Síða 1 af 1
8TB Seagate Archive fáanlegir í Computer.is
Sent: Mið 25. Feb 2015 20:12
af GuðjónR
Það er ekki langt síðan 6TB diskarnir komu en nú er hægt að fá 8TB Seagate Archive 128MB Buffer í
Computer.is
Re: 8TB Seagate Archive fáanlegir í Computer.is
Sent: Mið 25. Feb 2015 21:01
af nidur
Flott mál.
Re: 8TB Seagate Archive fáanlegir í Computer.is
Sent: Mið 25. Feb 2015 21:31
af depill
Það er bara verið að bjóða uppá greiðsludreifngu þarna á síðunni á þessari vöru.

Re: 8TB Seagate Archive fáanlegir í Computer.is
Sent: Mið 25. Feb 2015 21:46
af GuðjónR
depill skrifaði:Það er bara verið að bjóða uppá greiðsludreifngu þarna á síðunni á þessari vöru.

Já með þinglýstu veði í vörunni.

Re: 8TB Seagate Archive fáanlegir í Computer.is
Sent: Mið 25. Feb 2015 22:20
af appel
Úff... 8TB... ég held að allt internetið hafið ekki verið svo stórt 1998.
Re: 8TB Seagate Archive fáanlegir í Computer.is
Sent: Mið 25. Feb 2015 22:34
af Hrotti
fínt verð samt, svipað og 2x4tb
Re: 8TB Seagate Archive fáanlegir í Computer.is
Sent: Mið 25. Feb 2015 22:37
af kiddi
Þetta er rosa fínt verð, ég er nýbúinn að kaupa 6TB WD RED fyrir ekki ósvipaða upphæð. Hinsvegar spurning hversu treystandi Seagate diskum sé í dag, þeir hafa ekki verið heppnir undanfarið með 1.5TB og 3TB diskana sína. Ég kaupi gríðarlegt magn af diskum í minni vinnu og það eru eiginlega yfirleitt Seagate diskar sem enda á borðinu í einhverju panic disaster recovery.
Re: 8TB Seagate Archive fáanlegir í Computer.is
Sent: Mið 25. Feb 2015 22:42
af GuðjónR
kiddi skrifaði:Þetta er rosa fínt verð, ég er nýbúinn að kaupa 6TB WD RED fyrir ekki ósvipaða upphæð. Hinsvegar spurning hversu treystandi Seagate diskum sé í dag, þeir hafa ekki verið heppnir undanfarið með 1.5TB og 3TB diskana sína. Ég kaupi gríðarlegt magn af diskum í minni vinnu og það eru eiginlega yfirleitt Seagate diskar sem enda á borðinu í einhverju panic disaster recovery.
Það stendur á computer.is síðunni:
Manufacturer Seagate Warranty
Service & Support: 3 years warranty
Service & Support Details: Limited warranty - 3 years
Re: 8TB Seagate Archive fáanlegir í Computer.is
Sent: Fim 26. Feb 2015 06:23
af Arena77
þeir eru að selja þessa diska á á um $320 í USA, í kjölfarið lækkuðu 6TB niður í $210. ÞAð er auðvitað ekkert að sjást hér.
Re: 8TB Seagate Archive fáanlegir í Computer.is
Sent: Fim 26. Feb 2015 08:00
af Klemmi
Arena77 skrifaði:þeir eru að selja þessa diska á á um $320 í USA, í kjölfarið lækkuðu 6TB niður í $210. ÞAð er auðvitað ekkert að sjást hér.
Veit ekki hvoru verðinu þú ert að kvarta yfir. Allavega, þá eru $320 jafnar 52.516kr.- m/vsk, og þá á eftir að taka til sendingarkostnað.
Ef þú ert að tala um á 6TB diskunum, þá er alveg eðlilegt að búðir klári þær birgðir sem þeir eiga á eldra verðinu áður en þær lækka. Ástæðan? Jú því þetta er til á lager og var keypt á hærra verði, og þar sem við búum á eyju í miðju Atlantshafi að þá er nauðsynlegt að eiga lager til að geta afgreitt vörur samdægurs í stað 2-3 daga (í bezta falli) ef enginn lager væri.
Búðir í USA geta leyft sér að liggja ekki með mikið magn á lager, þar sem þær eru snöggar að fá fleiri eintök. Einnig gleymist oft að taka með í reikninginn að menn eru að bera saman verðin hjá hlunka vefverslunum í USA við litlar retail verslanir hérna og kvarta yfir verðmun. Bullandi krafa um álagningu við sársaukamörk en heimsklassa þjónustu...
Re: 8TB Seagate Archive fáanlegir í Computer.is
Sent: Fös 27. Feb 2015 11:02
af Arena77
Þetta er nú orðið hlægileg þeir eru að selja 6TB eiginlega á sama verði og 8TB Í TL , hvaða rök eru fyrir því? En ég ætla splæsa í einn þá verð ég komin með 14TB pláss í tölvunni hjá mér er með einn 4TB og einn 2TB fyrir.
Re: 8TB Seagate Archive fáanlegir í Computer.is
Sent: Fös 27. Feb 2015 11:29
af kunglao
HGST eða Western Digital er að koma með 10 GB .
Re: 8TB Seagate Archive fáanlegir í Computer.is
Sent: Fös 27. Feb 2015 11:49
af GuðjónR
kunglao skrifaði:HGST eða Western Digital er að koma með 10 GB .
Spennandi!!
Ætli við fáum að sjá 12TB fyrir árslok?
Re: 8TB Seagate Archive fáanlegir í Computer.is
Sent: Fös 27. Feb 2015 12:01
af Sallarólegur
Arena77 skrifaði:þeir eru að selja þessa diska á á um $320 í USA, í kjölfarið lækkuðu 6TB niður í $210. ÞAð er auðvitað ekkert að sjást hér.
Mér er alltaf frekar illa við þetta viðmót og finnst þetta vera allt of algengt. Eins og kemur fram í svarinu fyrir ofan þá búum við í miðju Atlandshafi. Samkeppni í tölvuíhlutum á Íslandi er svo mjög öflug miðað við flesta aðra geira atvinnulífsins eins og olíufélög til dæmis.
Verslanir eru ekki góðgerðarsamtök - að sjálfsögðu taka verðlækkanir einhvern tíma að skila sér í verð.
Re: 8TB Seagate Archive fáanlegir í Computer.is
Sent: Fös 27. Feb 2015 12:13
af kunglao
já spurninginn er bara hvenær er komið nóg í stærð fyrir meðalmanninn en svo geta fyrirtækinn alltaf hagnast af 12 eða 14 TB þegar það kemur á markaðinn Guðjón
Re: 8TB Seagate Archive fáanlegir í Computer.is
Sent: Fös 27. Feb 2015 12:52
af GuðjónR
kunglao skrifaði:já spurninginn er bara hvenær er komið nóg í stærð fyrir meðalmanninn en svo geta fyrirtækinn alltaf hagnast af 12 eða 14 TB þegar það kemur á markaðinn Guðjón
Aldrei nóg.

