Síða 1 af 1
Breyta SSID á router í gegnum Windows 7
Sent: Mán 15. Des 2014 12:40
af Selurinn
Er hægt að tengja tölvu þráðlaust við router og breyta síðan SSID in the proccess í gegnum Windows 7 án þess að logga sig inná routerinn?
Frændi minn var að fá sér nýja tölvu og var að nettengja hana og náði einhvernveginn að breyta nafnið á routernum og núna virkar ekki restin af tækjunum inná heimilinu hans í kjölfarið. (Því SSIDin breyttist náttlega)
Ég veit að það er hægt að logga sig inná routerinn og breyta SSID til baka, en ég var bara forvitinn vegna þess ég hélt þú yrðir alltaf að logga þig inná routerinn via IP í gegnum vafra til þess að breyta SSID. Hann hefur aldrei accessað routerinn í gegnum browser og kann það einu sinni ekki en þrátt fyrir það náði hann einhvernveginn að breyta nafnið á routernum.
Er einhver aðferð í Windows 7 til þess að breyta nafni á router án þess að logga sig inná hann via IP í gegnum vafra?
Getiði svalað forvitni minni?
Re: Breyta SSID á router í gegnum Windows 7
Sent: Mán 15. Des 2014 13:01
af Gúrú
Svarið er "Ef það er risastór öryggisgalli í router firmwareinu". Sem það er í mörgum/öllum. W7 vs eitthvað annað ætti ekki að skipta neinu máli samt nema W7 sé með innbyggðan router cracker.
Engin leið fyrir þetta að gerast svo mér detti í hug. Hvað breyttist SSID-ið í sirka? Var það eitthvað með framleiðandanafninu t.d. LINKSYS-45589566?
Hljómar eins og að einhver hafi bara resetað routerinn og þetta W7 ævintýri tengist málinu ekki neitt.
Re: Breyta SSID á router í gegnum Windows 7
Sent: Mán 15. Des 2014 14:26
af playman
Spurning hvort að routerin hafi verið á default passwordi og einhver húmoristi hafi svo breytt þessum stillingum.
Re: Breyta SSID á router í gegnum Windows 7
Sent: Þri 16. Des 2014 03:12
af Selurinn
Já, mér fannst þetta líka frekar skondið þegar ég frétti af þessu.
En núna heitir semsagt routerinn nafnið á honum sjálfum, gæjanum, bara Rúnar. (Hann segist hafa valið það þegar hann reyndi að nettengjast þráðlaust)
Ég varð ekki vitni af þessu þegar þetta skeði en þetta hlýtur samt að hafa gerst þegar að hann tengdist því að eftir að hann náði að tengjast þá var tölvan kominn online (nettengd) með nýja nafninu sem hann skrifaði, á sama tíma datt restin út hjá honum eins og símar og hvað annað svo ég stórlega efa að einhver sé að "trolla" því annars er það þvílíkt coincidence að trollið hafið pickað sama nafn og frændi minn pickaði og svo akkurat á sama tíma og hann nettengst.
I doubt it.
En ég var bara forvitinn, og ef þið segið að þetta sé ekki hægt þá get ég aðeins verið rólegri
Hann reyndi að útskýra þetta fyrir mér og ég var ekki að ná því fyrst, þetta hljómaði impossible og notabene þessi gæji kann nánast ekkert á tölvur sem gerir þetta frekar impressive í mínum augum
Hann talaði um eitthvað homegroup undir network and sharing. (Það er samt ábyggilega alveg irrelevant) Ég skoðaði þetta í smá tíma og gat ekki séð neinsstaðar hvar þú gast breytt SSID á routerinn því ég hef aldrei séð það sjálfur. Hann hefur aldrei notað Windows 7 áður, var bara með XP, so this boggles my mind very much how he did that
En hvað með
"Set up a Connection or Network" undir
Network and Sharing Center?
Ég nefnilega held að hann hafi nettengst routerinn á óhefðbundinn hátt og hafi gert þetta í gegnum einhverjum Wizard sem gerði honum mögulegt að breyta nafninu.
Is that possible?
Re: Breyta SSID á router í gegnum Windows 7
Sent: Þri 16. Des 2014 09:12
af playman
Eina leiðin sem ég veit um til þess að breyta SSID er að fara inná routerin, og er ég þónokkuð viss um að það sé eina leiðin.
(endilega leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál)
Það eina sem ég sé í stöðuni er að einhver hafi aðstoðað hann eða gert þetta fyrir hann, eða að hann hafi
notað uppsetningar bæklingin sem fylgdi routernum og þannig náð að breyta honum, nú svo er alltaf möguleiki á að
hann sé svona rosalega heppin að hann hafi gert allt processið rétt, ss. fundið rétta ip tölu á routernum rétta passwordið og
réttu stillingarnar í routernum, en þá ætti hann að fara og versla lottó miða, og bara strax í gær
Annar möguleiki er á að hann hafi komist í eitthvað wizard forrit sem að gerir honum kleift að tengast router og breyta þessum
upplýsingum, en þrátt fyrir það hefði hann þurft að setja in admin password við það.
Re: Breyta SSID á router í gegnum Windows 7
Sent: Þri 16. Des 2014 12:01
af Selurinn
Já, þetta samtal á milli okkar var mjög langt og ég áttaði mig ekkert á því fyrst hvað hefði gerst en svo var þetta niðurstaðan og þegar ég fór svo inná tölvuna hans í gegnum TeamViewer þá sá ég að SSID hafði breyst hjá honum og var hálf shockeraður hvernig hann gerði þetta án þess að logga sig inná routerinn samkvæmt honum. (Svo líka með það í þokkabót eins og ég tók fram þessi gæji hefur nánast enga tölvukunnáttu)
Takk fyrir svörin drengir.