Síða 1 af 1

Office 365 - Frítt fyrir nemendur HÍ

Sent: Þri 21. Okt 2014 18:15
af Sallarólegur
Kominn tími til :)

http://rhi.hi.is/office365" onclick="window.open(this.href);return false;
Í dag klukkan 11:00 á Háskólatorgi mun Reiknistofnun Háskóla Íslands formlega opna fyrir aðgang að Office 365. Nú fá notendur aðgang að forritum eins og Word, Excel og PowerPoint og geta unnið með þau online sem og offline (nemendur).

Re: Office 365 - Frítt fyrir nemendur HÍ

Sent: Þri 21. Okt 2014 18:54
af Alex97
Það er líka frítt fyrir nemendur Tækniskólans.

Re: Office 365 - Frítt fyrir nemendur HÍ

Sent: Þri 21. Okt 2014 21:15
af Stuffz
Microsoft phew..

Openoffice er málið, ekki Microsoft.
Breikkum ekki auðmagnsgjána og veljum líka frjálsan* hugbúnað.


Openoffice!

100 Milljón Niðurhöl ljúga ekki


*Microsoft handed the NSA access to encrypted messages

Re: Office 365 - Frítt fyrir nemendur HÍ

Sent: Þri 21. Okt 2014 21:32
af bigggan
Meira draslið þetta Openoffice.

En þetta er flott hjá þeim, Miklu notendavænna office pakkan hjá microsoft en hjá OO. lika að maður fær 1 terrabyte hjá 365.

Talandi um þetta:
http://www.theguardian.com/world/2013/j ... s-nsa-data" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Office 365 - Frítt fyrir nemendur HÍ

Sent: Þri 21. Okt 2014 21:56
af Stuffz
bigggan skrifaði:Meira draslið þetta Openoffice.

En þetta er flott hjá þeim, Miklu notendavænna office pakkan hjá microsoft en hjá OO. lika að maður fær 1 terrabyte hjá 365.

Talandi um þetta:
http://www.theguardian.com/world/2013/j ... s-nsa-data" onclick="window.open(this.href);return false;
hmm Drasl?

þetta er frír hugbúnaður og þeir eru ekki að selja út notendurna sína eins og Microsoft.

OO = 0,0 KR

Micro$$$oft = $$.$$$ KR

svo þetta prism + snowden mál er ekkert nýtt varðandi Microsoft, þeir eru búnir að vera að þessu a.m.k. síðan þetta hér: http://en.wikipedia.org/wiki/United_Sta ... osoft_Corp" onclick="window.open(this.href);return false;.

fann eitthver Evrópusambandsskjöl* fyrir nokkru sem töluðu m.a.a um hvernig fyrir meira en áratug Microsoft gaf NSA hluta af encryption kóða fyrir MS hugbúnað sem seldur var utan BNA til að minnka vinnutíma NSA við að brjóta kóðana, frá nokkrum dögum í nokkrar mínútur, sem gefur þeir forskot á aðrar stofnanir í heiminum, þetta er svona "leynistríð" milli njósnastofnana stórvelda og þeirra bandamanna þar sem ýmsum fyrirtækjum í viðkomandi löndum svosem forrita og fjarskiptabúnaðarframleiðendur, er stillt upp við vegg ef þeim er illa við að sýna þessum stofnunum "blíðu" í samskiptum :P

Þeirra fávitru pólitíkusarnir gera sér kannski ekki fyllilega grein fyrir hvaða afleiðingar þeirra þörf fyrir að vilja finnast alltaf vera í lúppunni með allt á jörðu sem á himni er að kosta okkur hin í óeðlilegum afskiptum af okkar upplýsingum, samskiptum og privacý.

