Síða 1 af 6

Göturnar í RVK

Sent: Sun 29. Mar 2015 20:14
af vesi
Jöfull er ég kominn með ógeð af götunum í rvk. Búinn að slátra 2Xdekkjum en felgur sluppu. Ef Maður er ekki að stara á götuna þá er maður kominn í holu, Er ekki bara betra að sleppa þessu malbiki alveg ef veghaldarar ætla ekki að standa sig betur en þetta í að halda þessu við.

Það er nokkuð ljóst að það þarf töluvert meira en þessar 600mils í göturnar eftir sparnað síðustu ára. Við bíleigendur/noteindur berum mikinn kostnað þangað til úr þessu verður bætt.

Smá last frá mér, en mig grunar að ég sé ekki einn um þessa tilfynningu.

helvítis fokking fokk!!!!!

Re: Göturnar í RVK

Sent: Sun 29. Mar 2015 20:26
af DJOli
Nú man ég ekki hvort þú átt að geta talað við tryggingafélag eða eitthvað til að reyna að fá bætt úr þessu þar sem göturnar í reykjavík, og bara meira og minna um land allt, eru að verða hræðilegar.

Re: Göturnar í RVK

Sent: Sun 29. Mar 2015 20:26
af capteinninn
Ég er allavega ekki spenntur fyrir því að þurfa að vera á þessu á mótorhjólinu í sumar. Bý í miðbænum og göturnar eru eins og eftir borgarastríð.

Svo stórefa ég að þeir nái að gera við allar þessar götur í sumar

Re: Göturnar í RVK

Sent: Sun 29. Mar 2015 20:27
af GuðjónR
Sammála, það væri mun betra að flettamalbikinu af og hafa malarvegi en að hafa þetta svona.
Stórhættulegt og ekki fólki bjóðandi. Tjónið sem þetta er búið að valda bileigendum er örugglega margfaldur "sparnaður" við það að sinna ekki viðhaldi vega í mörg ár. Það hefur lítið sem ekkert verið gert eftir hrun þrátt fyrir að auka vegjöld hafi verið sett amk. tvisvar á bensínið.
Vegakerfið er nánast hrunið, það mun kosta milljarða að koma þessu í lag aftur. Álíka gáfulegt og að trassa það að láta laga skemmda tönn, enda svo með rándýra rótfyllingu og krónu sem kostar 30x falt það sem viðgerðin á "litlu" skemmdinni hefði kostað í upphafi.

Re: Göturnar í RVK

Sent: Sun 29. Mar 2015 21:17
af tanketom
Hugsið ykkur við erum að borga 121 kr á hvern olíu-lítra í skatt, Við erum að borga himinhá bifreiðargjöld, ég þurfti að punga út 27þ fyrir Ford Explorer! Hvert í ANSKOTANUM ER ÞESSIR PENINGAR AÐ FARA!? ÞAÐ ER EKKI VERIÐ AÐ GERA SKÍT FYRIR SAMFÉLAGIÐ! :mad :mad

Re: Göturnar í RVK

Sent: Sun 29. Mar 2015 21:35
af rapport
Skatturinn fyrir bensínlítrann fer til ríkisins en ekki sveitafélaga = þjóðvegir og göng...

En ég veit að það er verið að rannsaka hvað er að klikka, vegirnir hafa verið að eyðast miklu hraðar en oft áður.

Veit t.d. um nema í jarðfræði í HÍ sem hafa verið að taka sýni úr vegum til að greina hvort að mölin semnotuð var sé eitthvað verri og niðurstaðan var að hún var miklu stökkari og molnaði því miklu meira.

Að auki þá er tjaran orðin eitthvað umhverfisvænni og líklega lélegri sbr. fréttirnar um malbikið sem var að rúllast upp á bíla sbr. http://www.mbl.is/frettir/knippi/3042/

Allt þetta spilar saman í það ástand sem orðið er að veruleika.

