Síða 1 af 1

Blautur CAT5 kapall

Sent: Mán 08. Des 2014 18:16
af suxxass
Góða kvöldið,

Ég asnaðist til að taka með mér 2 15 metra langa cat5 kapla heim í strætó í góða veðrinu, endarnir blotnuðu í kjölfarið. #-o ](*,)

Ég tók aukalega 2 metra til að vera safe, þarf ekki nema ca 13 metra...

Ég var bara að spá hvort það dugi mér ekki að skera ca. 30 cm af hvorum enda til að vera viss um að kapallinn sé good to go, eða gæti verið að þeir séu bara ónýtir?

Einhver sem hefur reynslu af þessu?

Re: Blautur CAT5 kapall

Sent: Mán 08. Des 2014 18:51
af Nariur
Þetta ætti ekki að skipta neinu máli, það ætti að vera í fínu lagi með kaplana.

Re: Blautur CAT5 kapall

Sent: Mán 08. Des 2014 19:03
af kizi86
alveg í lagi þótt endarnir blotni, bara passa sig á að þeir þorni vel áður en pluggar þeim í samband :)

Re: Blautur CAT5 kapall

Sent: Mán 08. Des 2014 19:07
af BjarkiB
Held að það ætti að vera í góðu með kaplana. Þó þeir séu gerðir til notkunar innandyra þá er polyvinyl klórið (PVC,plastlagið utan um vírana) ekki mjög rakadrægt.

Re: Blautur CAT5 kapall

Sent: Mán 08. Des 2014 19:12
af suxxass
Ég gleymdi að taka það fram að það eru engin tengi á endunum (RJ45).

Er ekki sniðugast fyrir mig að taka smá bút af endunum?

Þetta fer ekki í notkun fyrr en á fimmtudag þannig þetta ætti nú að vera orðið þurt by then...

Re: Blautur CAT5 kapall

Sent: Mán 08. Des 2014 19:16
af Nariur
Það gæti svo sem verið að það hafi eitthvað sest á endana. Það sakar ekki að klippa nokkra millimetra af.

Re: Blautur CAT5 kapall

Sent: Mán 08. Des 2014 19:23
af suxxass
Takk fyrir þetta :)

Re: Blautur CAT5 kapall

Sent: Mán 08. Des 2014 22:35
af Sallarólegur
30cm er samt overkill O:) kannski 0,5 cm