Síða 1 af 5

Birgitta spurði um mæl­ingu gagna­magns

Sent: Fim 18. Sep 2014 22:03
af Elmar-sa
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/ ... agnamagns/" onclick="window.open(this.href);return false;
Það verður fróðlegt að vita hvað kemur út úr þessu....ættu þessar mælingar ekki að vera löggiltar hvernig sem það væri framkvæmt.

Re: Birgitta spurði um mæl­ingu gagna­magns

Sent: Fim 18. Sep 2014 22:15
af vesley
Ég verð nú bara að spurja , ætli hún sé reglulegur gestur hér á Vaktinni??

Re: Birgitta spurði um mæl­ingu gagna­magns

Sent: Fim 18. Sep 2014 22:16
af worghal
væri fínt ef að minnst væri á komandi tvírukkun símans á gagnamagni og hvort að ríkið geti gert eitthvað í því.
annars flott að eitthvað svona sé borið upp á alþingi.

Re: Birgitta spurði um mæl­ingu gagna­magns

Sent: Fim 18. Sep 2014 22:23
af einarhr
Þar sem að önnur fyritæki þurfa að vera með alla mæla viðurkenda og stimplaða af löggildingarstofu þá er það bara sjálfsagður hlutur að Netfyrirtæki séu með e-h löggilt til að mæla gangaumferð.

Re: Birgitta spurði um mæl­ingu gagna­magns

Sent: Fim 18. Sep 2014 23:46
af sitta
worghal skrifaði:væri fínt ef að minnst væri á komandi tvírukkun símans á gagnamagni og hvort að ríkið geti gert eitthvað í því.
annars flott að eitthvað svona sé borið upp á alþingi.
talandi um tví rukkun. Afhverju sætta menn sig við hana á 3G og 4G?

Re: Birgitta spurði um mæl­ingu gagna­magns

Sent: Fös 19. Sep 2014 00:14
af GuðjónR
Elmar-sa skrifaði:http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/ ... agnamagns/
Það verður fróðlegt að vita hvað kemur út úr þessu....ættu þessar mælingar ekki að vera löggiltar hvernig sem það væri framkvæmt.
Mjög gott hjá henni að opna umræðuna á þetta.
vesley skrifaði:Ég verð nú bara að spurja , ætli hún sé reglulegur gestur hér á Vaktinni??
Það mætti halda það, nánast sömu spurningar og ég var að spyrja starfsmann Símans fyrir nokkrum dögum. :)
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f ... 8&start=24" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Birgitta spurði um mæl­ingu gagna­magns

Sent: Fös 19. Sep 2014 04:42
af Gúrú
worghal skrifaði:væri fínt ef að minnst væri á komandi tvírukkun símans á gagnamagni og hvort að ríkið geti gert eitthvað í því.
Þetta er ekki tvírukkun á gagnamagni.

Re: Birgitta spurði um mæl­ingu gagna­magns

Sent: Fös 19. Sep 2014 05:26
af Nariur
Gúrú skrifaði:
worghal skrifaði:væri fínt ef að minnst væri á komandi tvírukkun símans á gagnamagni og hvort að ríkið geti gert eitthvað í því.
Þetta er ekki tvírukkun á gagnamagni.
Víst. Upload á einum stað er download annarsstaðar. Ef báðir aðilar eru hjá Símanum er gagnamagnið hjá báðum að telja fyrir ein gagnasamskipti. Þannig virkar tvírukkun. Þetta er siðlaust pakk.

Re: Birgitta spurði um mæl­ingu gagna­magns

Sent: Fös 19. Sep 2014 06:06
af Gúrú
Nariur skrifaði:
Gúrú skrifaði:
worghal skrifaði:væri fínt ef að minnst væri á komandi tvírukkun símans á gagnamagni og hvort að ríkið geti gert eitthvað í því.
Þetta er ekki tvírukkun á gagnamagni.
Víst. Upload á einum stað er download annarsstaðar. Ef báðir aðilar eru hjá Símanum er gagnamagnið hjá báðum að telja fyrir ein gagnasamskipti. Þannig virkar tvírukkun. Þetta er siðlaust pakk.
Ef báðir aðilar eru hjá Símanum eru þeir með tvær nettengingar með tvem gagnamagnspökkum. Af hverju ætti bara annar þeirra að missa gagnamagn?