Það er kominn tími til að skoða steypu sem raunverulegan valkost í gatnagerð.

Ég hef blessunarlega ekki skemmt neitt hingað til nema fyrir c.a. 8-10 árum þegar ég ók í holu þar sem nú er Askja bílaumboð, bjallaði í kjölfarið í lögguna og fékk dekk og felgu bætt úr tryggingum Reykjavíkurborgar.

Re: Göturnar í RVK

Sent: Sun 29. Mar 2015 21:56
af tanketom
rapport skrifaði:Skatturinn fyrir bensínlítrann fer til ríkisins en ekki sveitafélaga = þjóðvegir og göng...

En ég veit að það er verið að rannsaka hvað er að klikka, vegirnir hafa verið að eyðast miklu hraðar en oft áður.

Veit t.d. um nema í jarðfræði í HÍ sem hafa verið að taka sýni úr vegum til að greina hvort að mölin semnotuð var sé eitthvað verri og niðurstaðan var að hún var miklu stökkari og molnaði því miklu meira.

Að auki þá er tjaran orðin eitthvað umhverfisvænni og líklega lélegri sbr. fréttirnar um malbikið sem var að rúllast upp á bíla sbr. http://www.mbl.is/frettir/knippi/3042/

Allt þetta spilar saman í það ástand sem orðið er að veruleika.

Það er kominn tími til að skoða steypu sem raunverulegan valkost í gatnagerð.

Ég hef blessunarlega ekki skemmt neitt hingað til nema fyrir c.a. 8-10 árum þegar ég ók í holu þar sem nú er Askja bílaumboð, bjallaði í kjölfarið í lögguna og fékk dekk og felgu bætt úr tryggingum Reykjavíkurborgar.
Mín mistök, Reiknaði með því að Vegagerðinn sæji alfarið um vegi landsins og Vegagerðinn er auðvitað ríkis eign.. Hinsvegar veit ég það að þeir voru að spara mikið í sjálft malbikið og já þessvegna endist hún mun styttra og svo er ekki verið að endurnýja heldur setja bætur hér og þar, hálfgerða splástra og þeir eru jafnvel hættir því og setja möl til að filla í hef ég séð

Re: Göturnar í RVK

Sent: Sun 29. Mar 2015 22:08
af Moldvarpan
Þetta er bara sparnaði að kenna.

Notað ódýrari efni sem eru endingarminni. Það var varað menn við þessu á sýnum tíma þegar ákvarðanir voru teknar með hvaða efni ætti að nota þegar verið var að skera niður fjárlögin til vegaframkvæmda og viðhalds. En það var bara ekki hlustað á það.

Þetta mun kosta nokkra milljarða að fá malbikið í lag á Suðvesturhorninu.

Steyptir vegir er algjör vitleysa.
Og það eru sveitarfélögin sem sjá um sína vegi, en fá framlög frá ríkinu.

http://www.frettatiminn.is/segir-vegi-i ... st-byggda/
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/ ... urskurdur/

Re: Göturnar í RVK

Sent: Sun 29. Mar 2015 22:12
af jólnir
rapport skrifaði:
Veit t.d. um nema í jarðfræði í HÍ sem hafa verið að taka sýni úr vegum til að greina hvort að mölin semnotuð var sé eitthvað verri og niðurstaðan var að hún var miklu stökkari og molnaði því miklu meira.
Ég veit ekki hvaða nema þú þekkir í HÍ og hvað þeir voru að rannsaka. Hinsvegar get ég alveg fullyrt það með 100% vissu að ALLT berg á yfirborði jarðar er jafn stökkt. Til þess að mýkja berg eitthvað upp þarftu að grafa það á margra kílómetra dýpi (10-40 km) eða hita það ágætlega (hundruðir gráða celsíus).

