Síða 1 af 1
Leita að Zelda leikjunum í N64
Sent: Fös 19. Des 2014 02:06
af EgErBatman
Er að leita að einhverjum sem er til í að selja mér Zelda - Ocarina of Time og/eða Zelda - Majora's Mask á Nintendo 64. Borga cash 4k fyrir hvorn leik. Get sótt.
Re: Leita að Zelda leikjunum í N64
Sent: Fös 19. Des 2014 09:27
af capteinninn
Ég myndi ekki selja þér minn Majora's Mask fyrir allt gullið í kistunum þínum.
Prófaðu samt að kíkja í Kolaportið um helgar, náði um daginn góðu harvesti þar og fann nokkra klassíkera þar fyrir bæði N64 og Sega Mega. Getur líka checkað á þessum brask og brall síðum á FB, fullt af fólki sem eiga svona tölvur í skáp hjá sér og eru örugglega til í að selja þér sín eintök.
Re: Leita að Zelda leikjunum í N64
Sent: Fös 19. Des 2014 11:36
af linenoise
Það er hægt að fá báða þessi leiki á Virtual Console fyrir Wii fyrir slick. Þannig að ef þú átt Wii eða langar í svoleiðis hvort eð er og ert ekki of skotinn í hugmyndinni í original hardware-i þá er það frábært option. Heima hjá mér er Wii-in langmest notuð í Virtual Console (konan ELSKAR Super Mario) og Beat Trip leikina.
Re: Leita að Zelda leikjunum í N64
Sent: Fös 19. Des 2014 16:35
af EgErBatman
Er með N64 og majora's mask en hef verið með leikinn í láni svo langar að eiga mitt eigið eintak. Tek kannski ferð í kolaportið bráðlega. -Þráður ennþá opinn.