Síða 1 af 1
Verðmat á EVGA 780Ti sc ACX
Sent: Fim 05. Mar 2015 23:31
af Sveppz
Sælar verðlöggur,
Langar til að athuga hvað verðfallið er á tilteknu korti sem kostaði 120 þúsund krónur nýtt.
http://www.evga.com/Products/Specs/GPU. ... 0C494D83DC
* Kortið var sérpantað hjá Start í ágúst/september 2014
* Aldrei verið yfirklukkað.
* Rykhreinsað á 2 vikna fresti.
Nú er spurningin. Hvernig er verðmatið á þessu ?
Re: Verðmat á EVGA 780Ti sc ACX
Sent: Fim 05. Mar 2015 23:38
af MatroX
45-50þús sirka
Re: Verðmat á EVGA 780Ti sc ACX
Sent: Fös 06. Mar 2015 00:28
af I-JohnMatrix-I
Persónulega myndi ég segja allavega 60 - 65 þús og byggi ég það á að nýtt gtx980 kostar 99.990 kr. GTX980 er að meðaltali um 10% hraðara en GTX780Ti í leikjum miðað við þá benchmarks sem ég hef skoðað og ef við miðum við 70% af nývirði regluna myndi það gera 70 þús en þar sem 980 er nýrra generation(lægra TDP og hljóðlátara) tel ég sanngjarnt að lækka 780Ti kortið aðeins meira. Þetta er einungis mitt mat, endilega látið heyra í ykkur ef þið eruð ósammála.
Re: Verðmat á EVGA 780Ti sc ACX
Sent: Fös 06. Mar 2015 08:35
af Sveppz
I-JohnMatrix-I skrifaði:Persónulega myndi ég segja allavega 60 - 65 þús og byggi ég það á að nýtt gtx980 kostar 99.990 kr. GTX980 er að meðaltali um 10% hraðara en GTX780Ti í leikjum miðað við þá benchmarks sem ég hef skoðað og ef við miðum við 70% af nývirði regluna myndi það gera 70 þús en þar sem 980 er nýrra generation(lægra TDP og hljóðlátara) tel ég sanngjarnt að lækka 780Ti kortið aðeins meira. Þetta er einungis mitt mat, endilega látið heyra í ykkur ef þið eruð ósammála.
Ég hafði einmitt hugsað á milli 60-70 þús. Finnst mjög fáránlegt að selja kort sem er hálfs árs gamalt undir 40% af nývirði.
60% af nývriði yrði þá 72. þúsund.
Sambærilegt nýtt 980 kort væri þá ódýrast nýtt á 109. þúsund eða Asus Strix kortið. Og segjum að 60% af nývirði þess væri þá 65.400kr. (þá er viðmiðið 70%-10% af nývirði þar sem 980 er +10% betra)
Þótt að 700línan sé komin í eldri kantinn þá ætti hún ekki að vera komin á brunaútsölu
Re: Verðmat á EVGA 780Ti sc ACX
Sent: Fös 06. Mar 2015 10:14
af Hannesinn
Settu bara á það 70 þús. og athugaðu hvernig það gengur. Ég hef reyndar enga trú á að það seljist á 70 þús., en við tveir ráðum ekki gangverði.
Re: Verðmat á EVGA 780Ti sc ACX
Sent: Fös 06. Mar 2015 11:57
af kiddi
Það er ekkert fyrirfram ákveðið "verðfall" á notaðri vöru. Þessi "regla" um "30% af nývirði" sem svo margir Vaktarar vísa í er bara rugl, viðmiðun í besta falli. Víða erlendis, t.d. í USA, er 15-20% með því mesta sem gerist í afföllum á notuðum nýlegum vörum. Þú einfaldlega setur það verð sem þú vilt fá fyrir skjákortið og ef einhver þarna úti hefur áhuga á því þá annaðhvort borgar hann uppsett verð eða gerir þér tilboð sem viðkomandi þykir sjálfum sanngjarnt, þú ræður svo alveg hvort þú tekur því eða ekki. Ef þú færð engin tilboð þá veistu að verðið er of hátt og getur þá annaðhvort lækkað verðið, beðið lengur, eða hætt við sölu. Þett'er ekkert flókið
Re: Verðmat á EVGA 780Ti sc ACX
Sent: Fös 06. Mar 2015 13:20
af Moldvarpan
Var að skoða aðeins ebay og amazon að ganni.
Það er hægt að fá alveg eins sem og samskonar kort, nema það er líka Classified, heimkominn með öllum kostnaði á 120.000kr
Þau væru í 12 mánaða ábyrgð og bæði voru Refurbished.
http://www.ebay.com/itm/3GB-EVGA-GTX-78 ... 3aa3bb00c3
http://www.amazon.com/gp/offer-listing/ ... efurbished
Svo mér finnst 70k nokk sanngjarnt verð fyrir þetta kort með þetta mikið eftir af ábyrgðinni.
