Síða 1 af 1

Smá Advanced Warfare Gagnrýni

Sent: Fös 07. Nóv 2014 01:22
af HalistaX
Advanced Warfare, Hvað á maður að segja, hvar skal byrja?
Fyrir utan ógéðslega löngu loading tímana og out-of-sync cut scene'in er þetta nákvæmlega sami leikur og t.d. MW2, Blops2 og Ghosts.
Sure ég fæ eitthvað Exo-suite mér til afnota en málið er bara að borðin eru svo lokuð að þú notar Exo-suite'ið aðeins þegar leikurinn segir þér að gera það. Þetta er ekki Crysis þar sem þú gast basically farið útum allt og mótað orrustuna eins og þér hentar með Nano-suite'inu. Þetta er btw ekki Crysis, svo það fari ekki framhjá neinum. Exo-suite er ekki Nano-suite, jú maður getur notað bæði til þess að gera sig gegnsæjann og báðir búningarnir bjóða uppá aukina vörn gegn skaða en samt..... já... ekki Crysis. Eða er þetta kannski Crysis?

Hvað er ég að væla, það hlýtur að vera drullu erfitt að vera original í industry'inu í dag.
Any who, gunplayið er alveg eins og í gömlu, ekkert nýtt þar. Allur leikurinn er eins og ein stór Michael Bay mynd, sprengingar hér, þar og allstaðar.
Hljóðið er svosum skítsæmilegt, ekkert til þess að hrópa húrra yfir, eftir smá stund byrja allar byssurnar að hljóma eins.
Og auðvitað þurfti þeir að bæta við einhverjum helvítis quick-time events. Æhj þú veist, þar sem hasarinn stoppar í smá stund og þú færð smá tíma til þess að hamra takka til þess að komast áfram.

En nú er það graffíkin, hahaha graffíkin, ég er graffík hóra, sérstaklega þegar kemur að leikjum sem hafa miklar kröfur á vélbúnað. Eins og margir vita þá bað þessi leikur um 'NVIDIA® GeForce® GTX 760 @ 4GB'(Copy/paste af Steam Store). Við að sjá þetta hélt ég auðvitað að þeir væru að prufa nýja hluti með graffíkina, kannski komnir með nýja vél og ég næði svona 50-60 römmum með mínu R9 290 @ 4GB. En nei, svo var einfaldlega ekki, leikurinn keyrir eins og vel smurð vél í kringum 135 römmum á sekúndu á vélinni minni. Þú last rétt, 135FPS. Maður sér það náttúrulega strax að það hefur ekkert breyst hvað varðar graffík, hún er eins og í Ghosts sem var eins og í MW3 sem var eins í....... enda alltaf sama gamla vélin.

Þegar ég er að tala um leik á borð við Advanced Warfare er ég auðvitað að miða við leiki í sama flokki svo sem Battlefield 4.
Sagan er fyrirsjáanleg á svo marga vegu, ætla ekki að spoila fyrir neinum neitt þannig að ég má eiginlega ekki segja neitt meir en ég held að það sé öruggt að segja að ég var kominn með söguna á hreint vikum áður en leikurinn kom út.
Það er einhvernveginn sama hvað Activision kúkar út, Battlefield hefur alltaf yfirhöndina, bara ef restin af heiminum myndi nú átta sig á því.
Endilega ef þið viljið review að einhverjum leik, gefa mér hann á Steam. Ég lifi undir nafninu gudni874 á Steam. *Steam begging at its finest*

Re: Smá Advanced Warfare Gagnrýni

Sent: Mán 10. Nóv 2014 14:54
af Danni V8
Ég gafst upp á cod seríunni eftir mw3 eða blops 2. Man ekki hvor kom á undan. Allavega eftir að blops kom með dedicated servers eftir mw2 iwnet draslið hafði ég smá von. Síðan komu 2 með sama drasli og mw2 og það var nóg til að fá mig til að segja skilið við þessa leikjaseriu.

