Síða 1 af 1

Hvernig er best að improve-a loading time?

Sent: Mán 17. Nóv 2014 02:21
af pulsar
Daginn vaktarar,

Er að spila diablo 3 á fullu og er að spá hvernig ég geti bætt loading tímann, þ.e. á milli levela og frá menu og start.. þess háttar. Tölvan mín er aðeins á eftir miðað við flest alla aðra spilarana, hehe.

Getið séð info um hana í undirskrift, en ég er að spá hvort ég græði eitthvað á því að bæta við vinnsluminni, upp í 4gb kannski? Eða eru einhver önnur tricks eins og ssd drif eða slíkt eina vitið?

https://us.battle.net/support/en/articl ... quirements" onclick="window.open(this.href);return false;

Tölvan stenst nú alveg kröfurnar en þetta er bara rétt til að keyra leikinn á 2-3 fps mesta lagi, ég er að droppa alveg helling í miklu actioni og er ekki nógu hraður á milli levela heldur :) Hvað segiði, er eitthvað hægt að gera fyrir lítinn pening?

Re: Hvernig er best að improve-a loading time?

Sent: Mán 17. Nóv 2014 03:18
af odinnn
SSD til að minnka loading tímann og skjákort til að auka fps (gætir hugsanlega lent í smá vandræðum með að finna gott nýtt skjákort, fer eftir því hvernig pci-x rauf er á móðurborðinu þínu). Auka vinnsluminni myndi ekki skaða ef þú finnur ódýrann kubb einhverstaðar.

Myndir reyna að finna ódýrt skjákort og minni notað einhverstaðar en fjárfesta í nýjum SSD. SSD-inn geturu tekið með þér í nýja tölvu þar sem þessi fer fljótlega að koma á tíma.

Re: Hvernig er best að improve-a loading time?

Sent: Mán 17. Nóv 2014 03:35
af Tesy
SSD væri eini upgrade sem ég myndi gera ef ég væri þú og nota þá SSD aftur þegar þú kaupir þér nýja tölvu. Ef þú finnur notaða DDR2 minni á mjög góðu verði þá væri það reyndar líka fínt.

Varla þess virði að uppfæra þessa að mínu mati.

Re: Hvernig er best að improve-a loading time?

Sent: Mán 17. Nóv 2014 12:43
af pulsar
FPS-ið er í lagi eins og er, eina sem ég er að hugsa um er meiri hraði, vona þá að ég finni einhverja ódýra 4gb kubba :) þó það sé ekki mikil breyting þá er allt betra en það er núna,

þakka innlegin.

Re: Hvernig er best að improve-a loading time?

Sent: Mán 17. Nóv 2014 14:03
af pulsar
Þarf ég nýtt móðurborð fyrir ssd?

Re: Hvernig er best að improve-a loading time?

Sent: Mán 17. Nóv 2014 17:43
af Sallarólegur
pulsar skrifaði:Þarf ég nýtt móðurborð fyrir ssd?
Nei

Re: Hvernig er best að improve-a loading time?

Sent: Mán 17. Nóv 2014 21:57
af Moldvarpan
Þarft bara að fara uppfæra búnaðinn hjá þér, þarf ekki endilega að vera svo dýrt.

http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=63235

Þarna geturu fengið 4 kjarna örgjörva,móðurborð,minni,kælingu og lítinn SSD á c.a 25-30k.
Svo jafnvel láta eftir sér að finna gott skjákort á hagstæðu verði, þau detta reglulega hérna inn.

Re: Hvernig er best að improve-a loading time?

Sent: Mán 17. Nóv 2014 22:05
af pulsar
Sallarólegur skrifaði:
pulsar skrifaði:Þarf ég nýtt móðurborð fyrir ssd?
Nei
Mér skilst að flestir ssd diskarnir séu með SATA3 tengi, ég er enn bara með SATA1..
Moldvarpan skrifaði:Þarft bara að fara uppfæra búnaðinn hjá þér, þarf ekki endilega að vera svo dýrt.

http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=63235

Þarna geturu fengið 4 kjarna örgjörva,móðurborð,minni,kælingu og lítinn SSD á c.a 25-30k.
Svo jafnvel láta eftir sér að finna gott skjákort á hagstæðu verði, þau detta reglulega hérna inn.
Já ég fylgist með þessu, takk takk.

Re: Hvernig er best að improve-a loading time?

Sent: Þri 18. Nóv 2014 12:03
af Sallarólegur
pulsar skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:
pulsar skrifaði:Þarf ég nýtt móðurborð fyrir ssd?
Nei
Mér skilst að flestir ssd diskarnir séu með SATA3 tengi, ég er enn bara með SATA1..
Það skiptir engu máli.
SATA I (revision 1.x) interface, formally known as SATA 1.5Gb/s, is the first generation SATA interface running at 1.5 Gb/s. The bandwidth throughput, which is supported by the interface, is up to 150MB/s.

SATA II specifications provide backward compatibility to function on SATA I ports. SATA III specifications provide backward compatibility to function on SATA I and SATA II ports.
http://kb.sandisk.com/app/answers/detai ... d-sata-iii" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Hvernig er best að improve-a loading time?

Sent: Þri 18. Nóv 2014 18:10
af pulsar
Sem þýðir þá að hann myndi vinna á töluvert minni hraða en venjulega?

Re: Hvernig er best að improve-a loading time?

Sent: Þri 18. Nóv 2014 18:39
af Tesy
pulsar skrifaði:Mér skilst að flestir ssd diskarnir séu með SATA3 tengi, ég er enn bara með SATA1..
Þú ert reyndar með SATA2 samkvæmt http://www.gigabyte.com/products/produc ... id=2543#sp" onclick="window.open(this.href);return false;
pulsar skrifaði:Sem þýðir þá að hann myndi vinna á töluvert minni hraða en venjulega?
Jub en samt mun hraðar en HDD.

Re: Hvernig er best að improve-a loading time?

Sent: Þri 18. Nóv 2014 18:51
af Sallarólegur
pulsar skrifaði:Sem þýðir þá að hann myndi vinna á töluvert minni hraða en venjulega?
Nei,þarf ekki að vera. Ef takmarkið er að improva loading time þá er SSD eina vitið hvort sem þú ert með sata 1, 2 eða 3.


Mynd

Re: Hvernig er best að improve-a loading time?

Sent: Þri 18. Nóv 2014 19:01
af pulsar
Ok súper! ;)

Re: Hvernig er best að improve-a loading time?

Sent: Mið 26. Nóv 2014 14:38
af pulsar
Hvernig er það, skiptir einhverju máli hvort ég installi sata drivers frá móðurborðs diskinum eða win7? Er nauðsynlegt að velja rétt sata ports á móðurborðinu líka?