Re: Verðmat á EVGA 780Ti sc ACX
Sent: Fös 06. Mar 2015 13:52
af Hannesinn
kiddi skrifaði:Það er ekkert fyrirfram ákveðið "verðfall" á notaðri vöru. Þessi "regla" um "30% af nývirði" sem svo margir Vaktarar vísa í er bara rugl, viðmiðun í besta falli. Víða erlendis, t.d. í USA, er 15-20% með því mesta sem gerist í afföllum á notuðum nýlegum vörum. Þú einfaldlega setur það verð sem þú vilt fá fyrir skjákortið og ef einhver þarna úti hefur áhuga á því þá annaðhvort borgar hann uppsett verð eða gerir þér tilboð sem viðkomandi þykir sjálfum sanngjarnt, þú ræður svo alveg hvort þú tekur því eða ekki. Ef þú færð engin tilboð þá veistu að verðið er of hátt og getur þá annaðhvort lækkað verðið, beðið lengur, eða hætt við sölu. Þett'er ekkert flókið
Gríðarlega sammála þessu innleggi. Það eina sem ræður endursöluvirði er eftirspurnin.
Í þessu tilviki, þá er hins vegar um að ræða skjákort þar sem nýjusta kynslóðin eru ekki bara smá upgrade, heldur eru þau öflugri, nota minna rafmagn (þurfa minni aflgjafa), hitna minna (minni kælikostnaður), og það sem skiptir í þessu samhengi, high-end kortin kostuðu mun minna en high-end kortin af seinustu kynslóð.
Nývirði og þessi "70% viðmið" skipti bara engu máli, hvorki hér né annars staðar.
Re: Verðmat á EVGA 780Ti sc ACX
Sent: Fös 06. Mar 2015 14:39
af hjalti8
Mér finnst eðlilegra að bera þetta kort saman við 970 frekar en 980.
Skv meðaltali úr 20 nýlegum leikjum þá er perf munurinn á 970 og 780ti á bilinu 2-4%.
Svo er 970 með meira vram og eyðir minna rafmagni svo að ég sé enga ástæðu fyrir því að taka 780ti fram yfir 970 kort.
Miðað við að nýtt 970 kort kostar 60-70k þá finnst mér verðmatið hjá matrox spot on.
Sveppz skrifaði: Finnst mjög fáránlegt að selja kort sem er hálfs árs gamalt undir 40% af nývirði.
Svona er þetta bara með þessi overpriced high-end kort. Þökk sé moore's law og góðri gpu skölun fyrir auka transistors þá eru skjákort einfaldlega bara ein slæm fjárfesting. Allir sem hafa selt svona kort kannast við hvað þetta er leiðinleg tilfinning
Re: Verðmat á EVGA 780Ti sc ACX
Sent: Fös 06. Mar 2015 15:32
af Sveppz
Mér finnst eðlilegra að bera þetta kort saman við 970 frekar en 980.
Skv meðaltali úr 20 nýlegum leikjum þá er perf munurinn á 970 og 780ti á bilinu 2-4%.
Svo er 970 með meira vram og eyðir minna rafmagni svo að ég sé enga ástæðu fyrir því að taka 780ti fram yfir 970 kort.
Þú ertu samt að gleyma því að 780ti kortið er betra all-around kort. En ef þú lítur á þetta eingöngu út frá leikjagetu þá er rétt að miða þetta við 970.
780Ti er t.d. með 45% betri FLOP heldur en 970 og 50% meiri bandvídd á minni, sem hefur reynst mér mun betur fyrir myndvinnslu heldur en 970 eða jafnvel 980 myndi gera.
En niðurstaðan er hinsvegar sú að sanngjarnt sé að selja svona kort fyrir 50% af upprunalegu verði eða 60þús, ef einhver er tilbúinn til að kaupa á því verði.
Þakka fyrir þetta drengir.
