Síða 1 af 1
Að kaupa snjallsíma í USA, hvað þarf að huga að?
Sent: Fim 23. Okt 2014 18:22
af hundur
Sælinú. Nú er gamla settið statt í hinu mikla landi Bandaríkjunum og því er ekki úr vegi að splæsa í eitt stykki snjallan síma sem þau gætu flutt inn.
Ég ætla að kaupa mér high-end síma, annaðhvort android eða iPhone. Shortlistinn var kominn niður í LG G3, Samsung Galaxy S5 og iPhone 6 (að því gefnu að hægt sé að fá hann innan 2 vikna).
Vil helst kaupa hann online svo þau þurfi ekki að vesenast í þessum málum. Hafði heyrt talað um síðuna GSMnation.com og fann þar alla þessa síma, ólæsta. Það sem ég er að vesenast með er hvort símarnir virki á 4G kerfinu á Íslandi. Hérna er t.d. skjáksot af því hvaða kerfi LG G3 síminn styður (hvað er LTE kerfið?)
http://www.gsmnation.com/unlocked-lg-g3.html

- Snip20141023_9.png (190.61 KiB) Skoðað 2489 sinnum
Er mögulega eitthvað annað sem þarf að hafa í huga varðandi símakaup úti?
kv. Voffi
Re: Að kaupa snjallsíma í USA, hvað þarf að huga að?
Sent: Fim 23. Okt 2014 18:31
af Tiger
ólæsti T-mobile iPhone-inn virkar hérna heima allavegana á 4G kerfi símans.
Re: Að kaupa snjallsíma í USA, hvað þarf að huga að?
Sent: Fim 23. Okt 2014 18:36
af Tesy
Ég á iPhone 5 frá Sprint og 4g virkar hérna á Íslandi. (Er hjá NOVA) Þannig að ég held að iPhone 6 frá þeim myndi einnig virka.
Ef þú ætlar að fá þér iPhone 6 myndi ég kaupa frá T-Mobile þar sem Tiger hefur staðfest því að það virkar á Íslandi.
Re: Að kaupa snjallsíma í USA, hvað þarf að huga að?
Sent: Fös 24. Okt 2014 10:12
af hfwf
bara svo það sé á hreinu þá er 4g = lte.
Re: Að kaupa snjallsíma í USA, hvað þarf að huga að?
Sent: Fös 24. Okt 2014 11:23
af hkr
hfwf skrifaði:bara svo það sé á hreinu þá er 4g = lte.
Tæknilega séð, þá er það ekki það sama.
http://www.androidauthority.com/4g-vs-lte-274882/" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Að kaupa snjallsíma í USA, hvað þarf að huga að?
Sent: Fös 24. Okt 2014 17:09
af hundur
hfwf skrifaði:bara svo það sé á hreinu þá er 4g = lte.
Þannig að þeir símar sem eru seldir á gsmnation.com styðja ekki 4G kerfið á Íslandi? (Sjá myndina í upphaflegu innleggi)
-=Bætt við=-: Vodafone segjast senda út á bandi 20, sem er 800 mhz á höfuðborgarsvæðinu. Það sýnist mér falla inn í LTE grúbbuna sem er á myndinni. Correct me if i'm wrong.
Re: Að kaupa snjallsíma í USA, hvað þarf að huga að?
Sent: Fös 24. Okt 2014 17:29
af Sallarólegur
hfwf skrifaði:bara svo það sé á hreinu þá er 4g = lte.
But as faster technology emerged, marketers got tricksy. All four of the major American carriers came up with a different definition of 4G. They share only one similarity: being faster than 3G.
While both HSPA+ and LTE are called 4G, the latter promises zippier speeds and improved performance in the future. To distinguish between stopgap technology and the cutting edge, carriers started specifying that some devices are not just 4G, but 4G LTE.
Soon, all 4G will be LTE. Verizon, AT&T, and Sprint have 4G LTE towers in many cities, and promise stronger coverage by the end of the year. T-Mobile says that its LTE service will go online in 2013.
http://www.csmonitor.com/Innovation/Tec ... difference" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Að kaupa snjallsíma í USA, hvað þarf að huga að?
Sent: Fim 20. Okt 2016 17:03
af Jonssi89
Sællir. Er að spá að panta síma fra USA og mig langar að spyrja ykkur hvort þeir eru CE merktir þarna í Bandarikjanum ? Eða þarf ég að biðja sendanda serstaklega um það ? Langar að kaupa þennan:
http://www.ebay.com/itm/New-Samsung-Gal ... DKG4jzw-uQ
Re: Að kaupa snjallsíma í USA, hvað þarf að huga að?
Sent: Fim 20. Okt 2016 17:45
af Squinchy
iPhone SE frá sprint er rétt mdl númer fyrir ISL, en 6 og 7 þá er T-mobile málið
Re: Að kaupa snjallsíma í USA, hvað þarf að huga að?
Sent: Fim 20. Okt 2016 17:47
af Jonssi89
Re: Að kaupa snjallsíma í USA, hvað þarf að huga að?
Sent: Fim 20. Okt 2016 22:26
af orn
Þú þarft aðallega að passa upp á að hann styðji réttu 4G LTE böndin. Sumir símaframleiðendur (t.d. Oneplus) eru með sérstaka USA útgáfu sem notar önnur bönd heldur en restin af heiminum (í tilfelli Oneplus, a.m.k.).
Ef þú ert með USA útgáfu þýðir það ekki endilega að 4G virki ekki hérlendis, en það gætu verið færri svæði þar sem það virkar, þar sem 4G er keyrt á nokkrum tíðnum hér.
Ég held að flestir flagship símar (iPhone, Galaxy, LG G3) séu bara með eina útgáfu fyrir allan heiminn, en tékkaðu bara á GSMArena eða e-u álíka. Þar ætti að koma fram ef til eru fleiri útgáfur, og þá hvaða bönd þau styðja.
Re: Að kaupa snjallsíma í USA, hvað þarf að huga að?
Sent: Fim 20. Okt 2016 22:36
af Snorrlax
Það var nú óþarfi að vekja 2 ára þráð upp frá dauðum til að spyrja um spurningu sem er mjög lítið tengd upprunarlega þráðinum. Mæli frekar með því að byrja nýjan þráð næst, verður þá heldur engin ruglingur eins og er að gerast hér.