Síða 1 af 1

Hvernig finn ég týndan síma?

Sent: Lau 04. Okt 2014 10:14
af Fernando
Sælir Vaktarar

Týndi símanum mínum í nótt.

Er með Lookout appið, búinn að locate-a símann nokkurn veginn, það er slökkt á honum.

Hann er í heimahúsi. Veit ekki nákvæmlega í hvaða húsi, radíushringurinn er of stór.

Hvað á ég að gera? Tala við lögregluna? Reyna að finna húsið?


Bestu kveðjur
Fernando

Re: Hvernig finn ég týndan síma?

Sent: Lau 04. Okt 2014 10:16
af Sallarólegur
Ef ég væri þú myndi ég fara að vinna inn fyrir nýjum síma :baby

Re: Hvernig finn ég týndan síma?

Sent: Lau 04. Okt 2014 19:39
af Elmar-sa
Tala við lögregluna?? ÞÚ týndir símanum.........

Re: Hvernig finn ég týndan síma?

Sent: Lau 04. Okt 2014 20:01
af zedro
Tvö algjörlega gagnslaus svör.... vel gert drengir.

Það eru búnir að vera nokkrir þræðir á vaktinni um týnda/stolna síma. Prófa leitina og lesa sig til þar.
Minnir að það sé hægt að rekja þá ef þú er með skráningarnúmer á símanum (IMEI). Hafðu samband við símafyrirtækið þitt ef þig grunar að einhver
óprúttinn aðili sé að nota símann þinn. Gagnast eflaust lítið að ganga á hurðir og spyrjast eftir honum.

Re: Hvernig finn ég týndan síma?

Sent: Lau 04. Okt 2014 23:05
af Baldurmar
Elmar-sa skrifaði:Tala við lögregluna?? ÞÚ týndir símanum.........
Að taka síma sem að þú fannst er þjófnaður...
Hann er að leita að símanum sínum sem virðist hafa lent í höndunum á öðrum en eigenda sínum.


Hafðu samband við símafyrirækið þitt og lögregluna..

Re: Hvernig finn ég týndan síma?

Sent: Lau 04. Okt 2014 23:11
af Sallarólegur
http://www.pinterest.com/logreglan/fund ... %C3%ADmar/" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Hvernig finn ég týndan síma?

Sent: Sun 05. Okt 2014 05:53
af capteinninn
Ættir að geta fundið símann út frá IMEI númeri

Re: Hvernig finn ég týndan síma?

Sent: Sun 05. Okt 2014 10:49
af upg8
Þú getur ekki látið finna símann útfrá IMEI númeri en þú getur látið loka á hann. Best að gera það sem fyrst áður en þjófurinn kemur honum í verð...

Re: Hvernig finn ég týndan síma?

Sent: Sun 05. Okt 2014 20:23
af Elmar-sa
Baldurmar skrifaði:
Elmar-sa skrifaði:Tala við lögregluna?? ÞÚ týndir símanum.........
Að taka síma sem að þú fannst er þjófnaður...
Hann er að leita að símanum sínum sem virðist hafa lent í höndunum á öðrum en eigenda sínum.


Hafðu samband við símafyrirækið þitt og lögregluna..
Eru símar einhvað öðruvísi en aðrir hlutir sem finnast?
Hann talar ekkert um þjófnað í upphafi, bara að hann hafi tínt símanum sínum.

Re: Hvernig finn ég týndan síma?

Sent: Sun 05. Okt 2014 20:34
af Baldurmar
Elmar-sa skrifaði:
Baldurmar skrifaði:
Elmar-sa skrifaði:Tala við lögregluna?? ÞÚ týndir símanum.........
Að taka síma sem að þú fannst er þjófnaður...
Hann er að leita að símanum sínum sem virðist hafa lent í höndunum á öðrum en eigenda sínum.


Hafðu samband við símafyrirækið þitt og lögregluna..
Eru símar einhvað öðruvísi en aðrir hlutir sem finnast?
Hann talar ekkert um þjófnað í upphafi, bara að hann hafi tínt símanum sínum.
Hann er í heimahúsi. Veit ekki nákvæmlega í hvaða húsi, radíushringurinn er of stór.

Hvað á ég að gera? Tala við lögregluna? Reyna að finna húsið?
Hljómar eins og síminn sé í húsi sem að hann kannast ekki við ? Einhver tekið hann ? (eða síminn labbað sjálfur ?)