Síða 1 af 1

Ráðleggingar óskar varðandi íhluti í homeserver

Sent: Mán 01. Des 2014 03:42
af ASUSit
Ég var ekki alveg viss með það hvar ég ætti að setja inn þetta hjálparkall mitt, en eftir að ég rakst í "undirmálstextann" varðandi þetta umræðuefni: Ertu í vandræðum með tölvuna þína? Þarftu ráðleggingar með vélbúnaðinn? að þá ákvað ég að grípa tækifærið á lofti og leita ráða hér.

Þannig eru mál með vexti að ég sat að horfa á sjónvarpið núna fyrr í kvöld og finn skyndilega þessa svakalegu brunalykt. Eftir að hafa runnið á lyktina kem ég að homeservernum mínum í ljósum logum - því held ég að hans örlög séu hér með alveg á hreinu. En á meðan að ástandið er svona að þá er heimilið að miklu leyti í algjörum lamasessi, enda var hann bæði (var tvískiptur með tveimur móðurborðum) router fyrir netið hérna sem og að öll tæki heimilisins voru háð honum að miklu leyti bæði varðandi nettengingu sem og afþreyingu.

Ég er því miður alls enginn sérfræðingur í þessum efnum og því kem ég hér kominn og vonast eftir að einhver geti og yfir höfuð nenni að ráðleggja mér í þessum efnum. Ætlaði að reyna að fara í það að koma þessu upp helst strax á morgun - en geri mér þó grein fyrir því að það er kannski heldur óraunhæft.

Svo:
Mig vantar ráðleggingar varðandi samsetningu íhluta til að skrúfa saman nokkuð öflugan homeserver (ég skrúaði þennan sem brann í kvöld ekki saman sjálfur svo að við skulum allavega bíða örlítið með það að ráðleggja mér að láta annan aðila um þetta;-)
Ég hafði hugsað mér að setja í þetta um 200.000 kr. til að byrja með, en það er alls engin heilög tala. Ég vil mun frekar fá ráðleggingar um íhluti sem kosta 350.000 kr ef að þörf er á því, frekar heldur en að setja 200.000 kr. í eitthvað sem er þa mörkum þess að duga! Ég hef keyrt Ubuntu Server 14.04 í töluverðan tíma núna (já sumir velja auðveldustu leiðina skilst mér þegar ég tek fram hvaða kerfi ég nota :mad1 ). Öllu máli skiptir einfaldlega að geta keyrt þjónustur eins og plex, vefserver (apache), online data storage þannig að ég geti geymt töluvert mikið af gögnum á honum sem er hægt að nálgast hvar og hvenær sem er án þess að specificationið á servernum sé að ríghalda aftur af hraðanum - en gögnin sem ég var með á hinum servernum voru alls um 10 TB og var þar eingöngu um að ræða efni sem er mér mjög nauðsynlegt varðandi bæði mitt eigið nám sem og kennslu. Eru þá ótalin um 30 TB af ýmiss konar afþreyingu og fleyru sem verður víst að vera öllum heimilismönnum aðgengilegt hvar sem er og hvenær sem er. Jafnframt er kannski rétt að taka það fram að þetta er server sem keyrir helst allt árið um hring þar til að hann hreinlega gefur sig og uppfærsla borgar sig ekki.

Myndi reyndar helst viljað geta notað hann sem router líka þar sem að plássleysi er mikið hér vegna tölvubúnaðar og ekki á það bætandi eiginlega að þurfa að setja upp sér linux/bsd server til þess að ráta netinu. En ef það er erfitt eða ekki hægt að ykkar mati að þá er þetta ekkert aðalatriði!

Ég þarf bara hreinlega að fá uppskriftina að honum beint upp í hendurnar svo að ég geri enga vitleysu sjálfu hvað varðar val á vélbúnaði.

Ég þakka innilega öllum þeim sem hafa nennt að lesa þetta í gegn, og ENN innilegar þeim sem eru tilbúnir að leggja sitt að mörkum við það að leiðbeina mér!

Að lokum óska ég öllum bara góðrar og ánægjulegrar komandi vinnuviku og hlakka til að sjá hvað þið hafið um þetta að segja! Ég reyndi nefnilega einhverju sinni að púsla saman vél sjálfur (finna íhlutina) og lagði þá hugarsmíði mína "í mat" hér - þ.e.a.s. bað um ykkar álit á henni og þar fór ég víst yfir strikið í kaupum á "overkill" íhlutum - svo að núna ætla ég bara að treysta á ykkur snillingana hérna ;) ;) :happy

Með óendanlega miklum fyrirfram þökkum(!!!),
ASUSit

Re: Ráðleggingar óskar varðandi íhluti í homeserver

Sent: Mán 01. Des 2014 06:05
af Gúrú
Þetta er það sem ég hafði í huga þegar ég lét þetta saman, aðrir gagnrýni endilega:

