Síða 1 af 1
Móðurborðið svissar alltaf boot priority. *LEYST*
Sent: Lau 24. Jan 2015 07:24
af Danni V8
Sælir.
Ég skipti nýlega um móðurborð hjá mér og fór í Asus Sabertooth Z97 Mark2 til að geta farið í SLI. Það móðurborð er að haga sér öðruvísi en gamla, en ég er ss. með 2 ssd í tölvunni, annar 500gb sem ég er með leikina inná og hinn 120gb fyrir stýrikerfið. Ég var samt með stýrikerfið á 500gb drifinu í gamla daga en þegar ég fékk 120gb diskinn þá tengdi ég hann bara í og setti stýrikerfið upp á honum. Setti síðan boot priority á þann disk í Bios og allt var í lagi. Tölvan bootaði bara af þeim disk beint inn á stýrikerfið og allir glaðir. Windows installið er ónýtt á 500gb disknum en ég reyndi að delete-a Windows möppunni og það fór eitthvað en hellingur varð eftir. Reyna að komast hjá því að tæma diskinn og byrja upp á nýtt.
Allavega, með nýja móðurborðinu þá geri ég það sama, set 120gb diskinn nr. 1 í boot priority, fer í Save & Quit, tölvan restartar sér og bootar upp í Windows. Við næsta restart er Biosinn undantekningarlaust búinn að svissa þeim aftur til baka. Setja 500gb diskinn í fyrsta sæti og reynir þar af leiðandi að boota upp af því Windowsi. Ég fæ svona Windows loading merkið og síðan bara svartan skjá þangað til ég restarta aftur og breyti boot priority í 120gb fyrst.
Er eitthvað sem ég get gert til að annað hvort fá biosinn til að halda settum stillingum eða get ég átt eitthvað við skrárnar á stærri disknum til að tölvan haldi ekki að það sé Windows á honum líka og fari sjálfkrafa yfir á minni diskinn þegar hún finnur ekkert stýrikerfi á þeim stærri?
Vona að ég náði að gera mig skiljanlegan...
Re: Móðurborðið svissar alltaf boot priority.
Sent: Lau 24. Jan 2015 11:29
af hagur
Búinn að checka hvort það sé komið bios update á borðið? Eru fleiri stillingar en þessi að tapast út? Ef svo er, þá er spurning með rafhlöðuna á móðurborðinu, hvort hún sé dauð. Þá geta stillingar tapast á þennan hátt.
Re: Móðurborðið svissar alltaf boot priority.
Sent: Lau 24. Jan 2015 12:15
af Hnykill
Farðu í start takkan í Windows, farðu í "run" og skrifaðu Msconfig. þar er flipi sem segir "boot" og veldu rétt windows til að starta upp á.
Re: Móðurborðið svissar alltaf boot priority.
Sent: Lau 24. Jan 2015 15:59
af Danni V8
hagur skrifaði:Búinn að checka hvort það sé komið bios update á borðið? Eru fleiri stillingar en þessi að tapast út? Ef svo er, þá er spurning með rafhlöðuna á móðurborðinu, hvort hún sé dauð. Þá geta stillingar tapast á þennan hátt.
Gleymdi að taka það fram en ég er með up to date bios. Síðan eru þetta einu stillingarnar sem tapast, myndi ekki allt tapast ef batteríið væri búið?
Hnykill skrifaði:Farðu í start takkan í Windows, farðu í "run" og skrifaðu Msconfig. þar er flipi sem segir "boot" og veldu rétt windows til að starta upp á.
Eina sem kemur í Boot er núverandi stýrikerfi. Ég var ekki með stærri diskinn tengdan þegar ég setti upp windows á minni disknum.
Re: Móðurborðið svissar alltaf boot priority.
Sent: Sun 25. Jan 2015 11:29
af SolviKarlsson
Gæti það kannski skipt máli hvaða sata tengi þeir eru tengdir í? Prófaðu að switcha þeim.
Re: Móðurborðið svissar alltaf boot priority.
