Síða 1 af 3

Gervihnattabúnaðar þráðurinn.

Sent: Fös 28. Nóv 2014 15:07
af dbox
Langaði að starta þráð upp hér sem á bara að fjalla um gervihbattabúnað.
Það væri gaman að heyra frá ykkur sem eruð með diska.
Á hvaða gervihnött eruð þið með diskinn ykkar stylltan á?

Re: gervihnattadiskaþráður

Sent: Fös 28. Nóv 2014 18:36
af icemoto
Sæll,

Það verður fróðlegt að sjá hversu margir hér eru með disk.

Ég er sjálfur með disk stilltan á Astra2 28.2e, svo er ég með Dreambox DM 800 HD, svinvirkar og er algjör snilld.

Hinsvegar er SKY búnir að ná að cutta út flest allar HD stöðvarnar á Card Sharing.

Re: gervihnattadiskaþráður

Sent: Fös 28. Nóv 2014 18:52
af braudrist
Sælir

Hjá hvaða þjónustuaðila eru þið hjá? Hvernig stöðvapakka eru þið með og hvað kostar það á mánuði? Ég hef verið að spá í að fá mér disk eftir að ég hætti með allt hjá Símanum.

Re: gervihnattadiskaþráður

Sent: Fös 28. Nóv 2014 18:55
af icemoto
braudrist skrifaði:Sælir

Hjá hvaða þjónustuaðila eru þið hjá? Hvernig stöðvapakka eru þið með og hvað kostar það á mánuði? Ég hef verið að spá í að fá mér disk eftir að ég hætti með allt hjá Símanum.
Sæll,

Ég er sjálfur með CCcam og tengist í gegnum þjónustu sem er í boði á fastcccam.com, borga sirka 1200 kr. á mán (með því að borga ár fyrirfram) og er með allar stöðvar, hinsvegar eru flestar HD stöðvarnar óvirkar í þessari aðferð. Hef verið hjá þessum aðila í meira en ár og svínvirkar.

Re: gervihnattadiskaþráður

Sent: Fös 28. Nóv 2014 19:13
af Tiger
Ég er með disk og SKY pakkann allan. Er með mitt í gegnum Eico og hef verið með í áratug. Er með þetta "löglegu" leðina og borga bara beint til SKY.

Re: Gervihnattadiska þráður

Sent: Fös 28. Nóv 2014 22:25
af dbox
Er engin hér á Hotbird eða Astra 19 E?

Re: Gervihnattabúnaðar þráðurinn.

Sent: Lau 29. Nóv 2014 15:19
af jardel
Ég er með 2 Diska á Thor1w og á Astra 28E
Mun gáfulegra en 365 að mínu mati

Re: Gervihnattabúnaðar þráðurinn.

Sent: Lau 29. Nóv 2014 15:36
af kassi
Er með 120cm disk og tjakk 28e 23e 19e 16e 13e 9e 5e og 1 west

Re: Gervihnattabúnaðar þráðurinn.

Sent: Lau 29. Nóv 2014 17:39
af jardel
kassi skrifaði:Er með 120cm disk og tjakk 28e 23e 19e 16e 13e 9e 5e og 1 west
Sæll ert þú með áskrift eða ert þú bara að taka FTA rásir?

Re: Gervihnattabúnaðar þráðurinn.

Sent: Lau 29. Nóv 2014 20:42
af kassi
Cloud ibox 3 algjör snilld

Re: Gervihnattabúnaðar þráðurinn.

Sent: Lau 29. Nóv 2014 20:54
af roadwarrior
SkyDigital, Minnir að ég sé með 90-100cm disk og digitalboxið er teingt netinu í gegnum roter sem keyrir VPN tengingu í gegnum HideMyAss.
Hef verið með box í rúm 10 ár og eina íslenska rásin sem ég næ er RUV

Re: Gervihnattabúnaðar þráðurinn.

Sent: Sun 30. Nóv 2014 11:24
af nidur
Ég er á Astra 28.2E og Hotbird 13E, nota disec og var að fá mér Vu+ Solo2 móttakara, hef verið með technomate í 5 ár.

Re: Gervihnattabúnaðar þráðurinn.

Sent: Sun 30. Nóv 2014 12:45
af CendenZ
Í hvað eruð þið að nota þetta mest ? live íþróttir ?

Re: Gervihnattabúnaðar þráðurinn.

Sent: Sun 30. Nóv 2014 15:11
af icemoto
Bara allt sjónvarpsefni yfir höfuð, live sports og svo þætti og bíómyndir. Alveg endalaust af efni á SKY-inu.

Re: Gervihnattabúnaðar þráðurinn.

Sent: Sun 30. Nóv 2014 15:21
af jardel
Ég nota þetta mest í live íþróttir
Ég horfi mest á Enska boltann Meistaradeildina Spænska Þýska Ítalska Franska Norska boltann og NBA næ öllum leikjunum beint.

Re: Gervihnattabúnaðar þráðurinn.

Sent: Sun 30. Nóv 2014 15:22
af jardel
nidur skrifaði:Ég er á Astra 28.2E og Hotbird 13E, nota disec og var að fá mér Vu+ Solo2 móttakara, hef verið með technomate í 5 ár.
Hvað ert þú með stóran disk á Hotbird og hvar á landinu ert þú?