Hann vill móðurborð með nóg af SATA tengjum og auka RJ45/netkort skaðar ekki.
Budgetið er vel nógu stórt til að sinna örgjörva sem gæti eflaust transcodeað 1080p á öll sjónvörpin hans.
Ekkert sem hann er að gera er of vinnsluminnisfrekt svo 16GB eru látin duga og val á að bæta við 16GB síðar.
SSD og ekkert geymslupláss því mig grunar að umrædd 40TB af geymsluplássi séu nú þegar í eigu hans.
Ómerkilegt skjákort því ég sá ekkert um að þessi vél væri tengd við neitt sjónvarp eða neitt slíkt.
Rúmgóður turn með plássi fyrir 10+ 3.5" diska.
Hann gæti sleppt þessum þrýstiloftsbrúsa en m.v. ástæðu þessa kaupa held ég að hann væri fín fjárfesting.
Hann er samt uppseldur og móðurborðið líka.

Tek það samt fram að þú ert líklega að eyða meiru en þú þarft. 350.000 krónur væru bilun á allt öðru stigi (nema geymsluplássið sé inni í þessu). :)

Re: Ráðleggingar óskar varðandi íhluti í homeserver

Sent: Mán 01. Des 2014 11:56
af ASUSit
Komdu sæll og blessaður og þakka þér kærlega fyrir svarið.

Ég er búinn að fara vandlega yfir þetta sjálfur og líst mjög svo vel á það sem þú stingur hér upp á! Las mér sérstaklega til um móðurborðið og virðist það vera að höndla notkun í vélum sem eru keyrðir sem serverar virkilega vel í flestum tilvikum.
Ef maður hugsar líka af einhverri skynsemi að þá er það náttúrulega klárlega alveg hárrétt hjá þér að byrja frekar aðeins smærra og hafa þá bara fyrir hendi möguleikann á því að uppfæra þetta þegar/ef þarf.

Ég mun því klárlega styðjast við þessa hluti sem þú nefnir hérna, en ég á það til að fara örlítið fram úr sjálfum mér þegar ég ákvarða svona hluti sem tel mig þurfa á að halda og taldi á sínum tíma til dæmis að ég þyrfti 64-128 GB ram, ætlaði að hafa móðurborðið af einhverri serverútgáfu sem að kostaði hátt í 200 þúsund eitt og sér. Tölvur/servers og slíkt er bara svo sterkt áhugamál þó svo að ég sé ekki einu sinni lærður í þessu né spili leiki að ég enda ansi oft í vítahringnum með að vilja bara fá það besta. Ætla einfaldlega að láta á þetta reyna - er að fara út úr dyrunum heima núna kl. 11:38 f.h., svo að mér sýnist að mér muni takast það markmið að verða búinn að redda þessu aftur og koma í gagnið strax í dag.


Ég þakka þér enn og aftur fyrir gott og skjótt svar! Þetta bjargar mér algjörlega! Þú átt eiginlega inni greiða hjá mér ef einhver sanngirni á að ríkja O:)

Re: Ráðleggingar óskar varðandi íhluti í homeserver

Sent: Mán 01. Des 2014 12:07
af Davidoe
Allt í sömu götu og til á lager.
Hérna er móðurborðið til á lager http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2786" onclick="window.open(this.href);return false; aðeins ódýrara
Sami örgjörfin aðeins ódýrari http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2719" onclick="window.open(this.href);return false;
Aðeins ódýrari minni http://www.start.is/index.php?route=pro ... duct_id=63" onclick="window.open(this.href);return false;
Ódýrari kæling á örgjörfan og hljóðlátari http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2782" onclick="window.open(this.href);return false;
Þrýstiloft http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1142" onclick="window.open(this.href);return false;
Hvort það sé ekki nóg að hafa 120GB SSD fyrir ubuntu server og nokkrar misc þjónustur sem maður lætur upp http://www.start.is/index.php?route=pro ... duct_id=64" onclick="window.open(this.href);return false;
Aðeins stærri corsair aflgjafi með 8 sata tengjum http://www.start.is/index.php?route=pro ... duct_id=85" onclick="window.open(this.href);return false;
Svo líst mér sjálfum bara svo vel á þennan kassa http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2628" onclick="window.open(this.href);return false;
Þarf maður eitthvað skjákort ef örgjafinn er með HD4600 skjástýringu og maður er ekki að spila neina leiki á þessu?

Re: Ráðleggingar óskar varðandi íhluti í homeserver

Sent: Mán 01. Des 2014 22:23
af Gúrú
Mér lýst alveg "jafn" vel á þetta hjá þér en í heildina kostar þetta 166 580kr og ef maður sleppti skjákortinu í hinu
buildinu er sparnaðurinn þá 4 120kr en með 120GB minna SSD pláss og verri örgjörvakælingu sem er fyi ekki einu sinni hljóðlátari (stock vs. low stilling).
Þau skipti eru held ég ekki þess virði.

http://www.frostytech.com/articleview.c ... 763&page=3" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.frostytech.com/articleview.c ... 763&page=4" onclick="window.open(this.href);return false;

Það er samt fín hugmynd að kaupa móðurborðið ódýrara hjá einhverjum sem getur raunverulega selt manni það. :D