Síða 1 af 1

Hvaða kassi ?

Sent: Þri 16. Nóv 2004 00:37
af sikki
Jæja þá er kominn timi til að maður fer að skella sér á nýan kassa,
Ég ákvað að heyra í ykkur fyrst áður en maður skellir sér á Super Lanboy hjá bodeind. Super Lanboy hefur fengið frábærar einkunnir og það en það sem ég er að leita af er

Svona þægilegan(ekki stóran, mini-tower)
gott loftflæði
án aflgjafa
gott verð

Sent: Þri 16. Nóv 2004 08:31
af hahallur
CM stacker.
Besta airflow-ið, mesta plássið og mesta fegurðin.

Sent: Þri 16. Nóv 2004 08:46
af Pandemic
Ég er nátturulega ekki hlutlaus en það er geðveikt pláss í super lan boy miðaðvið stærð bara þæginlegasti kassi ever til að vinna í. Það eru engar beittar hliðar og harðadiskarnir snúa að glugganum sem er mjög þæginlegt miklu einfaldara að taka þá úr tekur nokkrar sec að swappa. Reyndar magnar ál aðeins hávaðan mundu bara þegar þú installar geisladrifinu að setja einhvað á milli ekki láta það snerta álið.

Edit: Loftflæðið er æðislegt

Sent: Þri 16. Nóv 2004 16:30
af MezzUp
Pandemic skrifaði:Ég er nátturulega ekki hlutlaus
Afhverju ekki?


En annars hef ég ekki mikið vit á þessu, en ég er mjög ósáttur við rail'in á geisaldrifunum í Dragoninum mínum, taka stundum upp á því að titra brjálæðislega þegar ég set disk í. Held að ég kaupi mér skrúfur-only kassa næst(enda hugsa ég mikið um hljóðið)

Sent: Þri 16. Nóv 2004 16:42
af Pandemic
Ég er sjálfur með Super lanboy.
Hann er ekki skrúfu laus þú skrúfar geisladrifin í og líka harðadiskana í svokallaða dempara sem eiga að dempa hljóðið frá harðadisknum.
Líka brjálaðslega þæginlegt að vera með skrúfjárn,skrúfur,plötur sem maður hefur tekið af á einu stað í sérstöku boxi á kassanum einnig getur maður prentað sjálfur út miða og sett í staðin fyrir Push here miðan :)

Sent: Þri 16. Nóv 2004 17:11
af MezzUp
hmm, maður kíkir á hann

Sent: Þri 16. Nóv 2004 17:26
af hahallur
Er einhver með link á síðu með honum.

Sent: Þri 16. Nóv 2004 17:28
af MezzUp
hahallur skrifaði:Er einhver með link á síðu með honum.
hættu nú alveg, gerði þetta á minna 30 sec. án þess að nota lyklaborðið
http://www.google.com/search?hl=is&q=Su ... %7Clang_is

Re: Hvaða kassi ?

Sent: Þri 16. Nóv 2004 17:32
af BlitZ3r
hahallur skrifaði:CM stacker.
Besta airflow-ið, mesta plássið og mesta fegurðin.
sikki skrifaði: Svona þægilegan(ekki stóran, mini-tower)
Cm stalker er ekki mini-tower hann er FULL-tower

Sent: Þri 16. Nóv 2004 17:38
af CendenZ
Overture

http://www.bodeind.is/verslun/tolvukassar/pnr/247


næsti kassinn minn.. verður með basic... 64b,móðurborð,160samsung,2x512 hyperX,x800 og dvd skrifara.

ójá :wink:


svo verð ég með server sem heldur uppi WiFi, heldur utan um 400 gb og verður hávær :twisted:

Sent: Þri 16. Nóv 2004 18:13
af MezzUp
Nice, ég var mjög heitur fyrir þessum kössum fyrir meira en ári, en þá voru þeir á leiðinni í Boðeind.

Ertu búinn að skoða einhver review? Er hann að standast það sem segist vera? (hljóðlátur þ.e.)

Sent: Þri 16. Nóv 2004 18:24
af hahallur
Er ekki svo óþægilegt að vera með borðkassa.
Allavega ef maður ætlar að vera að fikta.

Sent: Þri 16. Nóv 2004 19:02
af MezzUp
Veit nú ekki, en svona minni kassar eru nú ekki beint gerðir til þess að fikta í, enda er maður nú kominn vel uppí kvótann sinn í þannig löguðu :P
Ég horfi mikið á hvort að kassi sé hljóðlátur

Sent: Þri 16. Nóv 2004 19:15
af CendenZ
MezzUp skrifaði:Veit nú ekki, en svona minni kassar eru nú ekki beint gerðir til þess að fikta í, enda er maður nú kominn vel uppí kvótann sinn í þannig löguðu :P
Ég horfi mikið á hvort að kassi sé hljóðlátur

ég segi það líka, fussumsvei hvað maður er kominn með nóg af moddi :)

núna vill maður stílhreint, hljóðlátt og öflugt! :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted:

Sent: Þri 16. Nóv 2004 22:33
af sikki
Ja þakka ykkur öllum fyrir, en ég held að ég held mig bara við Super Lanboy.