vera í 20mm röri sem er meira en nóg af plási.
Re: Draga CAT kapal í gegn um rafmagnsrör?
Sent: Þri 02. Jún 2015 23:28
af Minuz1
BjarniTS skrifaði:Líklega einhver ástæða fyrir því að það er bannað. Myndi kynna mér kosti vs ókosti við að brjóta svoleiðis reglur áður en þú færir í að leggja þetta með rafmagninu.
Gætir þurft að svara fyrir þetta ef þú myndir lenda í brunatjóni. Gæti haft áhrif á bótaskyldu tryggingafélags og í stað þess að taka þá óþarfa áhættu væri betra að smella þessu í snyrtilegan hvítann lista til dæmis og leggja á milli herbergja.
Eða nota Net yfir rafmagn lausn ?
Ætti að virka fínt fyrir þig og þú sleppur við allar snúrur.
Prófaðu að skella 220v í netkortið á tölvunni þinni.
Það er frekar augljóst að þetta er vítavert gáleysi ef svo kynni að gerast.
Re: Draga CAT kapal í gegn um rafmagnsrör?
Sent: Þri 02. Jún 2015 23:31
af BugsyB
það má draga cat6 skermaðan með rafmagni en ég segi bara gangi þér vel.
Re: Draga CAT kapal í gegn um rafmagnsrör?
Sent: Þri 02. Jún 2015 23:31
af arons4
Dúlli skrifaði:Mann ekki reglugerðirnar en mig minnir aðal ástæðan fyrir þessu þegar ég lærði allan þennan fjanda var að lágspennan truflar smáspennuna og lét netið dropa þegar það var ADSL allstaðar. En í dag hefur þetta lítið sem enginn áhrif, passa bara að það sé nóg pláss.
Ef þú ert rosalega áhyggjufullur yfir þessu þá myndi ég mæla með því að draga þetta með fram COAX hef gert það líka ekkert mál að koma cati fyrir með þeim kapli, smáspennan á alltaf að vera í 20mm röri sem er meira en nóg af plási.
Oft er einangrunin á smáspennunnukapli ekki rateuð fyrir lágspennu þannig ef það er útleiðsla á lágspennunni er komin brunahætta og slysahætta við endabúnað á smáspennu. Rörið hinsvegar er vel einangrað gegn lágspennu þannig ef ekkert annað er í því skapast engin hætta. Ef truflanir væru eina hættan kæmist maður framhjá reglugerðinni með því einfaldlega að nota skermaða kapla.
Re: Draga CAT kapal í gegn um rafmagnsrör?
Sent: Þri 02. Jún 2015 23:39
af Dúlli
arons4 skrifaði:Dúlli skrifaði:Mann ekki reglugerðirnar en mig minnir aðal ástæðan fyrir þessu þegar ég lærði allan þennan fjanda var að lágspennan truflar smáspennuna og lét netið dropa þegar það var ADSL allstaðar. En í dag hefur þetta lítið sem enginn áhrif, passa bara að það sé nóg pláss.
Ef þú ert rosalega áhyggjufullur yfir þessu þá myndi ég mæla með því að draga þetta með fram COAX hef gert það líka ekkert mál að koma cati fyrir með þeim kapli, smáspennan á alltaf að vera í 20mm röri sem er meira en nóg af plási.
Oft er einangrunin á smáspennunnukapli ekki rateuð fyrir lágspennu þannig ef það er útleiðsla á lágspennunni er komin brunahætta og slysahætta við endabúnað á smáspennu. Rörið hinsvegar er vel einangrað gegn lágspennu þannig ef ekkert annað er í því skapast engin hætta. Ef truflanir væru eina hættan kæmist maður framhjá reglugerðinni með því einfaldlega að nota skermaða kapla.
Akkurat mig minnir að þetta hafi verið eithvað álíka, en hef aldrei séð, lesið eða upplifað þetta vandamál.
Ég myndi draga þetta með COAX eða í stað COAX kapals, veit samt um marga og hef gert það sjálfur meira að segja dregið þetta með lágspennu og hef aldrei upplifað neina útleiðslu, þurfti meira að segja um daginn að rífa einn cat kapal úr sem var búin að vera í 3+ ár með lágspennu og það voru engin ummerki á kaplinum varðandi hitamynduum og þess háttar að það gæti kvikknað í.
Maður þarf aftur á mótið að vera viss að vírarnir í vegnum séu í topp standi.
