Síða 1 af 1

Skipta um þétta í skjá - Two seconds black

Sent: Fim 02. Okt 2014 15:13
af Sallarólegur
Er að lenda í svokölluðu "two seconds to black" með Dell skjá sem mér er afar vænt um.

Upphaflegi þráðurinn: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=21&t=61022" onclick="window.open(this.href);return false;

Er búinn að Googla þetta töluvert og hef komist að þeirri niðurstöðu að það sé skynsamlegt að skipta um þétta á borðunum. Framleiðendur í dag eru víst farnir að spara þegar þeir kaupa þétta - og þetta er það sem koma skal - raftæki skemmast eftir um 5-10 ára notkun.

Hvar er best að kaupa þétta?
Hvað ætli það myndi kosta að láta skipta um þá fyrir mig?
Hvar er best að láta skipta um þá?

Ætli það þurfi að skipta um þennan risastóra?

Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd

Re: Skipta um þétta í skjá - Two seconds black

Sent: Fim 02. Okt 2014 15:24
af Elmar-sa
Mynda hafa samband við http://www.sonn.is/" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Skipta um þétta í skjá - Two seconds black

Sent: Fim 02. Okt 2014 17:53
af roadwarrior
Held að þú ættir ekki að hafa áhyggjur af stjórnborðinu (bláaborðið) en skipta um alla þéttana á spennuborðinu (brúnaborðinu)
Stóri ætti að vera í lagi, held að hann fari ákaflega sjaldan.
Er eitthvað farið að sjást á þéttunum?
Ef þú átt lóðbolta eða þekkir einhvern sem á bolta þá er ósköp lítið mál að skipta um þá. Þú ert búinn að vinna mestu vinnuna, að taka skjáinn í sundur.
Getur nálgast þétta í Íhlutum Skipholti. Muna bara að skrifa þétta stærðirnar í skipulagðri röð, þeim leiðist voðalega þegar maður kemur með lista sem er ekki í skipulagðri röð ;)

Re: Skipta um þétta í skjá - Two seconds black

Sent: Fim 02. Okt 2014 18:18
af jonsig
Því miður lýta þéttarnir ekkert illa út, en geta svosem verið bilaðir.

En ef þú veist ekkert hvað þú ert að gera þá er þetta líklega peningasóun og getur skemmt bara meira .

En ef þú kannt að mæla þá er gott að byrja bilunarleit hjá switch mode power supplyinu og figra sig áfram

Re: Skipta um þétta í skjá - Two seconds black

Sent: Fim 02. Okt 2014 19:00
af DaRKSTaR
þéttarnir hugsamlega farnir.. þeir hafa ekki 100 ára líftíma ef svo væri þá væri ég atvinnulaus :)

vinn við að búa þetta til :P

Re: Skipta um þétta í skjá - Two seconds black

Sent: Fim 02. Okt 2014 19:15
af jonsig
Nú , fyrir hvaða buisness?

Dell hafa orð á sér fyrir að nota cheap shit þétta . En þeir hafa fengið að finna fyrir því.

Re: Skipta um þétta í skjá - Two seconds black

Sent: Fim 02. Okt 2014 21:22
af CendenZ
er ekki hægt að mæla þéttana með multimeter ? snýrð borðinu við og tékkar með að pota í lóðstaðinn

Re: Skipta um þétta í skjá - Two seconds black

Sent: Fim 02. Okt 2014 21:44
af Klaufi
CendenZ skrifaði:er ekki hægt að mæla þéttana með multimeter ? snýrð borðinu við og tékkar með að pota í lóðstaðinn
Það bjóða alls ekki allir mælar upp á það, og svo geturðu mælt rétta rýmd þó að þéttir sé farinn að daprast.

Það eru til sérstakir ESR mælar sem er að mínu mati besta leiðin til að skoða ástand á þéttum, ásamt rýmdarmælingu að sjálfsögðu..

Líta einhverjir þéttarnir á psu brettinu út fyrir að vera bólgnir?
"C751" á því lítur út fyrir það á sumum myndum t.d.

*Edit*
Getur náttúrulega mælt hvort hann sé ennþá fúnksjónall með viðnámsmælingu og umpólun, en það segir ekkert til um ástandið á honum nema að hann væri alveg dauður.

Re: Skipta um þétta í skjá - Two seconds black

Sent: Fös 03. Okt 2014 12:22
af jonsig
Hann er ekkert að fara kaupa esr meter í þetta verkefni..

Hann gæti samt þurft að taka þéttana úr til að chekka þá. Svo aðvitað þurfa þéttarnir ekkert að vera slæmir.

Re: Skipta um þétta í skjá - Two seconds black

Sent: Fös 03. Okt 2014 13:49
af olafurfo
Þéttarnir inni í rauða kassanum, geturu tekið myndir af þeim aðeins nær án þess að nota flash.

