Síða 1 af 1

ROG maximus VII Gene raid vesen.

Sent: Lau 21. Feb 2015 18:00
af worghal
Sælir.
er að lenda í því vandamáli að ég kemst ekki inn í það að raida ssd diskana hjá mér á ROG Maximus VII Gene.
það er hægt og er stuðningur fyrir því en ég kemst með engu móti í raid menuið.
kannast einhver við þetta vandamál?

sata er sett í raid og ctrl+I sendir mig bara í að velja hvað ég vill boota í.

Re: ROG maximus VII Gene raid vesen.

Sent: Lau 21. Feb 2015 18:04
af Hannesinn
Er pottþétt að það sé í lagi með diskana? Ég hef bara séð þetta gerast þegar einn diskur er tengdur á onboard controllerinn eða diskur ónýtur.

Re: ROG maximus VII Gene raid vesen.

Sent: Lau 21. Feb 2015 18:11
af worghal
ég gat sett upp windows á annan diskinn og hinn kemur allveg inn og hægt að nota sem geymsludisk.
báðir diskarnir fundust í boot priority menuinu en þeir komu ekki inn í sata menuinu.

Re: ROG maximus VII Gene raid vesen.

Sent: Lau 21. Feb 2015 19:08
af vesley
Athugaðu hvort diskarnir séu ekki báðir á Z97 controllernum en ekki ASMedia.

Þetta móðurborð er nefnilega með 2stk sata controllera.

Re: ROG maximus VII Gene raid vesen.

Sent: Lau 21. Feb 2015 19:44
af gRIMwORLD
Hef séð það gerast á PCI controller að diskur er ónothæfur í raid nema að hafa tengt hann við aðra vél og formatað, tengt hann svo alveg tóman við controllerinn.

Re: ROG maximus VII Gene raid vesen.

Sent: Fös 27. Feb 2015 15:44
af worghal
vesley skrifaði:Athugaðu hvort diskarnir séu ekki báðir á Z97 controllernum en ekki ASMedia.

Þetta móðurborð er nefnilega með 2stk sata controllera.
Þetta var einmitt málið. Ætla að kenna karlmennskunni um þetta því ég las ekki bæklinginn. :happy
Fannst samt kaflinn um raidið ekki nógu góður þegar ég álpaðist til að lesa hann. Hann var óuppfærður frá fyrri gerð. Bios dieectori'ið var aðeins öðruvísi.
Allt hafðist á endanum :happy