Síða 1 af 1

Random píp two-finger scroll Samsung Smart PC

Sent: Fim 12. Mar 2015 16:09
af Framed
Þar sem góðvinur minn Google virðist ekki vera hjálpsamur þá er komið að því að spyrja hér.

Keypti nýverið Samsung Smart PC 500t. Er með Win 8.1 uppsett á henni. Ég uppfærði hana úr Win 8 strax og ég fékk hana og man/veit því ekki hvort vandamálið var til staðar þar líka.

Touchpaddinn á lyklaborðsdokkunni sem fylgdi hegðar sér stundum undarlega. Af og til er eins og hann hökti smá en það stimpla ég fyrst og fremst á hversu máttlaus vélin er. Verra mál er að stundum þegar ég nota "two-finger scrolling" þá höktir hún mikið og pípir á fullu.
Ég get sætt mig við eitthvað hökt í svona máttlausri vél en ég er að verða óður á þessu #%&# pípi.

Það er líka öruggt að þetta er eitthvað í tengslum við touchpaddinn því þegar ég scrolla með öðrum leiðum þá kemur ekki þetta píp. Man reyndar ekki hvort ég hafi prufað að tengja mús við hana og er ekki með mús hérna núna svo ég get ekki prufað það fyrr en seinna. En hvort sem ég smelli á scrollbarinn og dreg hann til eða scrolla með fingri á skjánum þá heyrist ekkert píp.

Fékk aðra lyklaborðsdokku hjá Samsung vegna annars galla og er því búinn að prufa tvær slíkar, báðar pípa. Skv. bæði Windows update og SW Update sem fylgir Samsung tölvum þá er driverinn up-to-date.

Einhverjar hugmyndir?

Re: Random píp two-finger scroll Samsung Smart PC

Sent: Fim 12. Mar 2015 22:19
af snaeji
Prófaðu að uppfæra biosinn annars er lítið um svör á netinu. Sumir hafa einfaldlega fengið sér usb mús.

Re: Random píp two-finger scroll Samsung Smart PC

Sent: Fös 13. Mar 2015 15:30
af Framed
Aftur skv. SWUpdate þá er biosinn up to date. Takk samt.

Re: Random píp two-finger scroll Samsung Smart PC

Sent: Fös 13. Mar 2015 21:41
af snaeji
Ef þú ert að tala um þennan grip þá miðað við dómana er einfaldara að gefast upp.

Kom annars ekkert greinilega fram varðandi biosinn hjá þér í fyrsta inleggi :-"

Og talandi um slæma dóma maður sér varla tölvur fá jafn slæma dóma og þessa :crazy

edit: Hún er meira að segja dýrari ef maður sleppir lyklaborðinu :lol: