kizi86 skrifaði:vinur minn sem er með athyglisbrest á háu stigi byrjaði um daginn á lyfi sem heitir modiodal, og talandi um brjálaða breytingu á einum manni, allt í einu er hægt að tala við hann, hann actually hlustar á hvað þú ert að segja og svarar manni jafnvel útfrá því sem maður var að segja, hugsar skýrar og talar skýrt og hægt, en ekki á ljóshraða farandi úr einu umræðuefni í annað í miðjum setningum..
http://www.lyfjabokin.is/Lyf/Modiodal/
og já þekki marga sem hafa lent í miklum vandræðum með concerta og ávanabindingu þess, þe þeir sem hafa fengið það hjá lækni við adhd.. margir hverjir hafa leiðst út í neyslu harðari efna..
"Lyfið er notað við svefnflogum með eða án máttleysiskasta. Svefnflog er það þegar fólk á í erfiðleikum með að halda sér vakandi að degi til án þekktrar undirliggjandi orsakar og sofnar jafnvel hvenær sem er eða hvar sem er. Virkni módafíníls virðist að hluta tengd sértækri örvun á adrenvirkum taugaboðum í heila. Með því að örva þessi taugaboð í heila eykur það eftirtekt og auðveldar mönnum að halda sér vakandi að degi til."
Ekki alveg það sem ég er að díla við, ég á alls ekki erfitt með að halda mér vakandi og er mjög hress að eðlisfari en yfirvegaður(rólegur) - Ég veit ekki alveg hvar ég ætti að byrja og gæti nánast skrifað heila bók um hvað ég er að díla við dagsdaglega sem er flestum mjög auðvelt og sjálfsagður hlutur. "hugsar skýrar og talar skýrt og hægt, en ekki á ljóshraða farandi úr einu umræðuefni í annað í miðjum setningum" það á reyndar vel við mig
Ég hef verið svona síðan ég var krakki en auðvitað vissi ég ekki á þeim tíma að ég virkaði öðruvísi.
Það sem flestir vita ekki að athyglisbrestur og ofvirkni er mjög mismunandi, þeir sem eru ofvirknir fer oftast ekki famhjá neinum og oft fylgir ákveðinn athyglisbrestur með ofvirkni vegna þess að manneskja er alltaf á fullri ferð og er þá gert eitthvað í því strax en þeir sem eru bara með athyglisbrest er mjög erfitt að greina og margir eru greindir með athyglisbrest sem í raun hefur ekki mikil áhrif á viðkomandi. Og sama með Ofvirknina sumir eru með það væga ofvirkni að það hefur þannig ekki áhrif á lífi þeirra.
Og ég er sammála Moldvörpuni á vissan hátt, stór partur af þjóðinni er greind með ADHD og ADD, 1 af hverjum 10 eða eitthvað álíka. Verst við þetta er að of mörg börn og unglingar eru/voru sett á lyf og var það fljótast og einfaldasta lausninn, sérstaklega þegar þetta byrjaði að spretta upp og umræðan orðinn miklu meiri um þetta vandamál, ,miðað við þegar ég var í grunnskóla og þessu sópað undir teppið, þar sem fór mjög lítið fyrir mér og var mjög rólegur, ég var ekki að fylgjast með, ég væri latur, ég væri heimskur, ég væri þrjóskur. Ég fékk aldrei neina lausn á vandann og hvað átti ég að vita á þessum aldri annað en að draga mig sjálfan niður.
Það sem fer mest í mig er þegar fólk segir "já ég er með ADHD og bla bla bla, þetta er ekkert mál bara læra stjórna þessu"
Ég hef að vissu leiti lært að lifa með þessu, það má lýsa þessu svona
"það þekkja flestir væntalega þegar prófinn byrja og fólk leggst gjörsamlega í bækurnar eða bara þegar þú ert að gera eitthvað verkefni sem þarf mikla einbeitingu og hugsun. Svo þegar maður kemur heim þá er eins og maður sé búnn að hlaupa marþon, gjörsamlega grænmeti í hausnum og uppgefinn eftir mikla vinnslu í heilanum, hugsið að þurfa díla við það alla daga bara til þess að gera þessa hverdagslegu hluti eins og að muna setja í þvottavél og taka úr henni, muna eftir að fara kaupa klósettpappír á leiðinni heim. Fyrir mér að muna eftir hlutum og gera verkefni í vinnu eða skóla þarf ég nánsta að tala(hugsa) við sjálfan mig og segja sama hlutinn aftur og aftur og aftur til að ég muni það en samt klikkar það stundum. Þessvegna kemur þessi síþreyta, eins og hægra heilakvelið sé alltaf að berjast við vinstra(mætti líkja þessi við að þú þyrftir að vinna með litlu barni allan daginn og þið þyrftu að gefa skipanir sem barnið ætti að gera (hægra)"okei okei hlustaðu nú hvað hann er að segja það er mjög mikilvægt"(vinstra)"nei ég nenni því ekki, ég ætla bara horfa útí loftið") því að ég er svo auðtruflanlegur, ég þarf bara sjá einhvern hlut sem ég keyri kanski framhjá og þá tekur það alla athygli mína, því að ég hugsa hmm.. ég gæti notað þetta í eitthvað, ég væri til að eiga þetta og ég myndi gera þetta, ég ætla fá mér svona. Þegar þetta gerist gleymi ég öllu, því að ég get pælt í þessum hlut allan daginn, gjörsamlega zonað út.
