Síða 1 af 1

Kaupa notaða íhluti?

Sent: Þri 03. Mar 2015 11:09
af sprellerino
Ég er að fara kaupa tölvu sem er með 6 mánaða gamalt skjakort og sirka 1 árs gamlan örgjörva og móðurborð, er þetta eitthvað sem ég ætti að forðast? Finnst þetta vera á samgjörnu verði

Re: Kaupa notaða íhluti?

Sent: Þri 03. Mar 2015 11:14
af daddni
Keypti fyrir nokkrum árum svipað gamalt 680GTX af einum á vaktinni og það virkar enþá eins og nýtt, ekkert að því að kaupa notað. Þetta er líka allt enn í ábyrgð í allavega ár ef það er allt keypt á Íslandi.

Re: Kaupa notaða íhluti?

Sent: Þri 03. Mar 2015 12:14
af Gunnar
öll tölvan mín (nema aflgjafi+headsett) eru notaðir hlutir sem ég keypi hérna af vaktinni. virka allir hlutirnir
ekkert að því að kaupa notað.

Re: Kaupa notaða íhluti?

Sent: Þri 03. Mar 2015 17:37
af audiophile
Sama hér. Allt í minni tölvu er notað dót keypt hér á Vaktinni og virkað í mörg ár.

Re: Kaupa notaða íhluti?

Sent: Þri 03. Mar 2015 23:05
af Tesy
Ekkert að því að kaupa notaða íhluti. Allt sem er í minni tölvu fyrir utan PSU og SSD var keypt notað á Vaktinni. Sparaði helling og ekkert hefur klikkað so far.

Re: Kaupa notaða íhluti?

Sent: Mið 04. Mar 2015 01:01
af Xovius
Færð oft mjög gott value ef þú kaupir notað. Örgjörvar eru yfirleitt ekki mikið bottleneck í dag svo það er sennilega í lagi að vera með eldri örgjörva og móðurborð. Fer náttúrulega allt eftir því hvort þetta sé rusl á uppsprengdu verði eða ekki :)