Síða 1 af 1
Hvað þarf ég að uppfæra fyrir meiri hraða?
Sent: Lau 28. Feb 2015 03:14
af sprellerino
Ég er að reyna ná góðum hraða á meðan ég er að runna klippiforrit eins og After effects, Adobe premier Etc og ég var að spá, hvað þarf ég að upgrade-a til að fá góðan hraða. Er það ekki aðalega móðurborð og nýtt ram? ég held að móðurborðið sem ég hef núna styðji bara umþb 6-8gb af RAM

.
Takk fyrir!
AMD Phenom x4 955
ATI Radeon HD 5700
4gb Ram (ddr 2 held ég)
Re: Hvað þarf ég að uppfæra fyrir meiri hraða?
Sent: Lau 28. Feb 2015 08:37
af kfc
Móðurborð, örgafa, skjákort og SSD
Re: Hvað þarf ég að uppfæra fyrir meiri hraða?
Sent: Lau 28. Feb 2015 10:16
af kiddi
Eins og kfc hér fyrir ofan bendir óbeint á, þá borgar sig hreinlega ekki að eyða fleiri krónum í þessa vél, betra væri að spara aurinn og splæsa í stærri uppfærslu. Ég er heldur ekki viss hvort það sé á annað borð hægt að uppfæra þessa vél eitthvað að ráði, var þetta ekki einn sterkasti ögjörvinn á sínum tíma fyrir þetta platform?
Re: Hvað þarf ég að uppfæra fyrir meiri hraða?
Sent: Lau 28. Feb 2015 14:53
af sprellerino
Jú hann var talin mjög góður, veit ekki alveg hvort ég eigi efni á glænýrri vél :/ en takk fyrir svörin!
Re: Hvað þarf ég að uppfæra fyrir meiri hraða?
Sent: Lau 28. Feb 2015 15:30
af sprellerino
Hvar væri ódýrast að kaupa nýja og fína?
Re: Hvað þarf ég að uppfæra fyrir meiri hraða?
Sent: Lau 28. Feb 2015 16:40
af Klemmi
Þetta þarf ekkert endilega að vera svo dýrt.
Ef við gerum ráð fyrir að þú getir nýtt núverandi kassa, aflgjafa og harðan disk áfram, þá geturðu byrjað á móðurborði, örgjörva og vinnsluminni.
Svo ef þú ert ekki nægilega ánægður með niðurstöðuna, þá geturðu bætt við skjákorti (þá helst geri ég ráð fyrir nVidia þar sem Adobe suit á að geta nýtt CUDA að einhverju marki) og/eða SSD disk.
Dæmi um móðurborð og örgjörva:
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2751
http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2744
Samtals 42.800kr.-
Svo geturðu keypt vinnsluminnið nýtt, eða notað hér á vaktinni.
Notuð 8GB virðast vera að fara á um 9.000kr.- Hafa skal þó í huga að móðurborðið er bara með 2x minnisraufum, svo ef þú vilt geta stækkað í 16GB seinna meir, þá væri ráðlegt að taka 1x 8GB kubb til að byrja með.
Þá ertu kominn með fína uppfærslu, sem bæta má svo við, á ~50þús krónur.
Re: Hvað þarf ég að uppfæra fyrir meiri hraða?
Sent: Lau 28. Feb 2015 18:25
af sprellerino
Já langar helst að hafa 16gb ram bara hef ekki hug um hvaða ram ég get notað með móðurborðinu sem þú linkaðir (veit lítið um tölvur ^^)
edit : ég sé að það er líka verið að selja notaðan örgjörva og móðurborð á sama link, væri ekki sniðugt að kaupa allt þaðan bara?

Re: Hvað þarf ég að uppfæra fyrir meiri hraða?
Sent: Lau 28. Feb 2015 18:44
af Aperture
sprellerino skrifaði:Já langar helst að hafa 16gb ram bara hef ekki hug um hvaða ram ég get notað með móðurborðinu sem þú linkaðir (veit lítið um tölvur ^^)
edit : ég sé að það er líka verið að selja notaðan örgjörva og móðurborð á sama link, væri ekki sniðugt að kaupa allt þaðan bara?

þú hefur lítil not fyrir 16gb af Vinsluminni nema þú sért að vinna með Photoshop/Video editing, en ef þú hefur krónurnar er þetta fín leið til að opna ennþá fleiri tabs í google chrome/Firefox ef þú ert að ná að botna út 8gb.
linkurinn hjá klemma er með flott mobo/CPU combo, en þessi örgjörvi er frá Q1 2011, og er því stutt í að hann teljist úreltur(Sandy bridge eru gríðarlegir overclockerar, en ekki þess virði ef þú ætlar ekki að skrúfa þá upp).
einnig spurning hvort þú sért með ATX/mATX/μITX(micro), eftir hvaða stærð á móðurborði þú ert með og fjölda vinsluminnisraufa.
auðveld leið til að ná í allar upplýsingar um tölvuna hjá þér er að sækja
Speccy og henda inn mynd af því í þráðinn.
Re: Hvað þarf ég að uppfæra fyrir meiri hraða?
Sent: Lau 28. Feb 2015 19:43
af sprellerino
"þú hefur lítil not fyrir 16gb af Vinsluminni nema þú sért að vinna með Photoshop/Video editing" akkurat ástæðan afhverju ég er að uppfæra

ég skrifaði það held ég hér að ofan, ég er með drasl móðurborð eins og er og veit að ég þarf að skipta. Spurning bara hvað er gott á góðu veðri, þarft ekkert að vera mega cheap bara þú veist, vill kannski spara 5-10k ef ég get
Re: Hvað þarf ég að uppfæra fyrir meiri hraða?
Sent: Lau 28. Feb 2015 20:03
af nidur
Vélin sem ég er að selja var einmitt keypt í photoshop vinnslu og hefur nýst mér vel, var lengi vel með 8gb í henni en myndi mæla með 16gb og ssd disk fyrir forritin í það sem þú ætlar að gera.
Re: Hvað þarf ég að uppfæra fyrir meiri hraða?
Sent: Lau 28. Feb 2015 20:17
af sprellerino
Jam

takk fyrir!
Re: Hvað þarf ég að uppfæra fyrir meiri hraða?
Sent: Lau 28. Feb 2015 22:32
af axyne
Þú getur fengið þér SSD fyrir tölvuna sem þú átt núna og síðan fært yfir þegar þú uppfærir í nýjar græjur.
Gætir síðan keypt notuð 2x 2GB DDR2 minni hér á vaktinni fyrir ~5þús.
Ágætis bang for the buck ef þú átt ekki efni á uppærslu.