Re: Draga CAT kapal í gegn um rafmagnsrör?
Sent: Mið 03. Jún 2015 07:56
af Skaz
Ef að þú ert að fara að leggja saman í rör bæði rafmagn (lágspennu) og smáspennu þá eru líkurnar meiri en ella að það verði truflanir á smáspennunni alla tíð og þú kominn með nýtt vandamál í ætt við það sem að þú ert að reyna að leysa.
Þetta er ekkert af því bara að það er ekki leyft að setja saman þó svo að margir hafi gert það og komist upp með það þá er þetta alveg í besta falli 50/50 mál. Cat.6 skermaður gæti hjálpað til en það gæti orðið kómískt að reyna að draga hann í hálffullt 16mm rör, hvað þá ef að það eru einhverjar almennilegar beygjur á leiðinni. Það er allskonar núningur að fara að eiga sér stað ef að leiðin er þröng og kápan á kaplinum og vírunum sem að eru fyrir geta nuddast opnir við nægilegt átak eða skorist þar sem að eru skarpar brúnir þar sem að samsetningar s.s. hólkar eða beygjur hafa verið settar.
Það lang gáfulegasta sem að þú getur gert í þessu máli er að fjárfesta bara í almennilegum límlistum og fara eftir loftinu.
Það hafa orðið slys af völdum þess að setja saman lágspennu og smáspennu í sömu lagnir hérlendis og ég man eftir einu sérstaklega:
3. júní 1999 Starfsmaður verslunarfyrirtækis var að tengja tölvuskjá er hann fékk
raflost og missti meðvitund. Maðurinn slasaðist mikið og axlarbrotnaði
meðal annarra áverka. 230V spenna reyndist vera á
tölvulögninni en þar átti aðeins að vera smáspenna. Maðurinn var
ekki fagmaður.
http://www.mannvirkjastofnun.is/library ... s_1999.pdf
Re: Draga CAT kapal í gegn um rafmagnsrör?
Sent: Mið 03. Jún 2015 16:33
af zedro
Kisildalur.is - Karfan mín skrifaði:
/Thread!
Það var til hellingur að TP-Link gaurum niðrí Kísildal sumir með WiFi og öðru góðgæti!
Hef verið með Gembird græju sem er 200mbps og hún hefur dugað í allt niðurhal
og leikjagaman í 3 herbergja blokkaríbúð sem var byggð árið 1970 og eitthvað.
Ætla fara uppfæra mig í 500mbps og Gigabit router :3 ef að net yfir rafmagn virkar
hjá þér þá er það klárlega það sem þú ættir að fá þér!
Re: Draga CAT kapal í gegn um rafmagnsrör?
Sent: Mið 03. Jún 2015 21:56
af Örn ingi
Er kapalinn sem að þú keyptir nokkuð, allra þynnsta gerðin, þar sem að vírarnir liggja hlið við hlið enn ekki í twisted pair ?
Ef svo er þá er það eitt nóg til þess að geta einmitt valdið svona villuboðum á þetta hraðri tengingu!
Hefur þessi kapall verið að þjónusta ljósleiðaratenginu frá upphafi eða var hann upphaflega við adsl tengingu og alltaf allt i finu þá?
Eins geturu prufað að verða þér út um paratester og mælt hversu vel strengurinn hjá þér er að leiða (ég fékk einn svoleiðis á ebay í fyrra fyri klink)
http://www.ebay.com/itm/Network-Cable-T ... 339a66457b
Með paratesterinn geturu leikið þér svolítið og séð hvort að kapalinn hættir að leiða við eh ákveðin skilirði t.d ef það er krapt brot á honum eða eftir því hvernig hann hallar o.s.f.v.
Svo er síðasti möguleikinn og ég tek það fram að ég þekki ekki hversu mörg pör ljósleiðara tenging er að nota enn t.d er venjuleg adsl tenging ekki að nota öll 4 pörinn í kaplinum og þá er alveg séns að þú getir fundið hvaða litur það er sem er að valda þér leiðindum og skypt honum út fyrir annan sem að leiðir betur.
Þetta er bara svona það sem að mér datt í hug í fljótu bragði, þar sem að ég hef þurft að eiga við svipað leiðinleg mál oftar enn einu sinni, það er samt bara bras sem að ég hef verið í fyrir sjálfan mig og tek ég því enga ábyrgð á þessu ef að þú ert ekki búin að kynna þér þetta sjálfur.