Berg bregst hinsvegar mismunandi við veðrun. Ungt berg eins og við höfum á Íslandi mun alltaf veðrast meira en milljarða ára gamalt berg sem fyrirfinnst á meginlöndunum (Evrópa og Ameríka). Ef fólk hefur einhverjar draumóra um að við séum að fara að flytja inn hundruðir tonna af jarðefni frá þessum löndum til þess að leggja vegi, í stað þess að sækja jarðefnið í næstu námu þá bara bendi ég ykkur á http://www.dohop.adult þið getið pantað ykkur flugfar aðra leiðina til draumóralands, ég bið að heilsa ykkur.

Ég veit hinsvegar um uppstillingu í Nýsköpunarmiðstöð Ísland þar sem verkfræðingarnir þar settu malbiksbúta í vatn og saltvatn. Annar búturinn lítur út eins og malbik og hinn er meira eins og blautt brauð.

Reykvískt malbik er saltað eins og enginn sé morgundagurinn. Meira að segja þegar snjómagnið er mun meira en svo að salt sé gagnlegt. Þegar gatnaviðhald er ekkert en söltun er alger þá gefur eitthvað eftir á endanum.

Það má einnig benda á að Reykjavíkurborg hefur rekið stífan áróður gegn nagladekkjum, á sama tíma hefur FÍB vísað í rannsóknir þess efnis að nagladekk eru ekki stærsti orsakavaldur slits heldur gæði jarðefnisins. Munið í þessu samhengi að salt hreinlega hatar vegi. Við söltum göturnar í döðlur til þess að geta réttlætt fyrir sjálfum okkur að þurfa ekki að nota nagladekk til að slíta ekki götunum þrátt fyrir að rannsóknir frá skandinavíu bendi til þess að það séu aðrir þættir sem ráði mun meiri en naglarnir.

En hey ... hvers vegna að fara þá leið að skoða staðreyndir? Fjandinn hirði staðreyndir! Það sem allir vilja heyra? Já nákvæmlega það! Ef þú mótmælir þessu þá ertu rasisti og kvenhatari ... og flugvallarvinur! Pís át motherfokker

Re: Göturnar í RVK

Sent: Sun 29. Mar 2015 22:13
af GuðjónR
Það er svo mikill fíflagangur í kringum þetta allt saman, t.d. í ágúst/september síðastliðum þá var Vallargrund sem tilheyrir Reykjavík svo ílla farin að það hefði þurft að malbika upp á nýtt, en hvað var gert? malbikað? ónei, það var heflað yfir, fræst og sett olíumöl yfir allt saman!
Svo voru fjölskyldubílar hverfisins notaðir sem valtarar næstu vikurnar með tilheyrandi grjótkasti og tjöruviðbjóði, síðan sex mánuðum síðar þá var verkið ónýtt! Allt í holum og ógeði aftur. Ég taldi um þrjátiu holur á 20m kafla, lét borgina vita og sendi fyrirspurn af hverju þessi gata væri ekki malbikuð eins og aðrar húsagötur borgarinnar. Fékk engin svör en augljóst var að skilaboðin mín komust til skila því tveim dögum síðar var holufyllt.

Núna eru að myndast ný syrpa af holum hinu megin á götunni. Ég get ekki ímyndað mér að svona handabaka vinna skili einhverjum sparnaði, hvorki fyrir ríki borg né almenning.

Re: Göturnar í RVK

Sent: Sun 29. Mar 2015 22:23
af rapport
jólnir skrifaði:
rapport skrifaði:
Veit t.d. um nema í jarðfræði í HÍ sem hafa verið að taka sýni úr vegum til að greina hvort að mölin semnotuð var sé eitthvað verri og niðurstaðan var að hún var miklu stökkari og molnaði því miklu meira.
Ég veit ekki hvaða nema þú þekkir í HÍ og hvað þeir voru að rannsaka. Hinsvegar get ég alveg fullyrt það með 100% vissu að ALLT berg á yfirborði jarðar er jafn stökkt. Til þess að mýkja berg eitthvað upp þarftu að grafa það á margra kílómetra dýpi (10-40 km) eða hita það ágætlega (hundruðir gráða celsíus).
Orðið "stökkt" var mitt innlegg/túlkun á því sem þau voru/eru að gera. Það a.m.k. molnaði meira og auðveldar en það sem notað var fyrir nokkrum árum síðan.