Einstaklingar með athyglisbrest (attention-deficit) eru næmir á breytingar í umhverfi sínu. Þessi næmni veldur því að þeim reynist erfitt að beina eftirtekt sinni að ákveðnum viðfangsefnum til lengri tíma, sér í lagi endurtekningu og einhæfum verkefnum. Lýsa má þessu sem svo að lítið áreiti þarf til að beina athygli þessara einstaklinga að því, sér í lagi ef þeir eru í einhæfu verki. Þau viðfangsefni sem henta best þessum einstaklingum einkennast oft af því að vera krefjandi og síbreytileg.
Þetta getur haft áhrif á hreyfingar líka, ég á erfitt með að spila bolta íþróttir og fleirri íþróttir sem ég á að spila með fleirrum og margir eru að treysta á hvorn annan, ég get auðveldlega sótt boltan og varið en um leið og ég er kominn með boltan og á færi á mark og sé að margir séu að koma að mér, þá fer allt í steik, eins og ég verði eitthvað spastískur, næ ekki að sparka eða sparka illa, samhæfinginn hræðileg og allir brjálaðir, þar lærði ég bara að halda mér í vörn og láta lítið fyrir mér fara. Sama á við körfubolta ég næ stundum ekki að drippla boltanum því að, það er eins og eitthvað frýs, eins og ég sé ekki í "synci" við líkmann og það komi eitthvað "lagg" Ég hef samt lent nokkrum sinnum í því að ég virki bara eðlilega og ekkert mál að spila fótbolta eða körfubolt og á auðvelt með það, skýr í máli og tjáningu. Er mjög misjafn milli daga en þó aldrei 100% nema þessi nokkur skipti.
Eins og þú segir hér "En svona svakalegann athyglisbrest hef ég aldrei séð né upplifað eins og þú lýsir"
Ég hef tekið eftir því í öll þessi ár tekur fólk ekki sérstaklega eftir þessu því að jú ég virka voðalega eðlilegur þegar manneskjan er ekki með mér á hverjum deginn en eins og sambönd og þeir sem eru mikið í kringum mig hafa tekið eftir þessu, fólk verður rosalega reitt, það veit af því að ég sé með athyglistbrest en það mun samt ekki skilja það fullkomlega, því að jú þau þekkja líka fólk sem er með ADHD og ADD og það er ekki svona og heldur að ég sé alltaf að reyna koma sökinna yfir á því. Ég stundum man ekki nöfn á fólki sem er mér næst, það er bara eins og eitthvað klikkar, frýs eins og ég sagði hér áður, ég á líka alveg óendanlega erfitt með að læra nöfn og tölur. Muna ekki eftir afmælisdag og símanúmer kærustu þinnar eftir 2 ára samband er nátturulega ekki að gera sig. Það vita líka flestir sem hafa verið í samböndum hvernig þessar konur eru, þurfa þessa endalausu athygli.
Skipulag hjá fólki með athyglisbrest er nánast útlilokað, ég hef reynt minnis miða, minna mig á í síman, skrifa með töflutúss á ískáp "you name it" hef reynt allt. ég lít á síman sé að ég á gera eitthvað og set síman í vasan og gleymi því, ég les mjög sjaldan þegar ég sé eitthvað krass á blaði því það vekur litla athygli.
Ég veit ekki hvort þetta sé bara ég eða tengt þessu en ég líka með fáralega fullkomnunar áráttu. tildæmis þessi "Ritgerð" mér finnst hún vera alvega ólesanlega "cluster fuck" ég væri með þetta opið í heila viku og laga of eyða þangað til að ég enda með tómt blað. Þetta er kanski ekki bara fullkomnunar árátta, þetta er meira líka valhvíði, skrifa þetta svona eða svona? Þegar ég kaupi eitthvað ákveðið og það eru til nokkrar gerðir af því þá verð ég að gera ýtarlega google search, spurja fólk um álit og vega svo út frá því ég er samt aldrei 100% ánægður og finn alltaf einhverja galla, þessvega á ég líka mjög auðvelt að laga hluti, ég sé mjög fljótt vandamálið og hef yfirleitt alltaf rétt fyrir mér án nokkura sérvitunar. En verst hvað gallar fara í taugarnar á mér, eitthvað sem virkar ekki 100% ég get hugsað um það allan daginn hvernig ég á að laga það. það sem er vangefið við þetta sérstaklega er svo hvað þetta stangast á við sjálfan mig, ekkert skiplag og of allt útum allt en ég hata það á sama tíma.
Talandi um fíkn, þá er það ekki til í mínu blóði. Ég játa það fúslega að ég hef prófað margt, Gras, amfetamín, kókaín. Ég hef aldrei líkað þessi efni og er mjög viðkvæmur fyrir allri neyslu, amfetamínið virkaði reynadar furðuvel á mig eins og mátti búast, var ótrúlega skýr og átti ótrúlega auðvelt með að tala og nota orða sem ég hef aldrei notað, laðaði að mér fólki sem fannst allt merkilegt sem ég sagði en ég varð rosalega siðblindur og fljótt reiður sem var ekki líkt mér. Ég fann nánast enga breytingu á kók, ég því miður skil ekki hvernig fólk getur reykt gras og sumir gera það á hverjum degi, ég verða brenglaður á því. Áfengi hefur ágætlega góð áhrif á mig á meðan ég drekk ekki meira en kippu, ég verð rólegri á auðveldara með að tala og hugsa en ég verð svo sjúklega þunnur sama hvað ég drekk lítið að ég geri það sjaldan.
En eins og ég sagði ég gæti haldið endalaust áfram, og ég veit vel að þetta er kanski ekki allt útaf athyglistbrest en tel það hafa verulega miklil áhrif á líf mitt.
Ég mun koma með update ef einhver hefur áhuga hvernig þessi lyf munu virka svo gæti vel verið að ég þurfi önnu lyf.