Síða 1 af 1

ofhitnun.. or not?

Sent: Þri 16. Nóv 2004 14:42
af Krummi
Var að fjárfesta mér AOpen i915 móðurborð, socket 775 og Intel P4 530 3.0 GHz Prescott 1MB cache 800MHz FSB Socket 775, Hyper-Threading plús retail viftan.
Þegar ég var búinn að plögga þessu öllu saman og allt komið í gang tók ég eftir því að hitinn var fáránlega hár á þessu rusli, ég er reyndar AMD maður og veit því varla neitt um hita á svona intel dóti :P, hvað þá einhverjum svona 775 socket prescott dæmi, en já hitinn var sem sagt (~48°C) í 0% load lengi vel, hélt bara að hitaleiðandikremið væri að bráðna eða eitthvað og leyfði þessu því að vera í smá tíma en ekki lagaðist hitinn.
Endaði með því að ég prófaði bara að reyna svolítið á hana og setti "CPU warning temp" á 56°C og prófaði bara að fá hana í 100% load og viti menn, nokkrum mínútum síðar byrjaði hún að pípa og láta eins og andskotinn, ég bara hreinlega skil þetta ekki, ég veit ekki neitt um intel örgjörva og þeirra hitastig fyrir utan að það á ekki að vera 56°C, held ég :).

Hjálp væri MJÖG vel þegin :wink:

Sent: Þri 16. Nóv 2004 14:46
af CraZy
hann bráðnar ekkert við þetta,leifðu honum bara að fljóta,þó að þetta se i hærri kantinum

Sent: Þri 16. Nóv 2004 14:51
af elv
Held nú að 48c idle sem bara nokku gott á Prescott :wink:




Mætir alveg hafa greinaskil og svoleiðis þega þú skrifar pósta og vanda málfar betur :D

Og svo Velkominn á Vaktin



Þurftum nú að bjóða fólki velkomnara hér :?

Sent: Þri 16. Nóv 2004 15:03
af Krummi
Tók eftir því að þetta var illlesanlegt þannig að ég breytti þessu aðeins :), setti meira að segja svona flotta til að highlighta þetta aðeins, hehe, anyway, ég reyndar segji ekki að þetta sé 49°C idle, en þegar ég er í biosinum og er bara þar þá er hann 49°C, það er a.m.k mikið idle.

En já, prófa að hækka CPU warning temp í 63°C eða eitthvað og henda upp formatta diskinn?

Og já, takk fyrir vægast sagt fljót svör :D

Sent: Þri 16. Nóv 2004 15:21
af CraZy
híhí já er þetta Prescott tók ekki eftir því :?
en þetta er bara fínt eins og elv sagði

Sent: Þri 16. Nóv 2004 15:24
af ponzer
elv skrifaði:Held nú að 48c idle sem bara nokku gott á Prescott :wink:




Mætir alveg hafa greinaskil og svoleiðis þega þú skrifar pósta og vanda málfar betur :D

Og svo Velkominn á Vaktin



Þurftum nú að bjóða fólki velkomnara hér :?
Uhh .. VAKTINA ?

Sent: Þri 16. Nóv 2004 16:27
af MezzUp
Krummi skrifaði:ég reyndar segji ekki að þetta sé 49°C idle, en þegar ég er í biosinum og er bara þar þá er hann 49°C, það er a.m.k mikið idle.
Held reyndar ekki, þar sem að BIOS sendir ekki einhverskonar ,,halt" merki á örgjörvann einsog stýrikerfin(System Idle Process í Win2k/XP) er oft nokkurveginn fullt load á örranum í BIOS(ekki alveg burn-in load held ég, en nokkuð mikið)

Sent: Þri 16. Nóv 2004 16:54
af elv
ponzer skrifaði:
elv skrifaði:Held nú að 48c idle sem bara nokku gott á Prescott :wink:




Mætir alveg hafa greinaskil og svoleiðis þega þú skrifar pósta og vanda málfar betur :D

Og svo Velkominn á Vaktin



Þurftum nú að bjóða fólki velkomnara hér :?



Uhh .. VAKTINA ?

opps :oops: .......eeee sko lyklaborðið alveg satt :D