Re: Göturnar í RVK

Sent: Sun 29. Mar 2015 22:28
af Moldvarpan
jólnir skrifaði:Ef fólk hefur einhverjar draumóra um að við séum að fara að flytja inn hundruðir tonna af jarðefni frá þessum löndum til þess að leggja vegi, í stað þess að sækja jarðefnið í næstu námu þá bara bendi ég ykkur....

Það eru engir draumórar. Það hefur oft verið flutt inn granít til að setja í malbikið.... Granítið er það hvíta sem þú sérð í malbikinu notabene, ef granít er notuð. Slíkt malbik hefur mun meiri endingu heldur en malbik með eh salla úr Hvalfirði eða Vatnsskarði.

Tökum hvalfjarðargöngin sem dæmi, í það malbik er notað hágæða efni, sem eru innflutt. Það dugaði í 16 ár, áður en það þurfti að setja nýtt slitlag á göngin.

Re: Göturnar í RVK

Sent: Sun 29. Mar 2015 22:30
af jólnir
rapport skrifaði:
jólnir skrifaði:
rapport skrifaði:
Veit t.d. um nema í jarðfræði í HÍ sem hafa verið að taka sýni úr vegum til að greina hvort að mölin semnotuð var sé eitthvað verri og niðurstaðan var að hún var miklu stökkari og molnaði því miklu meira.
Ég veit ekki hvaða nema þú þekkir í HÍ og hvað þeir voru að rannsaka. Hinsvegar get ég alveg fullyrt það með 100% vissu að ALLT berg á yfirborði jarðar er jafn stökkt. Til þess að mýkja berg eitthvað upp þarftu að grafa það á margra kílómetra dýpi (10-40 km) eða hita það ágætlega (hundruðir gráða celsíus).
Orðið "stökkt" var mitt innlegg/túlkun á því sem þau voru/eru að gera. Það a.m.k. molnaði meira og auðveldar en það sem notað var fyrir nokkrum árum síðan.
Ef við horfum á þetta hlutlægt og veltum fyrir okkur hver breytan er ..
1a) Naglarnir í nagladekkjunum eru líklegast þeir sömu
1b) Bílarnir gætu verið fleiri en notkun nagladekkja hefur minnkað undanfarin ár í Reykjavík
2 ) Jarðefnið er líklegast það sama (verðið á rúmmetranum ræðst ekki af efnasamsetningu mér vitandi)
3 ) Salt ?
4 ) Reykjavíkurborg hefur hreinlega verið að spara viðhaldið undanfarin ár.

Til að svara moldvörpunni þá geturðu smíðað staðbundna vegkafla úr influttu efni (Hvalfjarðargöngin eru 5,4 km er það ekki ?) Ef fólk heldur að að það sé raunhæft að allt gatnakerfið sé "smíðað" úr þessu efni en ekki jarðefninu úr næstu námu þá ... nei ég hef ekkert hér. Það er óraunhæft að halda að heilt gatnakerfi sé smíðað úr innfluttu graníti. Sérstaklega ef við horfum á tekjulíkanið fyrir gatnagerðargjöld og bensínskattana.

Ég ætti einnig að leiðrétta að hér að ofan átti ég við "hundruðir milljónir tonna" af jarðefni þar sem hver rúmmetri er 2-3 tonn að þyngd.

Re: Göturnar í RVK

Sent: Sun 29. Mar 2015 22:41
af appel
Moldvarpan skrifaði:
jólnir skrifaði:Ef fólk hefur einhverjar draumóra um að við séum að fara að flytja inn hundruðir tonna af jarðefni frá þessum löndum til þess að leggja vegi, í stað þess að sækja jarðefnið í næstu námu þá bara bendi ég ykkur....