.2.x.1.
------ = 2? Nei. (2*1)/2 er einn.
...2...

Re: Birgitta spurði um mæl­ingu gagna­magns

Sent: Fös 19. Sep 2014 07:49
af KermitTheFrog
Gúrú skrifaði:
Nariur skrifaði:
Gúrú skrifaði:
worghal skrifaði:væri fínt ef að minnst væri á komandi tvírukkun símans á gagnamagni og hvort að ríkið geti gert eitthvað í því.
Þetta er ekki tvírukkun á gagnamagni.
Víst. Upload á einum stað er download annarsstaðar. Ef báðir aðilar eru hjá Símanum er gagnamagnið hjá báðum að telja fyrir ein gagnasamskipti. Þannig virkar tvírukkun. Þetta er siðlaust pakk.
Ef báðir aðilar eru hjá Símanum eru þeir með tvær nettengingar með tvem gagnamagnspökkum. Af hverju ætti bara annar þeirra að missa gagnamagn?

.2.x.1.
------ = 2? Nei. (2*1)/2 er einn.
...2...
Afþví að það er ekki tvöfalt gagnamagn að fara um línuna? Mér finnst alveg meika sens að sá sem niðurhalar borgi fyrir flutninginn.

Þú rukkar ekki bæði sendanda og móttakanda fyrir póstsendingu.

Re: Birgitta spurði um mæl­ingu gagna­magns

Sent: Fös 19. Sep 2014 08:02
af Gúrú
KermitTheFrog skrifaði:Afþví að það er ekki tvöfalt gagnamagn að fara um línuna? Mér finnst alveg meika sens að sá sem niðurhalar borgi fyrir flutninginn.
Þú rukkar ekki bæði sendanda og móttakanda fyrir póstsendingu.
Ef póstfélagið þyrfti að leggja götu heim til þeirra beggja og þeir samþykktu báðir á þennan gagnaflutning finnst mér líklegt að það þætti eðlilegt.

Re: Birgitta spurði um mæl­ingu gagna­magns

Sent: Fös 19. Sep 2014 08:51
af FuriousJoe
Gúrú skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:Afþví að það er ekki tvöfalt gagnamagn að fara um línuna? Mér finnst alveg meika sens að sá sem niðurhalar borgi fyrir flutninginn.
Þú rukkar ekki bæði sendanda og móttakanda fyrir póstsendingu.
Ef póstfélagið þyrfti að leggja götu heim til þeirra beggja og þeir samþykktu báðir á þennan gagnaflutning finnst mér líklegt að það þætti eðlilegt.
En ef pósturinn myndi breyta því þannig í dag, væriru sáttur með það ?

Re: Birgitta spurði um mæl­ingu gagna­magns

Sent: Fös 19. Sep 2014 09:11
af KermitTheFrog
sitta skrifaði:
worghal skrifaði:væri fínt ef að minnst væri á komandi tvírukkun símans á gagnamagni og hvort að ríkið geti gert eitthvað í því.
annars flott að eitthvað svona sé borið upp á alþingi.
talandi um tví rukkun. Afhverju sætta menn sig við hana á 3G og 4G?
Líklega af því að það hefur alltaf verið svoleiðis.

Re: Birgitta spurði um mæl­ingu gagna­magns

Sent: Fös 19. Sep 2014 09:39
af DaRKSTaR
skil ekki að nokkur maður sé að reina að réttlæta það að síminn sé að rukka fyrir allt upphal og niðurhal... siðlaust dæmi og í raun bara gert til þess að sjúa meira af seðlum útúr kúnnanum.

afhverju breita þeir ekki gsm dæminu líka.. allir greiða.. ef það er hringt í þig þá greiðir þú jafnmikið og sá sem hringdi í þig.. það ætti að vera allt í lagi eins og þetta.