Re: Smá Advanced Warfare Gagnrýni

Sent: Mán 10. Nóv 2014 15:40
af jojoharalds
það verður allavega gefa söguþræðinum séns;(Kevin spacy er að leika í þessu,"grjótharður")

Re: Smá Advanced Warfare Gagnrýni

Sent: Mán 10. Nóv 2014 16:01
af capteinninn
Eh mér fannst hann ekkert sérstakur, söguþráðurinn var ekki að virka nógu vel að mínu mati því hann var svo rosalega gegnsær.

Gunplayið er líka ekkert skemmtilegt finnst mér. Ég man samt ekki eftir mp-focused leik með góðum sp í fljótu bragði, allavega ekki nýlegan.

Er ekkert búinn að spila mp en býst við að það sé alveg eins og fyrri cod leikir

Re: Smá Advanced Warfare Gagnrýni

Sent: Mán 10. Nóv 2014 16:43
af braudrist
HalistaX skrifaði:texti
Ef þú ert grafík hóra, prufaðu að setja Allt textures í Extra, Anisotropic filtering í High, Shadows = on, Shadow Map Resolution = Extra, Post Process Anti-Aliasing = SMAA T2x og Super Samping = x16

Sjáðu svo leikinn éta upp tölvuna þína, nema að þú sért kannski með tvö Titan kort.

Re: Smá Advanced Warfare Gagnrýni

Sent: Mán 10. Nóv 2014 16:57
af GuðjónR
Vinur minn var að setja saman ofurtölvu í gær, hann fékk sér heimsins besta gamer skjá líka:
http://tl.is/product/27-asus-pg278q-tn- ... -120-144hz" onclick="window.open(this.href);return false;

Og þetta var einn af þeim leikjum sem hann prófaði og það í ULTRA settings með allt í botni.
Leikurinn lookaði vel en hann entist bara í 5 mín, leikurinn var svo leiðinlegur.

Verður að feta fyrirfram ákveðnar slóðir og ef þú ferð út af þeim þá ertu dauður innan tveggja mínútna.
.....booooring.

Re: Smá Advanced Warfare Gagnrýni

Sent: Mán 10. Nóv 2014 18:41
af HalistaX
braudrist skrifaði:
HalistaX skrifaði:texti
Ef þú ert grafík hóra, prufaðu að setja Allt textures í Extra, Anisotropic filtering í High, Shadows = on, Shadow Map Resolution = Extra, Post Process Anti-Aliasing = SMAA T2x og Super Samping = x16

Sjáðu svo leikinn éta upp tölvuna þína, nema að þú sért kannski með tvö Titan kort.
Ég fann ekkert merkilegt í graphics options, annars er ég búinn að eyða honum núna, hef engan áhuga á þessum leik eitthvað frekar. Ég var btw með allt í Extra.
jojoharalds skrifaði:það verður allavega gefa söguþræðinum séns;(Kevin spacy er að leika í þessu,"grjótharður")
Elska Kevin Spacey í House of Cards og hann var svosem ágætur í þessum leik fannst sagan og allt atmosphere bara lélegt.

Re: Smá Advanced Warfare Gagnrýni

Sent: Mán 10. Nóv 2014 22:21
af capteinninn
GuðjónR skrifaði:Vinur minn var að setja saman ofurtölvu í gær, hann fékk sér heimsins besta gamer skjá líka:
http://tl.is/product/27-asus-pg278q-tn- ... -120-144hz" onclick="window.open(this.href);return false;

Og þetta var einn af þeim leikjum sem hann prófaði og það í ULTRA settings með allt í botni.
Leikurinn lookaði vel en hann entist bara í 5 mín, leikurinn var svo leiðinlegur.

Verður að feta fyrirfram ákveðnar slóðir og ef þú ferð út af þeim þá ertu dauður innan tveggja mínútna.
.....booooring.
Þú gerir samt ekki grafískt test á Cod leikjunum því þeir eru yfirleitt með frekar lélega grafík.

Myndi frekar skoða mp í BF4 eða eitthvað álíka þar sem maður sér alvöru mun á umhverfinu og fleira.