Síða 1 af 1

Hjálp við vatnskælingu !!!

Sent: Lau 24. Jan 2015 21:30
af kunglao
Langar ekkert meira en að fá mér vatnskælingu! Ég er ekki að tala um all in one watercooler eins og H100 heldur meira með custom loops og svona.
Spurning 1 er: Er hægt að Kaupa svona íhluti á klakanum eða ?
Spurning 2 er: hvar kaupir maður þetta ? dæmi Amazon / Swiftech og fleira ? Linka please
Spurning 3 er: er betra að fá sér eins og D5 all in one pumpuna og mótorinn eða hvað þetta er nú kallað eða betra að hafa það sitt í hvoru, Einnig hef ég áhuga á að vita hvaða tegundir eru góðar...
Hlakka til að heyra í ykkur þið sem eruð búnir að uplifa það hvað það er að setja svona saman,því það hlýtur að vera gamnnnnnnnnnnnn !!!!

Re: Hjálp við vatnskælingu !!!

Sent: Sun 25. Jan 2015 00:27
af kunglao
bump

Re: Hjálp við vatnskælingu !!!

Sent: Sun 25. Jan 2015 00:32
af FreyrGauti
1. Það er enginn verslun að selja custom vatnskælibúnað svo ég viti.
2. frozencpu.com specialtech.co.uk t.d.
3. Ég myndi fá mér D5 með tube Res, er með D5 í bay res og þar sem að pumpan er fest aftan á res'ið þá get ég ekki hallað vélinni fram á við þegar að ég er að lofttæma.

...og já, þetta er awesome! :)

Re: Hjálp við vatnskælingu !!!

Sent: Sun 25. Jan 2015 01:17
af Freysism
Er búinn að vera að skoða þetta aðeins
http://shop.xs-pc.com/
http://www.performance-pcs.com/complete-kits

Re: Hjálp við vatnskælingu !!!

Sent: Sun 25. Jan 2015 18:16
af kunglao
FreyrGauti skrifaði:1. Það er enginn verslun að selja custom vatnskælibúnað svo ég viti.
2. frozencpu.com specialtech.co.uk t.d.
3. Ég myndi fá mér D5 með tube Res, er með D5 í bay res og þar sem að pumpan er fest aftan á res'ið þá get ég ekki hallað vélinni fram á við þegar að ég er að lofttæma.

...og já, þetta er awesome! :)


Hvað segirðu með vörur frá Alphacool ? www.alphacool.com

Re: Hjálp við vatnskælingu !!!

Sent: Sun 25. Jan 2015 21:29
af methylman
Ég get hjálpað þér með fittings fyrir 10mm kæli (vatnskassa) dælur og eitthvað fleira ef þú hefur áhuga. Sendu bara PM

Re: Hjálp við vatnskælingu !!!

Sent: Mán 26. Jan 2015 00:42
af FreyrGauti
kunglao skrifaði:
FreyrGauti skrifaði:1. Það er enginn verslun að selja custom vatnskælibúnað svo ég viti.
2. frozencpu.com specialtech.co.uk t.d.
3. Ég myndi fá mér D5 með tube Res, er með D5 í bay res og þar sem að pumpan er fest aftan á res'ið þá get ég ekki hallað vélinni fram á við þegar að ég er að lofttæma.

...og já, þetta er awesome! :)


Hvað segirðu með vörur frá Alphacool ? http://www.alphacool.com
Þeir fá almennt góða dóma, er með radiator frá þeim, hef ekki orðið var við annað en að þetta sé vönduð smíði.

Re: Hjálp við vatnskælingu !!!

Sent: Mán 26. Jan 2015 13:16
af Jon1
sæll , þetta er frábært hobby! og það eru fullt af góðum tegundum þarna úti :alphacool xspc , bitspower , switftech og fleira . en hvernig loopu ætlar þú að gera fyrir þig ? d5 er svakalega góð pumpa en kannski óþarfi ef það á bara að kæl cpu + gpu og vera með einn rad

Re: Hjálp við vatnskælingu !!!

Sent: Mán 26. Jan 2015 16:36
af kunglao
Jon1 skrifaði:sæll , þetta er frábært hobby! og það eru fullt af góðum tegundum þarna úti :alphacool xspc , bitspower , switftech og fleira . en hvernig loopu ætlar þú að gera fyrir þig ? d5 er svakalega góð pumpa en kannski óþarfi ef það á bara að kæl cpu + gpu og vera með einn rad
Sko mig langar að kæla einungis cpu til að byrja með að var að spá í að vera með D5 all in one en á radiatornum vil ég að það sé möguleiki á að setja loop upp á að kæla GPU í framtíðinni. Er einfaldast svona í fyrsta skipti að ég fái mér res sem er með D5 pumpuna inn í sér eða?

Re: Hjálp við vatnskælingu !!!

Sent: Mán 26. Jan 2015 17:14
af Jon1
d5 er mjög kraft mikil pumpa og alment mjög góð ! ert alveg frekar set til framtíðar með svoleiðis (2 x rad 2x gpu block 1x cpu block er no problem)
res/pump combo er mjög góð leið til að byrja og svo ef þú kemur fyrir 360mm rad þá ertu með fína kælingu fyrir cpu og gpu

Re: Hjálp við vatnskælingu !!!

Sent: Mán 26. Jan 2015 17:19
af oskar9
Ég er að nota þessa dælu: http://www.alphacool.com/product_info.p ... fsatz.html

Ásamt tveim 60mm radiators, annar er 360mm og hinn er 240mm, svo er ég með EK Supreme HF á CPU og EK full cover original CSQ á GPU.

Það er nóg að hafa dæluna stillta á 2 af 5, virkilega gott flæði og heyrist ekki múkk í henni

Re: Hjálp við vatnskælingu !!!

Sent: Mán 26. Jan 2015 18:57
af Jon1
þetta er nánst sama og d5 ! og nánast sama loopa og ég er með

Re: Hjálp við vatnskælingu !!!

Sent: Mán 26. Jan 2015 19:58
af FreyrGauti
Þetta er D5, bara seld undir öðru brand name hjá Alphacool.

Ég er með 1 3x180mm rad, EK Supremacy CPU blok og 2x EK full cover VGA, dælan er stillt á 2.

Re: Hjálp við vatnskælingu !!!

Sent: Þri 27. Jan 2015 18:35
af kunglao
en að fá sér svona pakka er það ekki sniðugt svona í fyrsta skipti sem mar er að standa í þessu
http://www.alphacool.com/product_info.p ... --Set.html