Það eru engir draumórar. Það hefur oft verið flutt inn granít til að setja í malbikið.... Granítið er það hvíta sem þú sérð í malbikinu notabene, ef granít er notuð. Slíkt malbik hefur mun meiri endingu heldur en malbik með eh salla úr Hvalfirði eða Vatnsskarði.

Tökum hvalfjarðargöngin sem dæmi, í það malbik er notað hágæða efni, sem eru innflutt. Það dugaði í 16 ár, áður en það þurfti að setja nýtt slitlag á göngin.
Það er eitt með hvalfjarðargöngin er að þau eru innandyra, í stjórnuðu umhverfi, stöðugu hitastigi, það er enginn klaki, snjór, rigning eða annað og því óþarfi að salta og sanda og skafa. Þar af leiðandi endist slíkt malbik auðvitað miklu betur en sambærilegt malbik utandyra!

Hvalfjarðargöngin sýna okkur það þó að nagladekk eru ekki ráðandi þáttur í endingu og sliti malbiks.



En þetta ástand á vegum hérna á höfuðborgarsvæðinu er alveg komið út í rugl. Ég get skilið það að ekki er hægt að malbika að vetri til, en það er ekki orsökin á því að malbikið er orðið svona lélegt. Þetta eru margir samverkandi þættir:
- Niðurskurður þýðir að ódýrara og lélegra malbik er notað.
- Útþensla byggðar veldur því að alltof margir kílómetrar af malbiki eru til staðar sem borgaryfirvöld virðast ekki ráða lengur við að viðhalda.
- Sú hugsjón að draga úr vægi einkabílsins gerir gatnaframkvæmdir óvinsælar hjá borgaryfirvöldum
- Hræðilegt veðurfar á Íslandi
- Fúskeðli íslendinga

Það er alveg rétt, ef menn vilja betra ástand þá verða þeir bara að flytja eitthvert annað. Ísland verður alltaf ófullkomið land á hjara hins byggilega heims.

Re: Göturnar í RVK

Sent: Sun 29. Mar 2015 22:43
af Moldvarpan
Það var alls ekkert óalgengt að notað var innflutt granít á helstu stofnbrautir borgarinnar og t.d. reykjanesbrautarinnar fyrir hrun.
Hef unnið við malbikun og það er mikill munur á gæðunum í þessu, þeas íslenskum salla eða innfluttu graníti. Það er sparnaður að nota granít á ákveðna vegi sem eru MIKIÐ notaðir. Það kostar mikla fjármuni að vera sífellt að malbika aftur og aftur á stuttum tíma.

Eftir hrun, hefur lítið verið innflutt af slitsterkum efnum. Og við sjáum útkomuna úr því.
Og svo varðandi íbúðargötur, að þá hafa sveitarfélögin verið ofsalega treg að setja fjármuni í að viðhalda þeim götum.

Re: Göturnar í RVK

Sent: Sun 29. Mar 2015 22:45
af GuðjónR
Salt hefur verið notað í Reykjavík eins lengi og ég man eftir mér þannig að skyndilegt hrun gatnakerfisins skrifast tæplega á það.
Það sem er öðruvisi og viðurkennt er hins vegar sparnaðir í viðhaldi vega og það hlýtur að vera stærsti orsakavaldurinn.
Svo má ekki gleyma að við fáum yfir milljón útlendinga í heimsókn á ári og þeir þurfa að ferðast um landið, bæði á bílaleigubílum og rútum.
Sú umferð hlýtur að auka á slit gatnakerfisins líka. Það eyðist sem af er tekið.

