Síða 1 af 1
Touchpad virkar ekki!
Sent: Lau 18. Okt 2014 21:38
af krissi24
Ég er með Easynote MX61 fartölvu og touchpad-ið vill bara ekki virka :/ Hefur einhver lent í sama veseni?
Re: Touchpad virkar ekki!
Sent: Lau 18. Okt 2014 23:40
af Bjosep
Ég lenti í svona á ACER fartölvu sem ég á, windows vista, og lausnin fólst í því að setja upp rekilinn á nýtt.
Þú hefur ekki óvart slökkt á þessu bara?
Re: Touchpad virkar ekki!
Sent: Sun 19. Okt 2014 03:11
af krissi24
Bjosep skrifaði:Ég lenti í svona á ACER fartölvu sem ég á, windows vista, og lausnin fólst í því að setja upp rekilinn á nýtt.
Þú hefur ekki óvart slökkt á þessu bara?
Ég er búinn að setja inn alla rekla, einnig prufa að láta driver scanner yfirfara reklana en ekkert virðist virka

, Hún er að keyra Win7 Pro 32 bit. Er þetta kannski bara gallaðar tölvur hvað varðar touchpad-ana á þeim? Það er frekar langt síðan ég fékk þessa vél og mér datt allt í einu í hug að reyna þetta aftur en þetta virðist ekkert ætla lagast. Kannski er þetta bara bilað á þessari vél. Ætli sé mikið mál og dýrt að láta skipta þessu út? Ef það er yfir höfuð hægt?
Re: Touchpad virkar ekki!
Sent: Sun 19. Okt 2014 07:16
af upg8
Prófað að ýta á F6? Ætti að vera toggle takki fyrir músina ef ég man rétt.
Re: Touchpad virkar ekki!
Sent: Sun 19. Okt 2014 19:42
af krissi24
upg8 skrifaði:Prófað að ýta á F6? Ætti að vera toggle takki fyrir músina ef ég man rétt.
Ég prófaði það en það virkaði ekki, prófaði einnig aðra F takka en það þýddi ekkert

Svona lítur lyklaborðið út:

Re: Touchpad virkar ekki!
Sent: Sun 19. Okt 2014 22:27
af beatmaster
Hvað er þetta á F5 takkanum?? kemur músin ekki inn ef að þú heldur inni fn takkanum og F5
Re: Touchpad virkar ekki!
Sent: Sun 19. Okt 2014 23:55
af krissi24
beatmaster skrifaði:Hvað er þetta á F5 takkanum?? kemur músin ekki inn ef að þú heldur inni fn takkanum og F5
Þetta er LCD only tákn? Það kemur allavega þegar ég ýti á þennan takka.
Re: Touchpad virkar ekki!
Sent: Mán 20. Okt 2014 02:27
af atlifreyrcarhartt
Halda FN inni og yta a F5 þetta er til að geta slökkt og kveikt á tuchpad'inu
ef það virkar ekki þá er þetta bilað most like hardware frekar en software
Re: Touchpad virkar ekki!
Sent: Mán 20. Okt 2014 02:55
af krissi24
atlifreyrcarhartt skrifaði:Halda FN inni og yta a F5 þetta er til að geta slökkt og kveikt á tuchpad'inu
ef það virkar ekki þá er þetta bilað most like hardware frekar en software
Þegar ég ýti á þessa takka þá kemur tákn uppí vinstra horninu af fartölvu og undir því stendur: ,,LCD only"
Re: Touchpad virkar ekki!
Sent: Mán 20. Okt 2014 09:03
af Bjosep
F5 er ekki fyrir touchpad heldur til að skipta á milli skjáa sbr táknið á takkanum. Mér sýnist á öllu að það sé enginn takki til þess að kveikja/slökkva á snertifletinum. Þú gætir prufað að ýta á þá alla og sjá hvort snertiflöturinn byrjar að virka.
Ef þú ferð í device manager, er snertiflöturinn til staðar þar? Ef svo hvaða upplýsingar sérðu.
Ef ekki, farðu þá í BIOS mögulega og sjáðu hvort þú finnur snertiflötinn þar. Og bara svona einfaldasta brellan að velja "load default settings" eða "load optimized settings" eða eitthvað álíka.
Áttu leiðarvísinn fyrir tölvuna þína? Ég finn ekkert á packardbell.com um mx 61, hér er bútur úr leiðarvísinum fyrir mx 52 um hvað á að gera ef snertiflöturinn hættir að virka.
P.S. Hvað gerir Fn + F11 ?