Síða 1 af 1
útsendingar rúv?
Sent: Fim 15. Jan 2015 20:29
af stjani11
Sælir
Ég er með túbusjónvarp inni í herbergi hjá mér og loftnet út í glugga og hef notað til að horfa á rúv síðustu ár. En nú þarf maður víst að fara að kaupa sér móttakara til að horfa lengur svo ég fór að kynna mér það aðeins og fann þessa frekar óskýru setningu á rúv.is
Ef þú átt nýlegt sjónvarp eru allar líkur á að tækið sé með stafrænan móttakara sem skilur DVB-T eða DVB-T2-staðalinn. Fyrir önnur tæki þarf að kaupa stafrænan móttakara fyrir DVB-T2, þar sem sá staðall nær yfir breiðara svið en DVB-T og háskerpusendingar verða á því formi.
Samkvæmt þessu ætti internal DVB-T móttakari að virka en ekki external. Meikar það eitthvað sense? Svo er reyndar farið að tala um háskerpuútsendingar og eitthvað en er ekki bara nóg að kaupa venjulegan DVB-T móttakara ef ég er ekki með hd sjónvarp?
Re: útsendingar rúv?
Sent: Fim 15. Jan 2015 20:37
af depill
Þeir mæla með DVB-T2 nottulega fyrir alla þar sem það þarf ekki að vera að þeir muni dreifa bara á T2 HD rásini.
En jú ég myndi segja að ef verðumunurinn er mikill eða þetta er vesen þá ertu alveg öruggur með að kaupa DVB-T móttaka.
Re: útsendingar rúv?
Sent: Fim 15. Jan 2015 20:38
af Sallarólegur
Tilvitnunin meikar sens, ekki ekki það sem þú segir.
Þú getur fengið þér afruglara ef sjónvarpið þitt styður ekki DVB-T.
Ef þú vilt ná háskerpu þarftu DVB-T2.
Re: útsendingar rúv?
Sent: Fim 15. Jan 2015 21:26
af oskar9
smá hijack, ég var að kaupa nýtt sjónvarp sem er með DVB-T2 mótakara, en heimasíðan hjá philips segir að ísland sé ekki á DVB-T2 lista.
Hvernig get ég horft á rúv HD ef ég er bara með sjónvarpið tengt í LAN ? Eða þarft eitthvað annað ?
Takk
Re: útsendingar rúv?
Sent: Fim 15. Jan 2015 21:53
af depill
Veldu Danmörk eða Svíþjóð og leitaði svo. Þá nærðu RÚV HD ( og hinum HD sem eru í loftinu )
Re: útsendingar rúv?
Sent: Fim 15. Jan 2015 21:56
af Sallarólegur
oskar9 skrifaði:
Hvernig get ég horft á rúv HD ef ég er bara með sjónvarpið tengt í LAN ? Eða þarft eitthvað annað ?
Takk
Þá þarftu myndlykil frá Símanum eða Vodafone
Getur líka tengt loftnetið og valið DK eða UK.
Re: útsendingar rúv?
Sent: Fim 15. Jan 2015 22:40
af axyne
oskar9 skrifaði:Hvernig get ég horft á rúv HD ef ég er bara með sjónvarpið tengt í LAN ? Eða þarft eitthvað annað ?
þarft að tengja sjónvarpið við loftnet til að ná Rúv HD gegnum DVT-T2.
Örbylgju fyrir höfuðborgarsvæðið og nærliggjandi bæi.
UFH ef þú býrð á landsbyggðinni.
Re: útsendingar rúv?
Sent: Fim 15. Jan 2015 23:31
af Moldvarpan
stjani11 skrifaði:Sælir
Ég er með túbusjónvarp inni í herbergi hjá mér og loftnet út í glugga og hef notað til að horfa á rúv síðustu ár. En nú þarf maður víst að fara að kaupa sér móttakara til að horfa lengur svo ég fór að kynna mér það aðeins og fann þessa frekar óskýru setningu á rúv.is
Ef þú átt nýlegt sjónvarp eru allar líkur á að tækið sé með stafrænan móttakara sem skilur DVB-T eða DVB-T2-staðalinn. Fyrir önnur tæki þarf að kaupa stafrænan móttakara fyrir DVB-T2, þar sem sá staðall nær yfir breiðara svið en DVB-T og háskerpusendingar verða á því formi.
Samkvæmt þessu ætti internal DVB-T móttakari að virka en ekki external. Meikar það eitthvað sense? Svo er reyndar farið að tala um háskerpuútsendingar og eitthvað en er ekki bara nóg að kaupa venjulegan DVB-T móttakara ef ég er ekki með hd sjónvarp?
Þarft að fá þér móttakara, hérna er einn hjá elko,
http://www.elko.is/elko/is/vorur/Stafra ... etail=true
Re: útsendingar rúv?
Sent: Lau 24. Jan 2015 20:22
af JReykdal
axyne skrifaði:oskar9 skrifaði:Hvernig get ég horft á rúv HD ef ég er bara með sjónvarpið tengt í LAN ? Eða þarft eitthvað annað ?
þarft að tengja sjónvarpið við loftnet til að ná Rúv HD gegnum DVT-T2.
Örbylgju fyrir höfuðborgarsvæðið og nærliggjandi bæi.
UFH ef þú býrð á landsbyggðinni.
DVB-T2 er á UHF á Höfuðborgarsvæðinu.