Síða 1 af 1

Mun þetta minni passa í þessa tölvu?

Sent: Fim 22. Jan 2015 18:34
af dedd10
Sælir

Er hérna með late 2009 model af MacBook tölvu, http://www.everymac.com/systems/apple/m ... specs.html

Og á þetta 2x2gb vinnsluminni sem var að mig minnir í MacBook Pro tölvu sem ég átti á sínum tíma.

Mun þetta passa í vélina? Uppfæra hana úr 2gb í 4gb.
Vinnsluminni.png
Vinnsluminni.png (816.85 KiB) Skoðað 1186 sinnum

Re: Mun þetta minni passa í þessa tölvu?

Sent: Fim 22. Jan 2015 18:58
af Bjosep
http://eshop.macsales.com/item/OWC/8566DDR3S8GP/

Það má ekki skilja annað af þessu en að þetta minni passi í allar vélar framleiddar 2008-2010
PC8500 DDR3 1066MHz SO-DIMM Memory Upgrade Kit for all MacBook Pro 13", 15", & 17" 2008/2009/2010

Re: Mun þetta minni passa í þessa tölvu?

Sent: Fös 23. Jan 2015 02:58
af dedd10
Eru þetta sömu minnin sem þú ert að bera saman við?

Re: Mun þetta minni passa í þessa tölvu?

Sent: Fös 23. Jan 2015 03:57
af Gúrú
Það er rosalega, rosalega ólíklegt að þessi minni þín gangi ekki í 2009 MacBook. Setjum það þannig.

Það er nánast ómögulegt að þessi vinnsluminni functioni ekki með tölvunni.

Taktu bara batterýið og hin vinnsluminnin úr og stingdu þessum í.

Re: Mun þetta minni passa í þessa tölvu?

Sent: Fös 23. Jan 2015 22:42
af dedd10
Ok flott er þá bara læt ég á það reyna, en afhverju þarf að taka batterý-ið úr henni?

Re: Mun þetta minni passa í þessa tölvu?

Sent: Fös 23. Jan 2015 22:44
af worghal
dedd10 skrifaði:Ok flott er þá bara læt ég á það reyna, en afhverju þarf að taka batterý-ið úr henni?
til að komast að minnis raufunum.

Re: Mun þetta minni passa í þessa tölvu?

Sent: Fös 23. Jan 2015 23:04
af Gúrú
worghal skrifaði:
dedd10 skrifaði:Ok flott er þá bara læt ég á það reyna, en afhverju þarf að taka batterý-ið úr henni?
til að komast að minnis raufunum.
Njee ég segi þetta bara í öllum fartölvutengdum viðgerðum af sömu ástæðu og maður myndi taka borðtölvu úr sambandi áður en maður vinnur í henni.
Í þessu tilfelli er batterýið greinilega innbyggt svo það er ekki í boði.

Hérna eru annars leiðbeiningar fyrir þigdedd10:

http://support.apple.com/en-us/HT1651
https://www.ifixit.com/Guide/MacBook+Un ... ement/1666

Í rauninni þarftu bara að taka botnhlífina af og skipta þeim út.

Re: Mun þetta minni passa í þessa tölvu?

Sent: Fös 23. Jan 2015 23:13
af dedd10
Já mér datt það í hug, bara plögga þessu uppúr og taka svo minnin og svo beint í samband aftur.

En ef þetta minni er ekki að virka, er þá einhver hætt að þetta skemmi vélina?

Re: Mun þetta minni passa í þessa tölvu?

Sent: Fös 23. Jan 2015 23:47
af Gúrú
dedd10 skrifaði:Já mér datt það í hug, bara plögga þessu uppúr og taka svo minnin og svo beint í samband aftur.

En ef þetta minni er ekki að virka, er þá einhver hætt að þetta skemmi vélina?
Ekki séns. Vinnsluminni eru eins plug-and-play og hlutir geta orðið. (Að vísu þarf tölvan að vera slökkt)

Passaðu bara að fara fínlega og gáfulega í það að taka minnin úr og láta þau í.