Síða 1 af 1
Hvað er besta "bang for buck" skjákortið á markaðnum í dag?
Sent: Þri 27. Jan 2015 22:30
af Leetxor
Eins og titillinn segir þá er ég að íhuga skjákortakaup og er orðinn algjörlega ringlaður í þessu. Öll hjálp í þessum málum væri vel þegin. Er að hugsa um að eyða svona 60~ þúsund en það getur hækkað eitthvað ef það er einhver miklu betri díll fyrir meira.
Re: Hvað er besta "bang for buck" skjákortið á markaðnum í dag?
Sent: Þri 27. Jan 2015 22:37
af MatroX
970gtx
Re: Hvað er besta "bang for buck" skjákortið á markaðnum í dag?
Sent: Þri 27. Jan 2015 22:41
af HalistaX
AMD Radeon R9-290 Er helvíti fínt, á eftir að finna leik sem það keyrir ekki í 60fps
Re: Hvað er besta "bang for buck" skjákortið á markaðnum í dag?
Sent: Þri 27. Jan 2015 22:42
af Moldvarpan
Ef þú ert að spá í kaupa nýtt kort, þá myndi ég benda þér á 970 GTX.
Og þá helst ekki með refrence blower, frekar kort með svipaðri kælingu og þetta,
http://tl.is/product/strix-gtx970-dc2oc-4gd5
Ef þú værir að spá í notuðu korti, þá 690 GTX eða 780 GTX TI OC.
Eitt notað 690 nýlega selt,,
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=63551
Re: Hvað er besta "bang for buck" skjákortið á markaðnum í dag?
Sent: Þri 27. Jan 2015 23:04
af svanur08
voru ekki "60" kortin alltaf bestu bang for the buck?
Re: Hvað er besta "bang for buck" skjákortið á markaðnum í dag?
Sent: Þri 27. Jan 2015 23:25
af Leetxor
Vil helst ekki kaupa notað og er einhver önnur búð á landinu sem að selur ekki refernce kort? Vil helst ekki versla við tl.
Re: Hvað er besta "bang for buck" skjákortið á markaðnum í dag?
Sent: Þri 27. Jan 2015 23:32
af littli-Jake
Þetta ætti að hanga þokkalega kalt. Á 660Ti með windforce kælingu, reyndar bara 2 viftur, og er mjög sáttur með það. Kælir vel og hljóðlátt.
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2856
Re: Hvað er besta "bang for buck" skjákortið á markaðnum í dag?
Sent: Þri 27. Jan 2015 23:57
af Jonssi89
Re: Hvað er besta "bang for buck" skjákortið á markaðnum í dag?
Sent: Mið 28. Jan 2015 02:37
af Minuz1
960 hljóta að fara að detta í hús hér á landi bráðlega.
Re: Hvað er besta "bang for buck" skjákortið á markaðnum í dag?
Sent: Mið 28. Jan 2015 15:08
af jericho
Ég hef oftast notað
"Best graphic cards for the money" á Tom's Hardware. Listi sem er gefinn út mánaðarlega og þótt verðin séu í dollurum, þá gefur þetta góða hugmynd hvað séu bestu kaupin hverju sinni.
Re: Hvað er besta "bang for buck" skjákortið á markaðnum í dag?
Sent: Mið 28. Jan 2015 15:50
af slapi
970 er alveg hörku kort fyrir peninginn
Re: Hvað er besta "bang for buck" skjákortið á markaðnum í dag?
Sent: Mið 28. Jan 2015 17:57
af Xovius
960 er að koma út en ég hef heyrt að það sé frekar slappt. 960ti kemur út eftir einhvern svoldinn tíma og það verður sennilega góður millivegur ef þú nennir að bíða. Annars er 970 rosalega gott bang for buck.
Tek það líka fram að ég þekki núverandi AMD kortin lítið.
Re: Hvað er besta "bang for buck" skjákortið á markaðnum í dag?
Sent: Mið 28. Jan 2015 20:38
af kunglao
Minuz1 skrifaði:960 hljóta að fara að detta í hús hér á landi bráðlega.
Þau eru komin á
www.tl.is eða
www.tolvutek.is
Re: Hvað er besta "bang for buck" skjákortið á markaðnum í dag?
Sent: Fim 29. Jan 2015 00:18
af Leetxor
Ef ég myndi kaupa mér 1440p skjá væri þá ekki öruggast að fara í GTX 970 með því? Held að 960 myndi ekkert standa sig allt of vel í þeirri upplausn en ég er samt ekki að leitast endilega eftir því að maxa alla leiki.
Re: Hvað er besta "bang for buck" skjákortið á markaðnum í dag?
Sent: Fim 29. Jan 2015 00:43
af Xovius
Leetxor skrifaði:Ef ég myndi kaupa mér 1440p skjá væri þá ekki öruggast að fara í GTX 970 með því? Held að 960 myndi ekkert standa sig allt of vel í þeirri upplausn en ég er samt ekki að leitast endilega eftir því að maxa alla leiki.
Jú, 960 eru bara með 2GB minni sem dugar ekki langt í nýjustu leikjunum. Mæli með 970, er með tvö svoleiðis sjálfur.
Re: Hvað er besta "bang for buck" skjákortið á markaðnum í dag?
Sent: Fim 29. Jan 2015 01:10
af Leetxor
Þakka öll svörin lítur allt út fyrir að GTX 970 verði fyrir valinu.