Mæling á 3G gagnamagni (Tal)
Sent: Fös 27. Feb 2015 00:29
Sælt veri fólkið,
Nú er mál með vexti að ég var með 3G gagnamagnspakka fyrir bæði iPad og iPhone hjá Tali (365 í dag). Eitthvað stórundarlegt er þar í gangi þar sem nú í feb tikka inn slétt 10MB statt og stöðugt. Á farsímanum er að finna 67 slíkar færslur en á iPadnum einar 2519 færslur! Lítið dæmi:
Fór því að skoða málið nánar og álíka færslur er að finna í öðrum mánuðum nema bara í mun minna mæli (ca 5-10 stk hvern mánuð). Dettur e-m í hug hvað í ósköpuðum getur verið að valda þessu? Eru mælingarnar hjá Tal tóm tjara eða getur virkilega verið að eitthvað app sé að uppa eða niðurhala nkv. sléttum 10 MB í e-u background refreshi hægri vinstri? Skil reyndar ekki hvaða svaka breyting hafi átt að vera í þeim málum einungis í feb í ár.
Ég er með málið í skoðun hjá Tal (eða 365 þá)... en er ekkert alltof bjartsýnn m.v. fyrri reynslu af fjarskiptafyrirtækjum. Þjónustulund og eitthvað annað en óheyrileg skammsýni (viltu viðhalda viðskiptasambandi við nokkra aðila upp á tugi þúsunda á ári með því að gefa eftir klink/dropa í hafið þegar ágætis rökstuðningur er fyrir því eða viltu fela þig bakvið skilmála og "úps, svona er þetta bara"?) er ekki oft að finna þar. Ætla a.m.k. að fá e-a IP tölu á þetta og helst e-a sönnun að þessi notkun sé raunverulega að stafa frá mínum tækjum. Eruði með góð ráð þ.s. þessi reikningur stefnir í tugi þúsunda?
E.S. í e-m aulaskap resettaði ég tölfræðina yfir cellular data og tók aðeins screenshot af heildarnotkun (frá 23 sept 2013), er því ekki með yfirlit yfir einstök öpp. Heildarnotkun nam þá 27,9GB (sept 2013-feb 2015). Þjónustuaðili hjá Tali fullyrðir að ég hafi notað 4GB á þeim tíma að 31 jan 2015 en restin komi inn núna í feb. Ég er síðan 90%+ tímanum tengdur á wifi (ýmist heimanet eða eduroam í HÍ). Einnig má nefna að þessi 10MB eru m.a. að tikka inn þegar ég var í lokaprófi og varla mikið í iPadnum þá, hann var þá í heimahúsi og á að vera tengdur wifi þar. Þessi tala, 10MB slétt, er síðan ansi furðuleg en spurning hvort það séu einhver gögn sem eru köppuð við 10MB? Er einhver böggur í iOS (hef ekki fengið svar með google) sem veldur að cellular data sé að tikka þó maður sé tengdur wifi? En aftur er þessi fáránlega hækkun í feb og talan 10MB, stórundarleg.
Kv, einn pínu ráðavilltur
Nú er mál með vexti að ég var með 3G gagnamagnspakka fyrir bæði iPad og iPhone hjá Tali (365 í dag). Eitthvað stórundarlegt er þar í gangi þar sem nú í feb tikka inn slétt 10MB statt og stöðugt. Á farsímanum er að finna 67 slíkar færslur en á iPadnum einar 2519 færslur! Lítið dæmi:
Á yfirlitinu eru stærri færslur líka (10,7MB t.d.), þ.a. að málið er ekki að þeir mæli bara allt yfir 5MB sem 10MB (handahófskenndar tölu valdar).19.02.2015 17:42:33 GPRS 10 MB
19.02.2015 17:42:38 GPRS 10 MB
19.02.2015 17:42:12 GPRS 10 MB
19.02.2015 17:42:17 GPRS 10 MB
19.02.2015 17:42:23 GPRS 10 MB
19.02.2015 17:42:50 GPRS 10 MB
Fór því að skoða málið nánar og álíka færslur er að finna í öðrum mánuðum nema bara í mun minna mæli (ca 5-10 stk hvern mánuð). Dettur e-m í hug hvað í ósköpuðum getur verið að valda þessu? Eru mælingarnar hjá Tal tóm tjara eða getur virkilega verið að eitthvað app sé að uppa eða niðurhala nkv. sléttum 10 MB í e-u background refreshi hægri vinstri? Skil reyndar ekki hvaða svaka breyting hafi átt að vera í þeim málum einungis í feb í ár.
Ég er með málið í skoðun hjá Tal (eða 365 þá)... en er ekkert alltof bjartsýnn m.v. fyrri reynslu af fjarskiptafyrirtækjum. Þjónustulund og eitthvað annað en óheyrileg skammsýni (viltu viðhalda viðskiptasambandi við nokkra aðila upp á tugi þúsunda á ári með því að gefa eftir klink/dropa í hafið þegar ágætis rökstuðningur er fyrir því eða viltu fela þig bakvið skilmála og "úps, svona er þetta bara"?) er ekki oft að finna þar. Ætla a.m.k. að fá e-a IP tölu á þetta og helst e-a sönnun að þessi notkun sé raunverulega að stafa frá mínum tækjum. Eruði með góð ráð þ.s. þessi reikningur stefnir í tugi þúsunda?
E.S. í e-m aulaskap resettaði ég tölfræðina yfir cellular data og tók aðeins screenshot af heildarnotkun (frá 23 sept 2013), er því ekki með yfirlit yfir einstök öpp. Heildarnotkun nam þá 27,9GB (sept 2013-feb 2015). Þjónustuaðili hjá Tali fullyrðir að ég hafi notað 4GB á þeim tíma að 31 jan 2015 en restin komi inn núna í feb. Ég er síðan 90%+ tímanum tengdur á wifi (ýmist heimanet eða eduroam í HÍ). Einnig má nefna að þessi 10MB eru m.a. að tikka inn þegar ég var í lokaprófi og varla mikið í iPadnum þá, hann var þá í heimahúsi og á að vera tengdur wifi þar. Þessi tala, 10MB slétt, er síðan ansi furðuleg en spurning hvort það séu einhver gögn sem eru köppuð við 10MB? Er einhver böggur í iOS (hef ekki fengið svar með google) sem veldur að cellular data sé að tikka þó maður sé tengdur wifi? En aftur er þessi fáránlega hækkun í feb og talan 10MB, stórundarleg.
Kv, einn pínu ráðavilltur