Re: Verðmat á EVGA 780Ti sc ACX
Sent: Fös 06. Mar 2015 19:53
af MatroX
kiddi skrifaði:Það er ekkert fyrirfram ákveðið "verðfall" á notaðri vöru. Þessi "regla" um "30% af nývirði" sem svo margir Vaktarar vísa í er bara rugl, viðmiðun í besta falli. Víða erlendis, t.d. í USA, er 15-20% með því mesta sem gerist í afföllum á notuðum nýlegum vörum. Þú einfaldlega setur það verð sem þú vilt fá fyrir skjákortið og ef einhver þarna úti hefur áhuga á því þá annaðhvort borgar hann uppsett verð eða gerir þér tilboð sem viðkomandi þykir sjálfum sanngjarnt, þú ræður svo alveg hvort þú tekur því eða ekki. Ef þú færð engin tilboð þá veistu að verðið er of hátt og getur þá annaðhvort lækkað verðið, beðið lengur, eða hætt við sölu. Þett'er ekkert flókið
Hann bað um verðmat, og við gáfum honum það, í þessu tilfelli er ekki hægt að fara eftir eitthverjari 30% af nývirði sem er búinn að vera fínt viðmið í mörg ár en þú ert greinilega ekki á því, og það er ekki rétt að í usa er það bara 15-20% ég hef keypt helling af drasli af t.d overclock.net og það hefur oft verið miðað við 30% eða jafnvel meira, þú getur googleað og séð að það er oft og mörgum sinnum sagt að 30% sé fínt viðmið t.d á tomshardware,
núna vill ég hreint út sagt segja að kommentið þitt sé óþarfa komment og á engan tilgang í þessum þræði þar sem hann bað um verðmat, þ
í þessu tilfelli þá er GTX970 betra á flesta vegu og sérstaklega þegar þú oc'ar það, eini hluturinn sem 780ti hefur fram yfir GTX970 er gflop og cuda cores
þetta kort er að fara á 290-450$ dollar notuð að utan, og hærri kortin eru kingpin kort eða classified kort sem er ekki hægt að bera við þetta þetta sem hann er að selja.
þar sem það er hægt að fá nýtt 970 á 59.990 þá er 45-50þús max fyrir þetta. tek það fram allir mega hafa sína skoðun og hann bað um verðmat,
Re: Verðmat á EVGA 780Ti sc ACX
Sent: Fös 06. Mar 2015 20:41
af kiddi
MatroX skrifaði:núna vill ég hreint út sagt segja að kommentið þitt sé óþarfa komment og á engan tilgang í þessum þræði þar sem hann bað um verðmat
Ég var kannski ekki nógu skýr, ég var í rauninni ekki að svara OP heldur einu af commentunum þar sem segir "ef við miðum við 70% af nývirði regluna", og þar sem ég lít á sjálfan mig sem sjálfskipaðan krossfara gegn verðlöggunni þá auðvitað get ég ekki sleppt tækifæri til að skipta mér af og reyna að leiðrétta þetta hugarfar margra Vaktara, að þeir telji sig hafa einhvern rétt á því að stýra því hvað er rétt og rangt verð á einkahlutum einstaklinga, þar sem það tíðkast hvergi annarsstaðar, í gervallri veröldinni. Það er allt í góðu að hann biðji um verðmat, en þegar ég heyri minnst á þessa blessuðu "70% af nývirði" reglu þá ræð ég bara ekki við mig
Re: Verðmat á EVGA 780Ti sc ACX
Sent: Fös 06. Mar 2015 21:48
af I-JohnMatrix-I
kiddi skrifaði:MatroX skrifaði:núna vill ég hreint út sagt segja að kommentið þitt sé óþarfa komment og á engan tilgang í þessum þræði þar sem hann bað um verðmat
Ég var kannski ekki nógu skýr, ég var í rauninni ekki að svara OP heldur einu af commentunum þar sem segir "ef við miðum við 70% af nývirði regluna", og þar sem ég lít á sjálfan mig sem sjálfskipaðan krossfara gegn verðlöggunni þá auðvitað get ég ekki sleppt tækifæri til að skipta mér af og reyna að leiðrétta þetta hugarfar margra Vaktara, að þeir telji sig hafa einhvern rétt á því að stýra því hvað er rétt og rangt verð á einkahlutum einstaklinga, þar sem það tíðkast hvergi annarsstaðar, í gervallri veröldinni. Það er allt í góðu að hann biðji um verðmat, en þegar ég heyri minnst á þessa blessuðu "70% af nývirði" reglu þá ræð ég bara ekki við mig
Ég sagði að "ef við miðum við" s.s. viðmið, það er enginn að segja að þetta sé heilög regla og það er enginn að reyna stýra hvað er rétt eða rangt verðmat á einkahlutum. OP bað um álit og við svöruðum eftir bestu getu, þegar kemur að tölvuíhlutum er 70% af nývirði sambærilegs hluts mjög góður viðmiðunarpunktur svo er hægt að lækka og hækka eftir aðstæðum og ástandi. Hann bað um verðmat og ég sagði mitt álit ásamt rökstuðningi, einnig var ég ekki með neinn dónaskap þannig að þitt comment á einfaldlega ekki við í þessum þræði. Ef þú villt ræða um þig og þína krossferð gegn verðlöggum ættirðu að gera það í öðrum þræði, held það sé meira segja til svoleiðis þráður og þar var skoðanakönnun sem sýndi á svart og hvítu að þú værir í minnihluta þegar kom að þínum skoðunum á verðlöggum.
