Síða 1 af 1

GCHQ stelur dulkóðunarlyklum á SIM kortum sem Nova notar

Sent: Fim 19. Feb 2015 21:29
af Revenant
Samkvæmt þessari grein þá hefur GCHQ náð að stela dulritunarlyklum (Ki) sem eru notaðir til að auðkenna og dulkóða símtöl í gsm símum frá framleiðanda SIM korta.

Farsímafyrirtækið Nova er nefnt sem eitt af fyrirtækjunum sem GCHQ hefur stolið lyklum frá.

Mynd sem sýnir Nova í ársbyrjun 2010

Re: GCHQ stelur dulkóðunarlyklum á SIM kortum sem Nova notar

Sent: Fös 20. Feb 2015 09:20
af Gúrú
Heppilega er GSM nú þegar algjörlega óöruggt fyrirbæri í alla staði svo þetta er ekki neitt til að hafa áhyggjur af.

Nova eru búnir að skipta um framleiðanda SIM korta a.m.k. fyrir SIM kort sem eru nýtt til rafrænna skilríkja.