Uppfæra gamla vél - ssd vs nýtt mobo og fl
Sent: Þri 07. Okt 2014 18:50
Ætlaði að uppfæra vélina hjá mömmu og pabba. Er gömul gigabyte vél keypt í tölvutek fyrir um 8 árum. Minnir að specs séu c.a. 2 dual core, 2gb ddr2 og annað gamalt dót. Pabba finnst hún vera orðinn hæg (gæti verið nóg að strauja) ég ætlaði að strauja hana og setja samsung evo disk til að gera hann sprækari. Á jafnvel minniskubba svo ég nái vélinni í 3gb ram. Haldiði að það sé ekki feiki nóg til að gera hann sprækari fyrir email og facebook? Eða er málið að eyða smá meiri pening til að fá nýtt mobo og nýrri íhluti?