Re: 8TB Seagate Archive fáanlegir í Computer.is
Sent: Fös 27. Feb 2015 13:20
af Halli25
Ef þið haldið að þessir diskar séu eitthvað sambærilegir við WD RED þá eigið þið eftir að verða fyrir vonbrigðum, þeir eru fínir til að geyma stóra hluti en mjög hægir svo ekki kaupa þá til að vinna mikið á þeim. Eru ætlaði í Cold Storage, Cloud, Webpage history cache o.fl.
Re: 8TB Seagate Archive fáanlegir í Computer.is
Sent: Fös 27. Feb 2015 13:58
af vesley
Halli25 skrifaði:Ef þið haldið að þessir diskar séu eitthvað sambærilegir við WD RED þá eigið þið eftir að verða fyrir vonbrigðum, þeir eru fínir til að geyma stóra hluti en mjög hægir svo ekki kaupa þá til að vinna mikið á þeim. Eru ætlaði í Cold Storage, Cloud, Webpage history cache o.fl.
Tölurnar um Seagate 8tb eru að flakka frá 105-150MB/s í read/write sem mér finnst nú bara vera ágætt fyrir geymsludisk, sem er einmitt það sem þeir eru hugsaðir fyrir, geyma mikið af gögnum
• Engineered for 24×7 workloads of 180TB per year
Best-Fit Applications
• Cost-effective online archiving
• Object storage
• Big Data cold storage
• Cloud active archive
• Web-scale archiving
Þetta er líka fyrsti 8tb diskurinn sem þeir gefa út og er hann í Archive línunni þeirra sem hefur aldrei verið hugsuð út í hraða.
Og ég veit ekki betur en það séu eldri módel frá Seagate 1,5 og 3tb sem voru að klikka en ekki þeir diskar sem eru í framleiðslu hjá þeim núna
Eins og getur gerst hjá öllum framleiðendum getur komið út slæmt "batch" sem setur spor í ferilinn en það merkir ekki að allt sé orðið lélegt hjá þeim framleiðanda, þvert á móti.
Re: 8TB Seagate Archive fáanlegir í Computer.is
Sent: Fös 27. Feb 2015 14:36
af kunglao