Re: Birgitta spurði um mæl­ingu gagna­magns

Sent: Fös 19. Sep 2014 10:23
af Nariur
segjum að notandi Símans downloadi 1GB frá öðrum notanda símans. Hjá báðum notendum telur að 1GB hafi verið flutt, þ.e. 2 GB í heildina þó að Síminn hafi bara flutt 1GB. Hvernig er það í lagi?

Re: Birgitta spurði um mæl­ingu gagna­magns

Sent: Fös 19. Sep 2014 11:12
af wicket
Nariur skrifaði:segjum að notandi Símans downloadi 1GB frá öðrum notanda símans. Hjá báðum notendum telur að 1GB hafi verið flutt, þ.e. 2 GB í heildina þó að Síminn hafi bara flutt 1GB. Hvernig er það í lagi?
Síminn flutti 2GB, 1GB frá notanda og 1GB að notanda.

Skil ekki hvernig menn geta tuðað yfir tvírukkun í svona tilviki. Þetta er umferð í báðir áttir. Þó að ég sendi frá mér gögn hverfa þau ekkert út í kosmósinn, þau eru að nota bandbreidd einhversstaðar og það er talið.

Re: Birgitta spurði um mæl­ingu gagna­magns

Sent: Fös 19. Sep 2014 11:53
af GuðjónR
wicket skrifaði:
Nariur skrifaði:segjum að notandi Símans downloadi 1GB frá öðrum notanda símans. Hjá báðum notendum telur að 1GB hafi verið flutt, þ.e. 2 GB í heildina þó að Síminn hafi bara flutt 1GB. Hvernig er það í lagi?
Síminn flutti 2GB, 1GB frá notanda og 1GB að notanda.

Skil ekki hvernig menn geta tuðað yfir tvírukkun í svona tilviki. Þetta er umferð í báðir áttir. Þó að ég sendi frá mér gögn hverfa þau ekkert út í kosmósinn, þau eru að nota bandbreidd einhversstaðar og það er talið.
Snillingur!
Þannig að ef ég fer með pakka á póstinn sem er 1kg og sendi þér hann og þú tekur við þessu 1kg þá er pósturinn sem sagt búinn að flytja tvö kg á milli okkar. :megasmile

Re: Birgitta spurði um mæl­ingu gagna­magns

Sent: Fös 19. Sep 2014 11:59
af Plushy
GuðjónR skrifaði:
wicket skrifaði:
Nariur skrifaði:segjum að notandi Símans downloadi 1GB frá öðrum notanda símans. Hjá báðum notendum telur að 1GB hafi verið flutt, þ.e. 2 GB í heildina þó að Síminn hafi bara flutt 1GB. Hvernig er það í lagi?
Síminn flutti 2GB, 1GB frá notanda og 1GB að notanda.

Skil ekki hvernig menn geta tuðað yfir tvírukkun í svona tilviki. Þetta er umferð í báðir áttir. Þó að ég sendi frá mér gögn hverfa þau ekkert út í kosmósinn, þau eru að nota bandbreidd einhversstaðar og það er talið.
Snillingur!
Þannig að ef ég fer með pakka á póstinn sem er 1kg og sendi þér hann og þú tekur við þessu 1kg þá er pósturinn sem sagt búinn að flytja tvö kg á milli okkar. :megasmile
Hugsaðu þetta svona að pakkinn fer á pósthúsið á milli. Þú greiðir fyrir sendinguna á pósthúsið, hinn aðilinn greiðir fyrir sendinguna frá pósthúsinu til sín. Pósturinn sendist ekki beint frá þér til hinn aðilans. Umferðin fer frá þér til símans, sem sendir það svo til hinn aðilans, ekki beina leið á milli.

Re: Birgitta spurði um mæl­ingu gagna­magns

Sent: Fös 19. Sep 2014 12:02
af Orri
GuðjónR skrifaði:
wicket skrifaði:Síminn flutti 2GB, 1GB frá notanda og 1GB að notanda.

