Síða 1 af 1

Fjórhjólaferðir teknar upp á GoPro

Sent: Þri 06. Jan 2015 10:49
af Stufsi
Við vinirnir förum reglulega í fjórhjólaferðir, svo ég ákvað að kaupa mér GoPro og setja inn á Youtube.
Endilega látið mig vita hvað ykkur finnst :)


Youtube Channel:
https://www.youtube.com/channel/UCIRWTY ... fYO6LXvteg" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Fjórhjólaferðir teknar upp á GoPro

Sent: Þri 06. Jan 2015 11:25
af Bjosep
44 mín af einhverjum akstri. Þetta er ekki fyrir mig, þetta er fyrir ykkur.

Birtan er líka mjög óspennandi og það er "ekkert" að gerast. (Ég augljóslega hraðspólaði í gegnum þetta)

Ef það var eitthvað merkilegt að gerast, styttu þetta.

Blár himinn með hellings snjó og einhverju að gerast ... 3-5 mín, ég skal horfa á það, eða fá mér bjór ... (helmingslíkur í það minnsta :guy )

Re: Fjórhjólaferðir teknar upp á GoPro

Sent: Þri 06. Jan 2015 12:24
af oskar9
það þarf að klippa saman einhvern prjón og drift á svona græju með góðri tónlist og slow motion pörtum, nennir enginn að horfa á 45 mínútur af þessu, því miður

Re: Fjórhjólaferðir teknar upp á GoPro

Sent: Þri 06. Jan 2015 12:53
af Stufsi
Já það er satt að vísu örfáir sem myndu nenna því enn ekki allir. Ég á enn eftir að læra betur að klippa til og svona þar sem ég er bara nýbuin að fá mér GoPro svo maður er enn að læra og finna eithvað virkilega gott til að taka upp einnig að finna önnur sjónarhörn sem ég gæti fest GoPro vélina t.d. á hjólinu o.s.frv.

Re: Fjórhjólaferðir teknar upp á GoPro

Sent: Þri 06. Jan 2015 21:34
af oskar9
Stufsi skrifaði:Já það er satt að vísu örfáir sem myndu nenna því enn ekki allir. Ég á enn eftir að læra betur að klippa til og svona þar sem ég er bara nýbuin að fá mér GoPro svo maður er enn að læra og finna eithvað virkilega gott til að taka upp einnig að finna önnur sjónarhörn sem ég gæti fest GoPro vélina t.d. á hjólinu o.s.frv.
já skil þig, ég keypti mér akkúrat svona vél til að nota á skíðum og vélsleða og myndefnið var ekkert spes, bara helmet cam af mér að leika mér, best er að setja vélina á alla mögulega staði, klippa svo saman alskonar angle, slow-mo og jafnvel vinna videoin svolítið, en þetta er allt eitthvað sem tekur hellings tíma, krefst forrita sem eru ekki ókeypis og talsverðar þekkingar í videovinnslu, en videoin eins og þau koma beint af vélinni úr einu sjónarhorni er ekkert spes að horfa á.

Re: Fjórhjólaferðir teknar upp á GoPro

Sent: Þri 06. Jan 2015 22:10
af Dazy crazy
Það er eiginlega ekki hægt að láta hlutina líta út fyrir að vera jafnskemmtilega eða klikkaða á myndbandi og í raunveruleikanum, sennilega af því maður fangar ekki stemmninguna. Hérna er eitt gamalt frá mér

Re: Fjórhjólaferðir teknar upp á GoPro

Sent: Þri 06. Jan 2015 22:47
af Stufsi
oskar9 skrifaði:
Stufsi skrifaði:Já það er satt að vísu örfáir sem myndu nenna því enn ekki allir. Ég á enn eftir að læra betur að klippa til og svona þar sem ég er bara nýbuin að fá mér GoPro svo maður er enn að læra og finna eithvað virkilega gott til að taka upp einnig að finna önnur sjónarhörn sem ég gæti fest GoPro vélina t.d. á hjólinu o.s.frv.
já skil þig, ég keypti mér akkúrat svona vél til að nota á skíðum og vélsleða og myndefnið var ekkert spes, bara helmet cam af mér að leika mér, best er að setja vélina á alla mögulega staði, klippa svo saman alskonar angle, slow-mo og jafnvel vinna videoin svolítið, en þetta er allt eitthvað sem tekur hellings tíma, krefst forrita sem eru ekki ókeypis og talsverðar þekkingar í videovinnslu, en videoin eins og þau koma beint af vélinni úr einu sjónarhorni er ekkert spes að horfa á.
Já er buin að skoða einhver frí sem væri hægt að nota, í þessi 2 sem ég er buin að gera notaði ég bara GoPro Studio sem að vísu kom alveg á óvart, frekar notendavænt viðmót og einfalt í notkun en hef ekki fundið nein önnur sem eru frí sem er eithvað þess virði að skoða nema kannski Lightworks hef ekki mikið skoðað það en mér skilst að það sé hægt að gera margt í því en það krefst mikillar vinnu og tekur tíma að læra á það.
Dazy crazy skrifaði:Það er eiginlega ekki hægt að láta hlutina líta út fyrir að vera jafnskemmtilega eða klikkaða á myndbandi og í raunveruleikanum, sennilega af því maður fangar ekki stemmninguna. Hérna er eitt gamalt frá mér
Já það er rétt, en það er hægt að gera ýmislegt flott þótt það muni aldrei jafnast á við að vera þarna sjálfur að leika sér ;) en annars fínasta video hjá þér :)

Re: Fjórhjólaferðir teknar upp á GoPro

Sent: Fös 09. Jan 2015 03:28
af pattzi
http://www.patrekur.net" onclick="window.open(this.href);return false; er video af felaga minum leika ser i snjo kann ekki að setja videoið inn i simanum