Síða 1 af 1
GTX770 í SLI eða eitt GTX970
Sent: Mán 17. Nóv 2014 23:49
af Varg
Ég er að spá í að fá mér annað Gigabyte GTX 770 OC 4Gb og keyra SLI en þar sem GTX 970 kostar ekki mikið meira þá er ég að spá í hvort sé hagstæðara 2X GTX 770 eða Gtx970?
Re: GTX770 í SLI eða eitt GTX970
Sent: Þri 18. Nóv 2014 03:26
af Danni V8
Ég var að setja upp GTX 770 4gb SLI hjá mér og miðað við það þá fer það bara eftir aðstæðum hvort er hagstæðara. SLI setupið verður alltaf öflugra en single GTX970, en það mun keyra miklu heitara þannig kælingin í tölvunni þarf að vera mjög góð.
Ég þarf einmitt að fara að modda hliðina á kassanum mínum þar sem það er ekki gert ráð fyrir viftu á hliðarhurðinni en ég verð eiginlega að hafa viftu sem blæs inn á skjákortin.
Og síðan fer það líka eftir því hvort aflgjafinn ræður við þetta. Þarft amk. 700w og +12V railið þarf að ráða við meira en 40A minnir mig.