Skil ekki hvernig menn geta tuðað yfir tvírukkun í svona tilviki. Þetta er umferð í báðir áttir. Þó að ég sendi frá mér gögn hverfa þau ekkert út í kosmósinn, þau eru að nota bandbreidd einhversstaðar og það er talið.
Snillingur!
Þannig að ef ég fer með pakka á póstinn sem er 1kg og sendi þér hann og þú tekur við þessu 1kg þá er pósturinn sem sagt búinn að flytja tvö kg á milli okkar. :megasmile
Nei sko þegar þú sendir frá þér pakka með póstinum þá hverfur hann út í kosmósinn og birtist svo heima hjá honum, þessvegna tvírukkar pósturinn ekki fyrir sendingar :guy

Re: Birgitta spurði um mæl­ingu gagna­magns

Sent: Fös 19. Sep 2014 12:09
af urban
Strákar, það er í raun ekkert óeðliegt við það að rukka svona, óhemju mikið af ISPum úti í heimi rukka einmitt svona.

og úr því að þið eruð að tala um einn sendir frá símanum og annar tekur við hjá símanum.

hvað ef að annar notandinn er bara hjá vodafone ?


Annars er þetta sára einfalt, ég og GuðjónR getum átt báðir hús uppá kjalarnesi, við borgum báðir gatnagerðargjöld, þrátt fyrir það að ég noti götuna bara í það að keyra til hans guðjóns sem að var búin að borga gatnagerðargjöld.


Mér persónuelga finnst ekkert mikið að þessu og er í hött að kalla þetta tvírukkun að mínu mati.
en aftur á móti er hvernig siminn stóð að þessu og breytingin á pökkunum var engan vegin nógu góð.

Re: Birgitta spurði um mæl­ingu gagna­magns

Sent: Fös 19. Sep 2014 12:33
af GuðjónR
urban skrifaði:Annars er þetta sára einfalt, ég og GuðjónR getum átt báðir hús uppá kjalarnesi, við borgum báðir gatnagerðargjöld, þrátt fyrir það að ég noti götuna bara í það að keyra til hans guðjóns sem að var búin að borga gatnagerðargjöld.

Re: Birgitta spurði um mæl­ingu gagna­magns

Sent: Fös 19. Sep 2014 14:27
af rapport
Þetta er fáránlegt.

Ef það á að rukka fyrir internetnotkun, þá ætti það að vera aðgangsgjald (fastur kostnaður) og svo notkunartími (breytilegur kostnaður) en alls ekki gagnamagn.

Re: Birgitta spurði um mæl­ingu gagna­magns

Sent: Fös 19. Sep 2014 14:50
af Gúrú
FuriousJoe skrifaði:
Gúrú skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:Afþví að það er ekki tvöfalt gagnamagn að fara um línuna? Mér finnst alveg meika sens að sá sem niðurhalar borgi fyrir flutninginn.
Þú rukkar ekki bæði sendanda og móttakanda fyrir póstsendingu.
Ef póstfélagið þyrfti að leggja götu heim til þeirra beggja og þeir samþykktu báðir á þennan gagnaflutning finnst mér líklegt að það þætti eðlilegt.
En ef pósturinn myndi breyta því þannig í dag, væriru sáttur með það ?
Það væri allavega verið að rukka sendanda einu sinni og móttakanda einu sinni svo burtséð frá áliti mínu á uppsetningu póstkerfisins
væri ekki verið að tvírukka neinn. Það er enginn rukkaður tvisvar í neinum af þessum dæmum sem ég hef séð um þetta Símamál.
Þess vegna er ég á móti þessu kvarti og kveini um tvírukkun því hún er ekki að eiga sér stað.

Re: Birgitta spurði um mæl­ingu gagna­magns

Sent: Lau 20. Sep 2014 05:37
af Nariur
Ef þú ert með tvær nettengingar hjá símanum ertu tvírukkaður fyrir að senda milli þeirra.
Pointið er að Síminn rukkar tvisvar fyrir að flytja sömu gögnin, þó það sé ekki sami einstaklingurinn.
Ekki er tekið gjald fyrir að svara í símann.

Re: Birgitta spurði um mæl­ingu gagna­magns

Sent: Lau 20. Sep 2014 05:52
af Sallarólegur
Í guðanna bænum ekki reyna að réttlæta þetta :fly

Þeir sjá það fyrir að gagnaflutningar færast í aukana, og eru skrefi á undan til þess að getað rukkað meira. Allavega sé ég þetta svona :face