Síða 1 af 1

GTX660 vs GTX750 Ti? Og hvar á að kaupa?

Sent: Sun 18. Jan 2015 13:54
af tomasandri
Sælir.
Var að hugsa um að kaupa mér eitt stykki GTX750 Ti og var að skoða einhver reviews og sá að GTX660 var alltaf að toppa 750 kortið. Var að spá, er 660 virði auka peninga? Og hvar get ég keypt það? Finn það ekki neinstaðar. Takk peeps. (Tölvan sem ég er að fara að nota þetta í verður notuð í leiki. Ekki 1080p, er með 1366x768 skjá og er ekkert að fara að uppfæra það. Ætla svo að reyna SLI í framtíðinni og það virkar ekki með 750 Ti.) Ef þið eruð með eh recommendations, skjótiði! Er að skoða eitthvað í kringum 25-35 þús, Nvidia.

Re: GTX660 vs GTX750 Ti? Og hvar á að kaupa?

Sent: Sun 18. Jan 2015 14:00
af Thormaster1337
Sæll ég er með 660ti kort fyrir þig til sölu ef þér langar í
í 110% standi og enþá eitthvað eftir af ábyrgðini.

http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=64034

Re: GTX660 vs GTX750 Ti? Og hvar á að kaupa?

Sent: Sun 18. Jan 2015 14:06
af Klemmi
tomasandri skrifaði:Tölvan sem ég er að fara að nota þetta í verður notuð í leiki. Ekki 1080p, er með 1366x768 skjá og er ekkert að fara að uppfæra það. .... Er að skoða eitthvað í kringum 25-35 þús, Nvidia.
GTX660 er eftir því sem ég bezt veit dottið eða að detta út af markaðnum og því erfitt að nálgast það, enda kom 7xx línan og svo núna 9xx línan í millitíðinni.

Hvaða skjá ertu með sem er 1366x768? Þetta er algeng upplausn í fartölvum en mjög óalgeng í borðtölvu skjám...

En miðað við budget og að þetta er hugsað fyrir leiki, þá myndi ég bæta aðeins við og fara í GTX760, gefið að restin af tölvunni verði ekki flöskuháls fyrir það. Þá get ég mælt með PNY kortunum hjá Tölvutækni, vönduð kort í 3 ára ábyrgð.

Re: GTX660 vs GTX750 Ti? Og hvar á að kaupa?

Sent: Sun 18. Jan 2015 14:37
af Hannesinn
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=63510

Ég myndi versla mér eitt gtx750 kort af þessum gaur og spara mér aurinn. Gerði það sjálfur og þetta eru fín og nokkuð hljóðlát kort. 14 þús. er vel sloppið, og í þessari skjáupplausn étur þetta kort allt sem þú hendir á það.

Svo las ég einhvers staðar að ef þú ætlar ekki að SLI'a kortið þitt innan árs eða áður en næsta kynslóð af korti kemur á markað, þá eigirðu bara að sleppa því að SLI'a og kaupa þér annað kort af nýjustu kynslóð.

Re: GTX660 vs GTX750 Ti? Og hvar á að kaupa?

Sent: Sun 18. Jan 2015 15:28
af tomasandri
Klemmi skrifaði:
tomasandri skrifaði:Tölvan sem ég er að fara að nota þetta í verður notuð í leiki. Ekki 1080p, er með 1366x768 skjá og er ekkert að fara að uppfæra það. .... Er að skoða eitthvað í kringum 25-35 þús, Nvidia.
GTX660 er eftir því sem ég bezt veit dottið eða að detta út af markaðnum og því erfitt að nálgast það, enda kom 7xx línan og svo núna 9xx línan í millitíðinni.

Hvaða skjá ertu með sem er 1366x768? Þetta er algeng upplausn í fartölvum en mjög óalgeng í borðtölvu skjám...

En miðað við budget og að þetta er hugsað fyrir leiki, þá myndi ég bæta aðeins við og fara í GTX760, gefið að restin af tölvunni verði ekki flöskuháls fyrir það. Þá get ég mælt með PNY kortunum hjá Tölvutækni, vönduð kort í 3 ára ábyrgð.
Altilæ. Skjárinn er reyndar sjónvarp sem er ca. 2 metra í burtu frá mér. Tími ekki pening í skjá eins og er, en plana að kaupa 1080p BenQ skjá eftir svona 4 mánuði. GTX760 lítur vel út, tölvan er 100% ekki með flöskuháls(hún er ekki með flöskuháls á GTX970(sem ég tími engann veginn að kaupa)). Þannig að planið er þá að kaupa GTX760. Svo skjá. Svo kannski SLI-a það á næstu 6-8 mánuðum. Takk fyrir hjálpina! :)