Re: Göturnar í RVK

Sent: Sun 29. Mar 2015 22:49
af jólnir
Helstu stofnbrautir borgarinnar og reykjanesbrautin eru líklegast á könnu vegagerðarinnar og fjármagnið kemur frá eldsneytissköttunum.
GuðjónR skrifaði:Salt hefur verið notað í Reykjavík eins lengi og ég man eftir mér þannig að skyndilegt hrun gatnakerfisins skrifast tæplega á það.
Það sem er öðruvisi og viðurkennt er hins vegar sparnaðir í viðhaldi vega og það hlýtur að vera stærsti orsakavaldurinn.
Svo má ekki gleyma að við fáum yfir milljón útlendinga í heimsókn á ári og þeir þurfa að ferðast um landið, bæði á bílaleigubílum og rútum.
Sú umferð hlýtur að auka á slit gatnakerfisins líka. Það eyðist sem af er tekið.
Magnið af salti skiptir máli, ekki tímarammi notkunar. Ég veit ekki hverjar tölurnar eru. Mér finnst hinsvegar líklegt að notkunin hafi aukist undanfarin ár í ljósi and-nagladekkjuastefnunnar sem hefur verið rekin.

P.s. "landið" er ekki það sama og Reykjavík.

Re: Göturnar í RVK

Sent: Sun 29. Mar 2015 23:00
af GuðjónR
jólnir skrifaði:Helstu stofnbrautir borgarinnar og reykjanesbrautin eru líklegast á könnu vegagerðarinnar og fjármagnið kemur frá eldsneytissköttunum.
GuðjónR skrifaði:Salt hefur verið notað í Reykjavík eins lengi og ég man eftir mér þannig að skyndilegt hrun gatnakerfisins skrifast tæplega á það.
Það sem er öðruvisi og viðurkennt er hins vegar sparnaðir í viðhaldi vega og það hlýtur að vera stærsti orsakavaldurinn.
Svo má ekki gleyma að við fáum yfir milljón útlendinga í heimsókn á ári og þeir þurfa að ferðast um landið, bæði á bílaleigubílum og rútum.
Sú umferð hlýtur að auka á slit gatnakerfisins líka. Það eyðist sem af er tekið.
Magnið af salti skiptir máli, ekki tímarammi notkunar. Ég veit ekki hverjar tölurnar eru. Mér finnst hinsvegar líklegt að notkunin hafi aukist undanfarin ár í ljósi and-nagladekkjuastefnunnar sem hefur verið rekin.

P.s. "landið" er ekki það sama og Reykjavík.
Nei en bróðurpartur þeirra kemur í gegnum Leifsstöð eða með skemmtiferðaskipum sem leggja að bryggju hér í Reykjavík og fara því í gegnum borgina á leið sinni út á land.
Alveg óþarfi að vera "bessi" og segja okkur að Reykjavík sé ekki sama og "landið" ... en Reykavík er hluti af landinu ... þú nýskráðir þig til að taka þátt í umræðunni, er þetta nokkuð Gúrú?
Hljómar svolítið þannig... :klessa

Re: Göturnar í RVK

Sent: Sun 29. Mar 2015 23:09
af jólnir
Ef þú ert túristi að ferðast um landið þá er megnið af vegaslitinu líkegast að eiga sér stað utan höfuðborgarsvæðisins. Eitthvað á sér stað innan þess en líklegast á stofnbrautunum sem heyra undir vegagerðina.

En ég veit ekkert um það hvernig slithlutfallið er per mann á einkabíl samanborið við rútu.

Rúta sem sækir ferðmenn á höfnina er líklegast að fara beint upp á næstu stofnbraut og út úr borginni. M.ö.o. að eldsneytisgjöldin ættu að dekka gjöldin á vegunum ágætlega (ef við gefum okkur að olíugjald á langferðabifreiðar sé í réttu hlutfalli við þyngd).

Hvernig sem við horfum á það, þá er ekkert sem segir að ferðamenn leggi ekki sitt til vegagerðarinnar, vandinn er þá frekar tekjumódelið.

