Síða 1 af 1

"Greiningadeildir"

Sent: Fös 23. Jan 2015 10:48
af rapport
Var að lesa frétt: http://www.ruv.is/frett/spa-fjordungs-h ... ibudaverds

Ég skil ekki af hverju einhver mundi segja:
„Það sem skýrir þær fyrst og fremst er að ástandið er að skána. Kaupmáttur er að aukast, atvinnustig er að aukast fólk er að komast úr óvissu sem það var í út af hruninu“
Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði 2014 um 3,7%, vísitala neysluverðs um 1,5% og vístala launa um 6,6%...

Af hverju er þá eðlilegt að fólk eyði 8,5% meira í húsnæði og hvernig getur það verið vísbending um að eitthvað gott sé að gerast?

Sérstaklega þegar það ætti að vera offramboð af eignum en markaðinum hefur verið handstýrt t.d. með því að láta ÍLS halda hundruðum ef ekki þúsund íbúðum af markaðinum...

Re: "Greiningadeildir"

Sent: Fös 23. Jan 2015 12:58
af Bjosep
Svona í ljósi þess hvernig leigumarkaðurinn er í dag þá er varla hægt að segja að það sé offramboð af eignum.

Íbúðalánasjóður á í dag ,skv. fréttum, 2300 fasteignir á landinu öllu. Mögulega eru hlutfallslega fleiri eignir utan höfuðborgarsvæðisins en innan þess en ég veit ekkert um það. Ég er heldur ekkert viss um að allar eignirnar séu fullkláraðar. Eru þeir ekki að reka leigufélag sem heitir Klettur í dag?

Hvað varðar forsendurnar fyrir hækkuninni og hvort þær standast þá veit ég ekkert um það. Mér finnst hins vegar alveg líklegt að það verði önnur bóla á fasteignamarkaði þar sem mikið af fjársterkum aðilum sem geta ekki farið út með fjármagnið eru að fjárfesta í steinsteypu til þess að fara í útleigu íbúða hvort sem það er til fjölskylda eða ferðamanna. Eins fólk sem er í leiguíbúðum nú þegar en vill fjárfesta í steinsteypu til að tryggja hag sinn eða hala inn tekjum á ferðamannabólunni.

Hitt sem er svo þroskaheft og ýtir klárlega undir bóluna er það að fasteignasalinn er alltaf að hugsa um að selja á sem hæstu verði því þar er hagnaður hans falinn. Hann er því "alltaf" að gæta hagsmuna seljenda ekki kaupanda. Sést best á vælinu í forsvarsmönnum fasteignasala að fasteignaverð hækki ekki nógu hratt eða nógu mikið.

Re: "Greiningadeildir"

Sent: Fös 23. Jan 2015 15:06
af rapport
Bjosep skrifaði:Hitt sem er svo þroskaheft og ýtir klárlega undir bóluna er það að fasteignasalinn er alltaf að hugsa um að selja á sem hæstu verði því þar er hagnaður hans falinn. Hann er því "alltaf" að gæta hagsmuna seljenda ekki kaupanda. Sést best á vælinu í forsvarsmönnum fasteignasala að fasteignaverð hækki ekki nógu hratt eða nógu mikið.
Svo sammála, erlendis þekkist það að kaupendur fái sér fasteignasala og borga honum fyrir að finna íbúðir sem vert er að skoða, svo eru seljendur með sinn fasteignasala.

Þá verður tengslanet og traust meira virði + hvor aðili um sig hefur aðila sem gætir að öllu sem skiptir máli.

Ég veit um fólk sem hefur þurfti um 1999 að greiða um milljón aukalega bara vegna seinagangs og fúsks hjá fasteignasala.

Hann á t.d. að vera milligöngumaður um greiðslur og sá sem á að fá greitt á að njóta vaxtana sem safnast á meðan, þessi leyfði fólkinu að geyma greiðsluna og sú tala + hækkun á láni yfir mánaðarmót sköpuðu vaxta og vísitölumun sem hækkaði kostnað seljanda um tæpa milljón á 20 milljón kr. eign.