Re: gervihnattadiskaþráður

Sent: Sun 30. Nóv 2014 15:49
af urban
Tiger skrifaði:Ég er með disk og SKY pakkann allan. Er með mitt í gegnum Eico og hef verið með í áratug. Er með þetta "löglegu" leðina og borga bara beint til SKY.
Hvað er allur sky pakkinn að kosta á mánuði ?

Re: gervihnattadiskaþráður

Sent: Sun 30. Nóv 2014 17:05
af roadwarrior
urban skrifaði:
Tiger skrifaði:Ég er með disk og SKY pakkann allan. Er með mitt í gegnum Eico og hef verið með í áratug. Er með þetta "löglegu" leðina og borga bara beint til SKY.
Hvað er allur sky pakkinn að kosta á mánuði ?
Það er mismunandi eftir því hvað þú villt taka en ef allt er í pakkanum, fyrir utan nokkrar sérrásir eins og MuTV, og svo frv, þá er öll súpan kringum 65pund, man reyndar ekki nákvæma tölu.
Inní þessu er 98% af rásunum sem er í boði, upptöku möguleiki, slatti af HD rásum, 3D möguleiki á einni rás allavega og eitthvað fleira sem ég man ekki eftir í augnablikinu. Svo er möguleiki á að koma sér upp VPN tengingu og nota hana til að láta boxið halda að það sé í UK og þá fæst aðgangur að öllu því efni sem SKY bíður uppá online. Svo þarf ég að borga ca 120pund á ári til aðilana sem sjá um að útvega mér áskriftarkortið. Startkostnaður er mismunandi eftir hvar og hvernig búnaður er keyptur, diskur, móttakari kaplar, festingar og svo frv en ég myndi giska á að það væri möguleiki á að komast upp með að borga að hámarki um 50þús í búnað en það er líka hægt að eyða meira ef maður vill
Einnig þarf að fá leyfi hjá öðrum íbúðum í húsinu ef maður býr í fjölbýlishúsi til að setja upp disk á húsið.

Sky býður aðilum utan UK ekki uppá að kaupa áskrift beint en þeim er annars slétt sama ef áksriftarkortið fer í gegnum aðila í UK svo lengi sem maður borgar áskriftina og það er í lagi að nota íslenskt kreditkort til að borga.
Það er heldur ekki ólöglegt að versla sér erlenda sjónvarpsáskrift, það féll dómur hjá EU fyrir nokkrum árum þar sem breskur kráareigandi útvegaði sér ódýra gervihnatta áskrift frá Grikklandi til að geta sýnt enska boltan var kærður en vann málið á þeim grundvelli að allt EU svæðið væri eitt stórt markaðssvæði og það mætti ekki mismuna milli landa

Re: gervihnattadiskaþráður

Sent: Sun 30. Nóv 2014 20:54
af jardel
urban skrifaði:
Tiger skrifaði:Ég er með disk og SKY pakkann allan. Er með mitt í gegnum Eico og hef verið með í áratug. Er með þetta "löglegu" leðina og borga bara beint til SKY.
Hvað er allur sky pakkinn að kosta á mánuði ?
Um 65 pund. En ef þú ert með cs þá 0kr á mánuði

Re: gervihnattadiskaþráður

Sent: Sun 30. Nóv 2014 22:08
af depill
jardel skrifaði:
Um 65 pund. En ef þú ert með cs þá 0kr á mánuði
Card sharing í einhverjum þokkalegum gæðu, kostar nú yfirleitt eithvað. Þó það sé töluvert ódýrara en Sky. + Þú færð ekki HD rásinar frá Sky þá þar sem þeir eru búnir að para saman kortin og lyklana fyrir HD rásinar.

Sky segir 71 pund á mánuði + 13.50 fyrir Sports ( allt pakkinn ) 16.409 kr + 64 þúsund kr fyrir uppsetningu. Getur búist við því að lyklilinn lifi svona 3 ár samkv. minni reynslu.

Re: Gervihnattabúnaðar þráðurinn.

Sent: Mán 01. Des 2014 15:58
af jardel
kassi skrifaði:Cloud ibox 3 algjör snilld
Hvernig virkar þetta Cloud Ibox?

Re: Gervihnattabúnaðar þráðurinn.

Sent: Mán 01. Des 2014 17:09
af JReykdal
Ég er bara með 13m og 8m diska sko :)

Re: Gervihnattabúnaðar þráðurinn.

Sent: Mán 01. Des 2014 22:32
af nidur
jardel skrifaði:'Hvað ert þú með stóran disk á Hotbird og hvar á landinu ert þú?
Ég er á höfuðborgarsvæðinu með 120cm disk minnir mig

Re: Gervihnattabúnaðar þráðurinn.

Sent: Þri 02. Des 2014 12:15
af jardel
nidur skrifaði:
jardel skrifaði:'Hvað ert þú með stóran disk á Hotbird og hvar á landinu ert þú?
Ég er á höfuðborgarsvæðinu með 120cm disk minnir mig

Hvernig er 1.20 diskurinn að reynast þér á hotbird?
Er eitthvað um myndtruflanir í slæmum veðrum?

Re: Gervihnattabúnaðar þráðurinn.

Sent: Þri 02. Des 2014 20:06
af nidur
jardel skrifaði:Hvernig er 1.20 diskurinn að reynast þér á hotbird?
Er eitthvað um myndtruflanir í slæmum veðrum?
Var að prófa HD rásir í storminum og þær heldust ekki alveg nógu vel inni, en hinar sem ég ath virtust í lagi.