P.S. ekki gúru, en stunda jóga (ef að lótusinn telst til jóga þ.e.)

Re: Göturnar í RVK

Sent: Sun 29. Mar 2015 23:46
af bigggan
jólnir skrifaði: Magnið af salti skiptir máli, ekki tímarammi notkunar. Ég veit ekki hverjar tölurnar eru. Mér finnst hinsvegar líklegt að notkunin hafi aukist undanfarin ár í ljósi and-nagladekkjuastefnunnar sem hefur verið rekin.
Ef þú ferð til Hringbraut fyrir utan HI, þar er gatan búin til úr graniti og hágæði efni, vegurin sést að han sé gamall, en það eru samt engin holur og mjög litið af rákir i vegurinn, sá vegur er 15 ára gamall. Ekki fara segja að það sé búið að salta þar minna en annarstaðar.

Ef vegirnir eru hannaðir almennilega þá endist vegirnir miklu betur en þar sem vatn og salt safnast saman i rákir og holur.

Re: Göturnar í RVK

Sent: Sun 29. Mar 2015 23:54
af vesi
önnur hlið á þessum málum eru líka tryggingarfélög og bótaskylda. Hvaða djók regla er þetta að "ef að hola" hefur ekki verið tilkynnt og veghaldari ekki brugðist við innann ákveðins tíma þá færðu tjónið ekki bætt.

Mér fynnts aðeins of mikið af "ef" í þessu, einnig fynnst mér gersamlega óþolandi hvað veghaldarar og tryggingarfélög reyna koma sér undann ábyrgð þegar ástandið er svona.

bara eitt dæmi á mbl.is
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/ ... skemmdist/

það er ekki nóg að LJÓSASTAUR liggi þvert yfir veg, samt reyna veghaldarar að koma sér undan.

Re: Göturnar í RVK

Sent: Mán 30. Mar 2015 00:03
af Tw1z
Verðum bara að fá okkur svifbíla, þetta bara gengur ekki lengur

Re: Göturnar í RVK

Sent: Mán 30. Mar 2015 00:25
af jólnir
vesi skrifaði:önnur hlið á þessum málum eru líka tryggingarfélög og bótaskylda. Hvaða djók regla er þetta að "ef að hola" hefur ekki verið tilkynnt og veghaldari ekki brugðist við innann ákveðins tíma þá færðu tjónið ekki bætt.

Mér fynnts aðeins of mikið af "ef" í þessu, einnig fynnst mér gersamlega óþolandi hvað veghaldarar og tryggingarfélög reyna koma sér undann ábyrgð þegar ástandið er svona.

bara eitt dæmi á mbl.is
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/ ... skemmdist/

það er ekki nóg að LJÓSASTAUR liggi þvert yfir veg, samt reyna veghaldarar að koma sér undan.
Sá sem á ljósastaurinn er klárlega ábyrgur, þetta mun samt örugglega alltaf enda í lögfræðingi.

Eða eins og trygginga-bubbi segir: ef þú ert tryggður þá geturðu fokkað þér!

Re: Göturnar í RVK

Sent: Mán 30. Mar 2015 00:29
af gutti
Bara spurning um tíma ef verða banaslys af völdum holum á verst gatna kerfi á íslandi að þeir fara að sjá sinn haus að fara laga þetta :thumbsd Bara mínn skoðunn !

Re: Göturnar í RVK

Sent: Mán 30. Mar 2015 01:08
af steinarorri
Getur ekki einhver sem kann til hent í smá app sem heitir Hola og sendir tilkynningu um holu og GPS hnit í tölvupósti á vegagerðina/viðeigandi sveitarfélag ef ýtt er á einn takka.
Dúndra svo appinu í fjölmiðla, fá nokkra til að nota það og tilkynna holur og á no time verður þetta allt bótaskylt :-)

En í alvöru talað, þetta er alveg hrikalegt... Verri vegir innanbæjar hér en í Mexíkó þegar ég bjó þar.