Síða 1 af 1
Netsíur fyrir heimili
Sent: Þri 03. Feb 2015 15:05
af thiwas
Mig langar að forvitnast hvað menn eru að nota fyrir netsíur á sínu heimili,
Nú er ég með börn á heimilinu og þó að maður hafi augun á þeim meðan þau eru í tölvunni, þá er aldrei að vita hverju þau taka upp á að skoða eða sjá óvart
Nú er Síminn að bjóða upp á eitthvað svona, en ég er pæla hvort að það séu einhverjar aðrar lausnir sem menn eru frekar að nota ?
Re: Netsíur fyrir heimili
Sent: Þri 03. Feb 2015 15:28
af playman
Ég mæli með Microsoft Family Safety, er að nota þetta hérna niðurí vinnu fyrir afgreiðslu tölvuna svo
að krakkarnir séu ekki bara á leikjanet eða 9gag, en þá stillti ég hana þannig að allar síður eru lokaðar nema facebook
því að við höldum úti facebook síðu sem að þarf að fylgjast með og uppfæra reglulega osf. og er því líka með lokað á
alla facebook leiki, og einnig stillt þannig að ekki er hægt að keyra nein forrit nema þau sem ég leifi og ekki hægt heldur
að installa neinum forritum nema með mínu leifi.
Þegar að þau reyna að fara inná einhverjar aðrar síður en þær sem að eru leifilegar þá fæ ég e-mail 1 sinni í viku og
fæ lista yfir það, en þessu er öllu saman hægt að breyta, og það er líka pre-defined protocols ef þú vilt t.d. bara slökkva á klámi og svona.
En þetta þíðir að þau þurfa sér account á tölvuni og þurfa að vera skráð inná hann til þess að þetta virki.
Endilega skoðaðu þetta.
http://answers.microsoft.com/en-us/wind ... cab39f68e5