Síða 1 af 1
Spurning um vinnsluminni!
Sent: Mið 23. Apr 2003 14:22
af Dýri
Sælt verið fólkið,
Smá spurning; hvað er átt við með PC2100/PC2700... á vinnsluminni?
Dýri
Sent: Mið 23. Apr 2003 14:30
af halanegri
PC2100 = 2.1 gb/sec
PC2700 = 2.7 gb/sec
sem er minnisbandvíddin(memory bandwidth), þ.e.a.s. hve miklar upplýsingar komast í/úr minninu á sekúndu.
PC2100 minni er DDR minni með 266mhz bus(bás eða whatever á íslensku), síðan fær maður 2.1 gb/sec með því að margfalda 266 * með einhverju öðru sem ég man ekki, kannski að einhver annar hjálpi mér hérna....
DDR(Double Data Rate) minni = minni sem framkvæmir tvær aðgerðir á hverju mhz(clock cycle). þegar talað erum 266mhz DDR minni, þá er það í raun bara 133mhz minni sem framkvæmir 2 aðgerðir á meðan að venjulegt minni framkvæmir eina, þannig er eins og að það sé 266mhz af venjulegu minni.
Sent: Fim 24. Apr 2003 01:04
af Dýri
Þakka þér, akkúrat það sem ég þurfti að vita
+Dýri
Sent: Fös 25. Apr 2003 22:16
af d00m
halanegri skrifaði:266mhz bus(bás eða whatever á íslensku)
Rofl, snilld
Sent: Lau 26. Apr 2003 03:17
af halanegri
já, ég sá þetta einhvers staðar þýtt sem bás....