Re: Verðmat á EVGA 780Ti sc ACX
Sent: Lau 07. Mar 2015 16:51
af zedro
Dísús, þetta röfl alltaf. Kiddi var með fínt komment, á allveg við, það er engin föst regla á 70%. Framboð og eftirspurn og allt það.
Ef fólk ætlar að koma með verðmat þá á viðkomandi að bakka þau upp með gögnum. Hlekk á sambærilegt kort og hlekk á benchmarks
Innleggið hans MatroX er gott dæmi um slæmt innlegg.
Ég sé ekkert af því að setja þetta kort til sölu á 80k spurningin er, er einhver tilbúinn að kaupa það á því verði.
Gallinn er bara að svona vörur eiga til að falla í verði þegar nýjar línur koma út og maður þarf að bíta í það súra epli.
Vinsamlegast haldið ykkur on topic héðan í frá
Re: Verðmat á EVGA 780Ti sc ACX
Sent: Lau 07. Mar 2015 17:33
af DJOli
Ef það hjálpar, þá myndi ég ef ég ætti efni á því, með glöðu geði, borga 60-65 fyrir þetta kort.
Re: Verðmat á EVGA 780Ti sc ACX
Sent: Lau 07. Mar 2015 19:32
af MatroX
zedro skrifaði:Dísús, þetta röfl alltaf. Kiddi var með fínt komment, á allveg við, það er engin föst regla á 70%. Framboð og eftirspurn og allt það.
Ef fólk ætlar að koma með verðmat þá á viðkomandi að bakka þau upp með gögnum. Hlekk á sambærilegt kort og hlekk á benchmarks
Innleggið hans MatroX er gott dæmi um slæmt innlegg.
Ég sé ekkert af því að setja þetta kort til sölu á 80k spurningin er, er einhver tilbúinn að kaupa það á því verði.
Gallinn er bara að svona vörur eiga til að falla í verði þegar nýjar línur koma út og maður þarf að bíta í það súra epli.
Vinsamlegast haldið ykkur on topic héðan í frá
Viltu þá ekki bara banna mig finnst mitt innleg var svo slæmt ?????
það var akkurat ekkert að mínu innlegi og ef eitthvað er þá hafði ég rétt fyrir mér þótt þú sért ekki sammála,
alveg magnað að það sé alltaf hægt að finna að commentunum mínum þegar það eina sem ég gerði var að svara gaurnum,
Re: Verðmat á EVGA 780Ti sc ACX
Sent: Lau 07. Mar 2015 21:20
af zedro
MatroX skrifaði:Viltu þá ekki bara banna mig finnst mitt innleg var svo slæmt ?????
Það er minnsta vandamálið.
En svo ég svari þessu á uppbyggjandi hátt þá er ástæða afhverju þitt innlegg var flokkað sem slæmt innlegg og hefðirðu lesið það sem
ég skrifaði í innleggi mínu þá sæirðu alveg afhverju, en nei þú tekur því persónulega og ferð í fílu með þessu fína innleggi þínu og viljandi
reynir að pikka slagsmál. Þér dettur ekki í hug að jafnvel skoða hvernig þú getir bætt þig í framtíðinni.
Ef það fór framhjá einhverjum þá var ástæðan fyrir því að innlegg þitt flokkaðist sem slæmt eftirfarandi:
zedro skrifaði:Ef fólk ætlar að koma með verðmat þá á viðkomandi að bakka þau upp með gögnum. Hlekk á sambærilegt kort og hlekk á benchmarks
Innleggið hans MatroX er gott dæmi um slæmt innlegg.
Þú kemur með staðhæfingu um verðhugmynd:
MatroX skrifaði:45-50þús sirka
Á korti sem kostaði 120þ.kr nýtt sem er 6 mánaða gamalt og tekur ekkert fram afhverju það er svona klikkuð verðlækkun.
Þar af leiðandi flokkaði ég innlegg þitt sem slæmt innlegg og hvet þig til að huga að því í framtíðar verðgæslu.
MatroX skrifaði:alveg magnað að það sé alltaf hægt að finna að commentunum mínum þegar það eina sem ég gerði var að svara gaurnum,
Þú verður að gera þér grein fyrir því að hvernig þú svara fólki hefur áhrif á hvernig fólk bregst við því sem þú segir.
Dæmi: "30-40k af því ég segi það"
Fær óneitanlega verri viðbrög en:
Dæmi: "Ég verðlegg þetta á 30-40 því sambærilegt vara fæst á 50 hjá aðila X og sú vara er betra en vara sem er þú ert að selja".
Alræt allir sáttir? Z out