Síða 1 af 1

verkstæði fyrir spjaldtölvur

Sent: Mið 05. Nóv 2014 21:25
af anubis1980
góðan daginn ég var að spá hvort einhver vissi um verkstæði sem gæti skipt um glerið á spjaldtölvunni minni (samsung galaxy tab pro 8.4 því að tæknivörur villja skipta um lcd skjæáinn líka sem er óþarfi því hann er heill...
einn í vanda

Re: verkstæði fyrir spjaldtölvur

Sent: Mið 05. Nóv 2014 21:37
af rapport
Græn framtíð, hugsanlega...

Re: verkstæði fyrir spjaldtölvur

Sent: Mið 05. Nóv 2014 22:53
af KermitTheFrog
Það gerir ekkert verkstæði svona. Að skipta um glerið bara er brask og því gera viðurkennd verkstæði þetta ekki.

Geturu alltaf sjálfur keypt varahlut á netinu og skipt um sjálfur eða fengið einhvern sem þú þekkir til að gera það.

Re: verkstæði fyrir spjaldtölvur

Sent: Mið 05. Nóv 2014 22:59
af rapport
KermitTheFrog skrifaði:Það gerir ekkert verkstæði svona. Að skipta um glerið bara er brask og því gera viðurkennd verkstæði þetta ekki.

Geturu alltaf sjálfur keypt varahlut á netinu og skipt um sjálfur eða fengið einhvern sem þú þekkir til að gera það.

Hef reyndar séð svona græju hjá þeim þar sem tækið sker glerið af, enginn að rembast eins og í þessu videoi.



Er með gamlan Samsung síma hérna heima sem þeir skiptu um gler á á sínum tíma, komið tæpt ár ´siðan og hann virkar fínt.

Það sakar ekki að prófa að tala við þá í Grænni framtíð, kanna hvort þeir vilji gera þetta fyrir þig...

Re: verkstæði fyrir spjaldtölvur

Sent: Mið 05. Nóv 2014 23:06
af KermitTheFrog
rapport skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:Það gerir ekkert verkstæði svona. Að skipta um glerið bara er brask og því gera viðurkennd verkstæði þetta ekki.

Geturu alltaf sjálfur keypt varahlut á netinu og skipt um sjálfur eða fengið einhvern sem þú þekkir til að gera það.

Hef reyndar séð svona græju hjá þeim þar sem tækið sker glerið af, enginn að rembast eins og í þessu videoi.



Er með gamlan Samsung síma hérna heima sem þeir skiptu um gler á á sínum tíma, komið tæpt ár ´siðan og hann virkar fínt.

Það sakar ekki að prófa að tala við þá í Grænni framtíð, kanna hvort þeir vilji gera þetta fyrir þig...
Nú já, ég hélt að græn framtíð væri eitthvað svona endurvinnsludót en ekki verkstæði og svar þitt væri kaldhæðni.

Re: verkstæði fyrir spjaldtölvur

Sent: Sun 09. Nóv 2014 17:18
af Sallarólegur
rapport skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:Það gerir ekkert verkstæði svona. Að skipta um glerið bara er brask og því gera viðurkennd verkstæði þetta ekki.

Geturu alltaf sjálfur keypt varahlut á netinu og skipt um sjálfur eða fengið einhvern sem þú þekkir til að gera það.

Hef reyndar séð svona græju hjá þeim þar sem tækið sker glerið af, enginn að rembast eins og í þessu videoi.

[youtube][/youtube]

Er með gamlan Samsung síma hérna heima sem þeir skiptu um gler á á sínum tíma, komið tæpt ár ´siðan og hann virkar fínt.

Það sakar ekki að prófa að tala við þá í Grænni framtíð, kanna hvort þeir vilji gera þetta fyrir þig...
Oj hvað þetta er mikið vesen.

Re: verkstæði fyrir spjaldtölvur

Sent: Sun 09. Nóv 2014 20:38
af rapport
KermitTheFrog skrifaði:Nú já, ég hélt að græn framtíð væri eitthvað svona endurvinnsludót en ekki verkstæði og svar þitt væri kaldhæðni.
Það er reyndar mjög eðlileg ályktun... en, nei, ég var að meina þetta...

Re: verkstæði fyrir spjaldtölvur

Sent: Sun 09. Nóv 2014 22:37
af Gislinn
Getur prufað að leita á amazon eða á ebay eftir gleri og digitizer og skipt um þetta sjálfur. Ég er nýlega búinn að skipta út digitizer og gleri á iPad og það var [hundleiðinlegt en] ótrúlega lítið mál.

Veit ekki hvernig þetta er með þessar spjaldtölvur en ef þú getur fengið gler og digitizer (og þetta er svipað eins og með ipad-inn, sem ég geri ráð fyrir) þá geturu skipt um þetta á ca. 1 klst. Ef þú kaupir gler og digitizer saman þá þarftu ekki að vera að skera digitizerinn frá glerinu eins og mér sýnist verið sé að gera í myndbandinu frá rapport.

EDIT: Fann video þar sem einhver gaur er einmitt að skipta um gler og digitizer á svona tölvu (reyndar á þýsku en það er lítið mál að sjá hvað hann er að gera á þessu video-i). Hér geturu séð hvað þarf að gera, þetta er örlítið meira mál á þessari tölvu en á iPadinum en ef þú ert ekki með 10 þumalputta þá ættiru alveg að geta þetta sjálfur ef þú treystir þér í það.