Síða 1 af 1

Já Sæll "SanDisk ULLtraDIMM DDR3 400GB SSD"

Sent: Þri 11. Nóv 2014 00:26
af Dúlli
Hvað finnst ykkur um þetta ? mér finnst þetta helvíti svalt er samt forvitinn hvernig þetta virkar og hvernig þetta mun standast þegar þetta fer á opin markað.

Finnst samt að þetta hefði átt að koma í DDR4.

LinusTechTips.com - Ultradimm

Mynd

Re: Já Sæll "SanDisk ULLtraDIMM DDR3 400GB SSD"

Sent: Þri 11. Nóv 2014 01:23
af Lunesta
VÁ! Þetta er snilld!

Re: Já Sæll "SanDisk ULLtraDIMM DDR3 400GB SSD"

Sent: Þri 11. Nóv 2014 02:08
af Gúrú
Dúlli skrifaði:Finnst samt að þetta hefði átt að koma í DDR4.
Til að þetta væri ósamhæft við nær allan búnað sem til er og það af engri góðri ástæðu?

Re: Já Sæll "SanDisk ULLtraDIMM DDR3 400GB SSD"

Sent: Þri 11. Nóv 2014 13:26
af Dúlli
Gúrú skrifaði:
Dúlli skrifaði:Finnst samt að þetta hefði átt að koma í DDR4.
Til að þetta væri ósamhæft við nær allan búnað sem til er og það af engri góðri ástæðu?
Meina þá með því að DDR4 er að detta í hús.

Hvað meinar þú með ósamhæft ? þetta er allt að detta í hús.

Re: Já Sæll "SanDisk ULLtraDIMM DDR3 400GB SSD"

Sent: Þri 11. Nóv 2014 16:37
af vesley
Dúlli skrifaði:
Gúrú skrifaði:
Dúlli skrifaði:Finnst samt að þetta hefði átt að koma í DDR4.
Til að þetta væri ósamhæft við nær allan búnað sem til er og það af engri góðri ástæðu?
Meina þá með því að DDR4 er að detta í hús.

Hvað meinar þú með ósamhæft ? þetta er allt að detta í hús.

Þá er nú mjög líklegt að þetta verði líka fáanlegt í DDR4 útfærslum, hvort það sé þörf á því að hafa DDR geymsludisk í DDR4 en ekki DDR3. Þetta færi ekki í venjulegt DDR3 slot, heldur þarf móðurborðið að vera með sér DDR3 slot með sér controller, því ef þetta væri RAM diskur myndu öll gögn detta úr vélinni þegar drepið væri á henni.

Re: Já Sæll "SanDisk ULLtraDIMM DDR3 400GB SSD"

Sent: Þri 11. Nóv 2014 17:47
af hkr
vesley skrifaði:Þá er nú mjög líklegt að þetta verði líka fáanlegt í DDR4 útfærslum, hvort það sé þörf á því að hafa DDR geymsludisk í DDR4 en ekki DDR3. Þetta færi ekki í venjulegt DDR3 slot, heldur þarf móðurborðið að vera með sér DDR3 slot með sér controller, því ef þetta væri RAM diskur myndu öll gögn detta úr vélinni þegar drepið væri á henni.
Það er til NVDIMM (non-volitle DIMM) sem svo best sem ég veit passar í venjulega ddr3 minnisrauf:
https://en.wikipedia.org/wiki/NVDIMM" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.tomshardware.com/news/agigat ... 17304.html" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.agigatech.com/ddr3.php" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Já Sæll "SanDisk ULLtraDIMM DDR3 400GB SSD"

Sent: Þri 11. Nóv 2014 17:52
af kizi86
samkvæmt sandisk þá þarf þetta bara standard ddr3 rauf..

Re: Já Sæll "SanDisk ULLtraDIMM DDR3 400GB SSD"

Sent: Þri 11. Nóv 2014 23:37
af vesley
kizi86 skrifaði:samkvæmt sandisk þá þarf þetta bara standard ddr3 rauf..

Nú spyr ég hvernig á standard DDR3 rauf og stýring að lesa 400gb og ekki missa gögnin þegar drepið er á vélinni? Kv. 1 sem las ekki greinina almennilega.

Re: Já Sæll "SanDisk ULLtraDIMM DDR3 400GB SSD"

Sent: Þri 11. Nóv 2014 23:39
af Dúlli
vesley skrifaði:
kizi86 skrifaði:samkvæmt sandisk þá þarf þetta bara standard ddr3 rauf..

