Síða 1 af 1
Firewire í usb
Sent: Fim 18. Des 2014 22:23
af toivido
Góða kvöldið
Ég er með gamla JVC myndbandsupptökuvél og hún er með Firewire tengi á sér. Nú er ég með apple tölvu sem er að ég held ekki með Firewire tengi (finn það allavega ekki). Er hægt að kaupa breytistykki eða eitthvað til að tengja við maccann?
Re: Firewire í usb
Sent: Fim 18. Des 2014 22:39
af Gúrú
Eiginlega ekki.
Re: Firewire í usb
Sent: Fim 18. Des 2014 23:04
af Oak
http://www.ebay.com/sch/i.html?_from=R4 ... b&_sacat=0" onclick="window.open(this.href);return false;
Held að þetta ætti nú að virka.
Re: Firewire í usb
Sent: Fim 18. Des 2014 23:14
af Gúrú
Stórefast um að gagnaflutningur sé mögulegur með þessu. Stór, stórefast. Nokkurn veginn handviss að það sé a.m.k. ekki hægt frá gamalli JVC upptökuvél.
Re: Firewire í usb
Sent: Fim 18. Des 2014 23:33
af Oak
Kannski ekki en þá má svo sem prufa. Virðist vera hægt að fá allavega USB to 4pin en það er spurning hvernig tengi er á vélinni. Ég hef svo sem ekkert fyrir mér í þessu.

Re: Firewire í usb
Sent: Fös 19. Des 2014 00:02
af toivido
Það er 4pin á myndavélinni.
Er eini möguleikinn á að tengja 4pin firewire sem er á myndavélinni við annað firewire, þ.e.a.s. verð ég að hafa tölvu sem býður uppá firewire?
Re: Firewire í usb
Sent: Fös 19. Des 2014 00:06
af Gúrú
toivido skrifaði:Það er 4pin á myndavélinni.
Er eini möguleikinn á að tengja 4pin firewire sem er á myndavélinni við annað firewire, þ.e.a.s. verð ég að hafa tölvu sem býður uppá firewire?
Já eiginlega.
Re: Firewire í usb
Sent: Fös 19. Des 2014 00:41
af tdog
Þú getur keypt Thunderbolt (DisplayPort) í Firewire fyrir makkann þinn. Svo líklegast FW800 í FW400 kapal líka.
Re: Firewire í usb
Sent: Fös 19. Des 2014 01:56
af Sallarólegur
Já, ef Maccinn er með Thunderbolt tengi þá geturðu keypt breytistykki svo að Thunderbollt láti eins og FireWire.