Síða 1 af 1

USB yfir í UART kapal ?

Sent: Fös 26. Des 2014 01:03
af fedora1
Sælir vaktarar, gleðilega hátíð.

Er að fikta í smá home projecti, og þarf að uppfæra image á Arduino borði. Vitið þið hvort svona kapall sé seldur hér á landi og þá hvar ?

Re: USB yfir í UART kapal ?

Sent: Fös 26. Des 2014 04:35
af Sallarólegur
Erum við að tala um eitthvað svona?
Selur einhver Arduino á Íslandi? Myndi byrja á að spyrja þar.

Mynd

Re: USB yfir í UART kapal ?

Sent: Fös 26. Des 2014 13:28
af fedora1
Sæll
Jú, þetta dugar líka, sýnist að þetta sé til í nokkrum útgáfum, að hafa þetta sem kapal væri ekki verra.
Ég leitaði að UART í vörulistanum hjá íhlutum en fann þetta ekki hjá þeim.

Re: USB yfir í UART kapal ?

Sent: Fös 26. Des 2014 13:36
af Arnarr
Getur keypt Arduino í Miðbæjarradíó síðast þegar ég vissi.

Re: USB yfir í UART kapal ?

Sent: Fös 26. Des 2014 16:21
af axyne
Hvernig arduino borð ertu með?

Re: USB yfir í UART kapal ?

Sent: Fös 26. Des 2014 16:30
af fedora1
Er með RFu328 board. http://openenergymonitor.org/emon/modules/emonTH" onclick="window.open(this.href);return false;
Keypti mér 3 þráðlausa hitaskynjara og raspberry pi móðurstöð. Fattaði ekki að hver og einn þarf að vera með sér id :)

Re: USB yfir í UART kapal ?

Sent: Fös 26. Des 2014 21:05
af KermitTheFrog
Prófaðu að tala við þá hjá elab: http://elab.is/" onclick="window.open(this.href);return false;

Þeir eru að panta frá Sparkfun. Kannski eiga þeir eitthvað svona. Eða a.m.k. pantað svona fyrir þig fljótlega og sparað þér flutningskostnað.