Síða 1 af 1

Normal söluverð á tryllitækinu mínu?

Sent: Fim 08. Jan 2015 21:55
af Beavis
Sæl/ir,

Veit ekki alveg hvar ég á að planta þessum þræði, en mig vantar að vita hvað er raunhæft að fara fram á fyrir vélina mína.
Keypt í Des 2013, allt alveg kick ass á þeim tíma og sýnist þetta allt saman enn vera top notch stuff.
Örgjörvinn er sex kjarna, finnst ég þurfa að taka það fram afþví að það kemur ekki fram á myndinni.

Sama vél hjá Tölvulistanum er á í kringum 500k, er ekki alveg raunhæft að fara fram á 250k fyrir vélina?
Set specs í viðhengi, tók screenshots af þessu :)

kv. Beavis

Re: Normal söluverð á tryllitækinu mínu?

Sent: Fös 09. Jan 2015 02:46
af Tesy
Þetta kalla ég beast vél :D
Myndi einnig taka fram nafnið á kassanum, PSU og CPU-kælingu. Ef það er gúdsjit þá getur það hækkað virði tölvunnar.

Re: Normal söluverð á tryllitækinu mínu?

Sent: Fös 09. Jan 2015 03:10
af Beavis
Turninn lítur svona út, man því miður ekki nafnið á honum en það er töff að geta séð allt
sem er inni í honum og nóg pláss fyrir meira stuff ef maður vill bæta við :)
Cpu er vatnskældur, ekki viss með psu kælinguna