Sent: Sun 25. Jan 2015 14:19
af snaeji
Byrjaðu á því að skoða hvort að þetta eru bara boot priority stillingarnar sem eru að breytast sjálfkrafa eða hvort biosin sé að fara í default stillingar.
Breytt einhverjum einföldum stillingum og séð hvort þær endurstillist þegar diskarnir breytast.
Ef biosinn er að reseta sig þá myndi ég veðja á batteríið eða jafnvel skoða hvort default stillingarnar virki með vélbúnaðinum þínum annars gæti það verið að detecta eh ójafnvægi og defaulta sjálft.
Re: Móðurborðið svissar alltaf boot priority.
Sent: Sun 25. Jan 2015 14:47
af Klemmi
SolviKarlsson skrifaði:Gæti það kannski skipt máli hvaða sata tengi þeir eru tengdir í? Prófaðu að switcha þeim.
Tek undir með þessum, þykir líklegast að BIOS hjá þér endurstilli boot-priority af einhverjum ástæðum í default stillingar. Það eru ýmsar ástæður fyrir því, svo sem léleg CMOS rafhlaða, USB-drif eða lykill sem tölvan skynjar og resettar röðinni til að koma því inn með, o.s.frv.
Ég myndi því byrja á því að svissa SATA-köplunum á diskunum og sjá hvort að það virki, þar sem að líklegt er að SATA portið sem þú ert að nota á stærri diskinn sé sjálfgefið framar í röðinni þegar boot-priority endurstillist.
Re: Móðurborðið svissar alltaf boot priority.
Sent: Sun 25. Jan 2015 20:58
af Danni V8
Prófa að færa á milli porta, sjáum hvað það gerir.
En ég veit að biosinn er ekki að endurstillast í default vegna þess að ég er að overclocka cpu-inn og það er ekki að detta út.
Re: Móðurborðið svissar alltaf boot priority.
Sent: Sun 25. Jan 2015 21:15
af Daz
Ef þú ert með enga yfirklukkun virka, bootar tölvan sér þá rétt? Ef þú ert bara með einn disk í (120 gb diskinn) bootar tölvan þá rétt?
Re: Móðurborðið svissar alltaf boot priority.
Sent: Sun 25. Jan 2015 22:53
af beatmaster
Það er spurning hvort að það sé eitthvað GPT/MBR clash á milli þeirra sem gamli diskurinn vinnur, þannig að hún vilji alltaf boot-a frekar af honum.
Í gamla daga var það þannig að að ef að tveir diskar voru báðir með MBR þá vann alltaf sá sem var IDE Master, er ekki örugglega stillt á AHCI hjá þér?
Ég myndi allavega skoða diskana í Disk management til að sjá GPT/MBR statusinn á þeim, jafnvel reyna að eyða þeim á 500GB disknum ef það er hægt, ágætis grein um grams í þessum málum hérna:
http://www.howtogeek.com/school/using-w ... o/lesson4/
Re: Móðurborðið svissar alltaf boot priority.
Sent: Sun 25. Jan 2015 23:04
af Gúrú
Ég lenti í nákvæmlega þessu á gamla móðurborðinu mínu, GA-P35C-DS3R.
Það virkaði hjá mér að stilla og savea boot priority rétt tvisvar í röð um leið og hún startaði sér.
Það var eins og að það væru leifar einhversstaðar með beiðni um að breyta þessu aftur eftir fyrsta restartið
en eftir næsta restart verða þær leifar þá að því að hafa réttu stillingarnar.
Re: Móðurborðið svissar alltaf boot priority.
Sent: Mán 26. Jan 2015 00:48
af Danni V8
Held að ég hafi komist að því hvað var að. Ég svissaði sata snúrunum bara með því að færa á milli diskanna sjálfa og eftir það detectaði tölvan ekki einusinni stærri diskinn. Svo ég skipti um sata snúruna fyrir hann og núna er allt að fúnkera rétt virðist vera. Gat amk. restartað og hún bootaði á réttum disk og báðir diskar inni.
Þannig það virðist hafa verið biluð sata snúra sem olli þessu.
Þakka fyrir svörin samt sem áður