Nú spyr ég hvernig á standard DDR3 rauf og stýring að lesa 400gb og ekki missa gögnin þegar drepið er á vélinni? Kv. 1 sem las ekki greinina almennilega.
Hvernig ég skil þetta þá ertu með vinnsluminni en en fjarlægir einn eða tvo kubba og smellir einu eða tveimur svona gaurum.

Til dæmis getur verið með Dual Channel 2 eða 4 raufar af DDR3 slottum notar 1-3 slot fyrir RAM og 4x slottið fyrir þetta minni.

Re: Já Sæll "SanDisk ULLtraDIMM DDR3 400GB SSD"

Sent: Þri 11. Nóv 2014 23:48
af Framed
vesley skrifaði:
kizi86 skrifaði:samkvæmt sandisk þá þarf þetta bara standard ddr3 rauf..

Nú spyr ég hvernig á standard DDR3 rauf og stýring að lesa 400gb og ekki missa gögnin þegar drepið er á vélinni? Kv. 1 sem las ekki greinina almennilega.
Vegna þess að þetta eru ekki venjulegir RAM kubbar heldur Flash minniskubbar. Gögnin hverfa ekki, ekki frekar en þau hverfi af SSD þegar þú slekkur á tölvunni.

Re: Já Sæll "SanDisk ULLtraDIMM DDR3 400GB SSD"

Sent: Þri 11. Nóv 2014 23:56
af roadwarrior
Ætli þetta muni ekki bjóða uppá nánast "instant" stýrikerfisræsingu?
Maður slekkur á vélinni í miðju wordskjali og næst þegar maður ræsir hana "ískalda" þá er maður kominn með stýrikerfið og allt það sem maður var að gera síðast uppá skjáinn á innan við einni sekúndu td.
Ef rafmagnið færi td þá væri enginn hætta á að tapa neinu

Re: Já Sæll "SanDisk ULLtraDIMM DDR3 400GB SSD"

Sent: Mið 12. Nóv 2014 00:14
af Glazier
roadwarrior skrifaði:Ætli þetta muni ekki bjóða uppá nánast "instant" stýrikerfisræsingu?
Maður slekkur á vélinni í miðju wordskjali og næst þegar maður ræsir hana "ískalda" þá er maður kominn með stýrikerfið og allt það sem maður var að gera síðast uppá skjáinn á innan við einni sekúndu td.
Ef rafmagnið færi td þá væri enginn hætta á að tapa neinu
Ef þetta er það sem koma skal í heimilistölvum venjulegra notenda á næstu árum þá er það risa stórt skref uppá við !

Re: Já Sæll "SanDisk ULLtraDIMM DDR3 400GB SSD"

Sent: Mið 12. Nóv 2014 05:22
af slapi
Mesta breytingin verður víst í svartíma. Úr 20 míkrósek niðrí 3míkrósek sem breytir miklu í server umhverfi. Ég held að þetta muni ekki breyta neinu fyrir almennan notenda.

Re: Já Sæll "SanDisk ULLtraDIMM DDR3 400GB SSD"

Sent: Mið 12. Nóv 2014 15:55
af slapi
http://www.overclock3d.net/articles/sto ... pcie_ssd/1" onclick="window.open(this.href);return false;
Annars er hellingur að gerast í SSD heiminum þessa dagana

Re: Já Sæll "SanDisk ULLtraDIMM DDR3 400GB SSD"

Sent: Mið 12. Nóv 2014 22:46
af Framed
slapi skrifaði:http://www.overclock3d.net/articles/sto ... pcie_ssd/1
Annars er hellingur að gerast í SSD heiminum þessa dagana
Eins mikið gaman og það væri að fá sér 8TB ssd disk í PCIe rauf með 4.5/2.5 GB/s read/write þá hef ég einhvern lúmskan grun um að þetta verði ekki á verði sem hinn almenni tölvunotandi er tilbúinn að setja í gagnageymsluna hjá sér. :no :-k

Þá held ég það séu meiri líkur á að 200-400 GB SSD í RAM rauf verði fyrr á verðbili sem Random Joe ræður við. :happy
Þetta er enterprise tækni og því erfitt að nálgast einhverjar fastar verðtölur en í þessari grein kemur fram að þetta sé ódýrara en PCIe SSD. Þá er bara spurning hversu lengi við þurfum að bíða þar til það kemur consumer útgáfa af þessu ásamt consumer móðurborðum sem geta notað þetta.

Hérna er svo review af herlegheitunum. Þar kemur meðal annars fram að Sandisk er að þróa DDR4 útgáfu.