Síða 1 af 1

abit an7 + 3000xp + Thermaltake silent boost

Sent: Mán 08. Nóv 2004 06:11
af zaiLex
Ég er með allt það sem stendur í titlinum og vandamálið hljóðar svona.. Í softmenu setup í BIOS er stilling sem heitir "Cpu Operating Speed" sem er hægt að hafa á tvo vegu.. "3000+" eða "User Define" þar sem maður stillir sínar eigin cpu stillingar (external clock & multiplier factor). Þegar eftirfarandi er stillt í softmenu setup í BIOSnum:

CPU Operation Speed: 3000+
External Clock: 166mhz

(ATH að þegar maður lætur 3000+ þá stillist sjálfkrafa í 166mhz external clock og það er ekki hægt að breyta því nema að skipta "Cpu Operating Speed" í "User Define").

Þá fer cpu hitinn uppí 80+ °C á innan við 5 mínútum og þar af leiðandi restartar tölvan sér (ATH: ég er samt ekki með það stillt í BIOSnum að tölvan eigi að restarta sér þegar örgjövinn nær vissum hita) þannig að það er ómögulegt að hafa það í 3000+ stillingunni sem ég hélt að ætti að vera í. (Líka með þessari stillingu stendur í my computer að tölvan sé 2,16ghz alveg eins og 3000xp örgjövi á að vera).

Þá fer ég að fikta í user define stillingunni og breyti external clock í 100mhz, með þeirri stillingu helst örgjövinn í fínum hita (62-68°) og tölvan hefur aldrei restartað sér.. EN þegar maður fer inni í My Computer þá er tölvan 1,3ghz og það er klárlega lélegra en 2,16ghz sem örgjövinn á að vera!!

En semsagt sambandi við viftuna þá á hún alveg að ráða við þennan örgjöva og að halda honum að amk undir 80° og ég er 99% viss að hann sé alveg rétt settur á og nægjanlega mikið kælikrem sé á, því bróðir minn sem setti þetta saman fyrir mig er með sjúklega fullkomnunaráráttu og er sérstaklega laginn.

Veit einhver hugsanlega hvað er að :?

Ég vill taka það fram að ég er ekki viss hvað external clock og multiplier factor er.

Sent: Mán 08. Nóv 2004 08:33
af gnarr
settiru ekki bara of mikið af kælikremi? annars skiptir örgjörfa kælingin sama og engu máli ef lofti inní kassanum er sjóðandi. ertu með einhverjar viftu rsem blása lfoti í gegnum kassann.

Sent: Þri 09. Nóv 2004 12:46
af Bendill
Þakkaðu bara fyrir að tölvan endurræsi sig, annars værir þú með eitt stykki ónýtan örgjörva. Ég myndi skoða loftflæði, hvernig hún er staðsett og hvort hún liggi nokkuð uppi við ofninn. Ef þú ert viss um að kæliplatan sé sett rétt á þá er þetta eina sem til er í stöðuni: Enginn útblástur á heitu lofti innan úr kassanum, lofthiti í herberginu óeðlilegur eða aðskotahlutur að hita kassan eða loftið upp...

Sent: Þri 09. Nóv 2004 13:46
af hahallur
Hefuru ekki bara kassan opinn ?
Allavega meðan verið er að laga þetta.

Sent: Þri 09. Nóv 2004 15:01
af gnarr
það er einmit ekki sniðugt.

Sent: Þri 09. Nóv 2004 17:11
af BlitZ3r
þá verður kassin fullur af ryki og drasli

Sent: Þri 09. Nóv 2004 17:23
af hahallur
Það tekur nú svoldið langan tíma að gerast.
Svo er ég alltaf með loftpressu 1m til hægri.

Sent: Þri 09. Nóv 2004 17:35
af MezzUp
,,drasli"? :)

Það kemur nú oftast samt ryk þótt að kassinn sé lokaður, en gnarr var líklega að benda á það að þegar kassinn er opinn er loftflæðinu ekki stýrt um kassann einsog venjulega, og getur þessvegna kælt verr heldur en þegar kassinn er lokaður.

Sent: Þri 09. Nóv 2004 20:04
af zaiLex
Já kassinn minn er lokaður, en stundum hef ég hann opinn þá kælist hann miklu miklu betur sko, getur verið útaf því að kassinn minn er eldgamall og asnalegur. Annars er alltaf gat undir dvd drifinu, þar eru tvö slots fyrir önnur drif en það er bara gat þar, getur það veriið eitthvað að trufla loftflæðið?

Sent: Þri 09. Nóv 2004 21:52
af hahallur
Það er hvort eð er ömurlegt airflow í kassanum mínum og það hefur borgað sig fyrir mig að hafa hann opinn hann fer ekki nema í 35°C í load opinn en 45°C lokaður and thats a diffrence.

Sent: Fim 11. Nóv 2004 08:41
af Andri Fannar
10°c skekkja.. og hverju skiptir hún þig? fínn hiti og ég heyrði hérna einhverntímann að hörðu diskarnir væru sneggri að eyðileggjast með opinn kassa= útaf minna loftflæði kringum þá..

Sent: Fös 03. Des 2004 22:30
af zaiLex
keypti mér thermaltake tsunami kassa og núna get ég alveg haft örgjövann á venjulegum hraða :D

Sent: Lau 04. Des 2004 00:36
af MuGGz
ég er einmitt að fara uppfæra tölvuna mína, ætla að byrjá á því að kaupa mér thermaltake tsunami turnkassa, get ekki beeeeðið :8)

ertu ekki ánægður með þinn ??
hvernig afgjafa keyptiru ?

Sent: Lau 04. Des 2004 14:52
af zaiLex
Já hann er mjög ánægður með hann og ég keypti ekki neitt psu með.