Ég bíð bara eftir að sjá fjölda hópskaðabótamál í framtíðinni höfðuð á hendur þessum fyrirtækjum sem sannast á að hafi selt compromized hugbúnað, s.s. með einbeittum vilja selt neytendum vöru með innbyggðan öryggisgalla, láta þá velja um hvora þeir þora að styggja meira, notendurna sýna eða þessar vafasömu stofnanir, er allavegana í gírnum með popp og kók að fylgjast með actioninu þegar það gerist :fly


EDIT: * http://www.duncancampbell.org/menu/surv ... ort%20.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Office 365 - Frítt fyrir nemendur HÍ

Sent: Þri 21. Okt 2014 23:25
af Sallarólegur
Svo ég tali nú bara fyrir mig þá er mér nokk sama hvort NSA geti komist í heimanámið mitt eða ekki.

Menn verða bara að vera meðvitaðir um það að þú setur ekki skjöl sem þú vilt ekki að séu aðgengileg á netið. Punktur. Sama hvað það heitir - það verður alltaf hægt að komast í það fyrr eða síðar - ef tilteknir aðilar hafa áhuga á því.

Re: Office 365 - Frítt fyrir nemendur HÍ

Sent: Mið 22. Okt 2014 01:58
af upg8
Endemis kjaftæði er þetta í þér Stuffz, Microsoft hefur í gegnum árin sýnt fjölda ríkja source code fyrir kerfin sín og svo mætti benda þér á þetta hérna... http://www.microsoft.com/en-us/sharedso ... fault.aspx Það er ekki verið að setja viljandi stórkostlega öryggisgalla í kerfin.

Þú ert væntanlega að rugla Microsoft saman við RSA, Microsoft er ekki yfir lögin haft frekar en önnur fyrirtæki og ber að afhenda þau gögn sem lög segja til um. Annars hafa þeir barist gegn því að afhenda gögn frá fjölda aðila sem önnur fyrirtæki myndu ekki veigra sér fyrir að afhenda. Að hafa hugbúnað open source er heldur engin trygging, hvernig útskýrir þú annars t.d. heartbleed? Það er þér heldur ekki til framdráttar að nota $$$$ til þess að lýsa MS, -að sjálfsögðu eru þeir í rekstri til þess að græða peninga líkt og Google og önnur stór fyrirtæki.

Re: Office 365 - Frítt fyrir nemendur HÍ

Sent: Mið 22. Okt 2014 09:19
af MSsupportIceland
Við og NSA erum að vinna í því að rekja allt sem Stuffz gerir ;)

Re: Office 365 - Frítt fyrir nemendur HÍ

Sent: Mið 22. Okt 2014 09:34
af I-JohnMatrix-I
MSsupportIceland skrifaði:Við og NSA erum að vinna í því að rekja allt sem Stuffz gerir ;)
=D>

Re: Office 365 - Frítt fyrir nemendur HÍ

Sent: Mið 22. Okt 2014 09:42
af upg8
Þessi deild fer í gegnum heimavinnuna þína Stuffz ;)
https://www.youtube.com/watch?v=ouGCVy-d3yk

Re: Office 365 - Frítt fyrir nemendur HÍ

Sent: Mið 22. Okt 2014 11:56
af urban
Stuffz skrifaði:Microsoft phew..

Openoffice er málið, ekki Microsoft.
Breikkum ekki auðmagnsgjána og veljum líka frjálsan* hugbúnað.
Daginn sem að open office verður jafn gott og MS office pakkinn þá kem ég til með að nota það.

Þangað til er þetta alltaf annars flokks vara

Re: Office 365 - Frítt fyrir nemendur HÍ

Sent: Mið 22. Okt 2014 12:07
af Sidious
Finnst njósnir NSA\USA og annara ríkja á almennum borgurum og "leiðtogum" ríkja ekkert vera neit spaug. Ég er nú samt með heimanámið mitt inn á onedrive og nota Office online þar sem ég er með Ubuntu og finnst libreoffice ekki alveg vera gera nógu góða hluti með impress. Og ég vildi óska að það væri eitthvað jafn þægilegt og onenote.