Eða þú metur það sjálfur hvort þeir séu bólgnir

Mynd

Hérna er mynd sem sýnir dæmi um bólgin þétti

Mynd

Re: Skipta um þétta í skjá - Two seconds black

Sent: Fös 03. Okt 2014 13:51
af dori
Bara heads up, það verður slatta dýrt að skipta út öllum þéttunum á þessum borðum með því að kaupa þéttana í Íhlutum/Mbr. Náttúrulega ekki svo rosalega mikið m.v. að kaupa nýjan skjá. En bara eitthvað til að hafa í huga.

Þannig að endilega reyna að finna hvaða þéttar það eru sem eru orðnir slæmir og skipta þeim fyrst út í staðin fyrir að kaupa fullt sem laga svo kannski ekki neitt.

Re: Skipta um þétta í skjá - Two seconds black

Sent: Fös 03. Okt 2014 14:24
af Sallarólegur
Þakka svörin.

Mér sýnist nokkrir 35V 330uF þéttarnir vera bólgnir. Tók myndir.

Íhlutir eiga svona þétti á 200-300 kr., svo þeir kosta um 2000 kr. Sé ekki alveg hvernig skjá ég er að fara kaupa fyrir þá upphæð :)

Hringdi í Són - það var nú meiri djöfulsins dónaskapurinn sem mætti mér þar, mér dettur ekki í hug að versla við þá.
Náði loksins að draga það upp úr honum hvað hann tæki fyrir þetta og hann talaði um 10þ. kr.

Eru ekki einhverjir sæmilega kurteisir menn sem geta skipt um þetta fyrir mig?

7 stk. - 330uF 35V
2 stk. - 220uF 25V (C755 - C765)
1 stk. - 470uF 25V (C714)

Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd

Re: Skipta um þétta í skjá - Two seconds black

Sent: Fös 03. Okt 2014 14:46
af olafurfo
skal skipta um þetta fyrir þig, minnsta mál.

Er líka með "Capacitor Wizard mæli" til að mæla rýmdina á þéttunum.

Re: Skipta um þétta í skjá - Two seconds black

Sent: Fös 03. Okt 2014 15:13
af roadwarrior
Eitt sem gleymst hefur að spyrja um, varstu búinn að prufa að horfa í skjáinn þegar hann var í gangi. Ef það er bakgrunnslýsinginn/brúnaborðið sem er bilað þá hefir þú átt að sjá hvort það væri mynd á skjánum með því að skoða hann vel (rýna í hann). Það ætti þá að vera rosalega dauf mynd. Ef afturá móti ef enginn mynd væri og skjárinn gjörsamlega svartur þá gæti það bent til að skjástýringinn væri farin. Þéttarnir geta verið farnir þótt ekkert sjáist á þeim.

Þéttar eru ekki svo dýrir. Ég verslaði bilað 42"LG Lcd hér á vaktinni og gerði svo við það, held að þettarnir hafi verið um 1500-2000kr. Sjónvarpið virkar fínt í dag :D

Re: Skipta um þétta í skjá - Two seconds black

Sent: Fös 03. Okt 2014 15:27
af upg8
Ég geri ráð fyrir því að þú sért búinn að prófa hvaða voltage er að koma frá PSU og hvort það verði einhver breyting á því eftir að þú kveikir. Það er ekki 100% að það dugi að skipta um þétta, Þú gætir líka þurft að skipta um nokkra voltage regulators. Ef þeir eru ekki að vinna vinnuna sína þá gæti það haft þau áhrif að það sé eitthvað IC með over-voltage protection sem slekkur á sér. Þó eru þetta bara vangaveltur hjá mér.

Hér er upphaflegi þráðurinn.
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=21&t=61022

Re: Skipta um þétta í skjá - Two seconds black

Sent: Fös 03. Okt 2014 15:47
af playman
Það þarf endilega ekkert að vera að þéttarnir séu farnir hjá þér, það gæti þessvegna verið farin transistor hjá þér, og það ævinlega sést ekkert á þeim
að þeir séu farnir, og þá er hægt að skoða með Ohm mæli (DMM Eða DVOM)
Endilega skoðaðu þennan þráð hérna.
Og skoðaðu póst #19 og #20
http://www.badcaps.net/forum/showthread.php?t=10419" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Skipta um þétta í skjá - Two seconds black

Sent: Fös 03. Okt 2014 16:14
af jonsig
Mosfets í psu'inu...

Re: Skipta um þétta í skjá - Two seconds black

Sent: Fös 03. Okt 2014 16:28
af Sallarólegur
Þéttarnir eru komnir í hús og kostuðu 900 kr.
Held það sé ágætt að byrja á þeim og sjá hvað skeður :)

Ég læt vita hvernig þetta fer, gerist væntanlega um helgina.