Síða 1 af 1

Nýgræðingur í að byggja tölvu, þarf ráðleggingar

Sent: Lau 13. Sep 2014 18:55
af HlynurS
Eftir að hafa hætt að nota PC í um 8-10 ár þá er ég algjörlega dottin úr því hvað er best og hvað ekki þegar verið er að byggja tölvu en ég ákvað að setja saman leikjavél og budgetið er u.þ.b. 200þús fyrir vélina, skjá, lyklaborð og headset (þarf ekki mús, á núþegar leikjamús og músamottu). Ég er búinn að vera að velta fyrir mér hvað ég gæti keypt og hef sett saman smá lista en ég hef ekki hugmynd hvaða móðurborð væri best fyrir mig að fá.

Skjár: 24" BenQ GL2450 LED FULL HD 16:9
http://www.start.is/index.php?route=pro ... duct_id=52" onclick="window.open(this.href);return false; - 24.900,-
Kassi: CoolerMaster Silencio352
http://att.is/product/coolermaster-sile ... n-aflgjafa" onclick="window.open(this.href);return false; - 12.950,-
Móðurborð: ASUS H97M-E 1150 mATX
http://www.start.is/index.php?route=pro ... C&limit=50" onclick="window.open(this.href);return false; - 15.990,-
CPU: Intel Core i5-4690 3.5GHz, LGA1150, Quad-Core, 6MB cache
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2741" onclick="window.open(this.href);return false; - 32.900
Minni: 2x Crucial 4GB (1x4GB) DDR3 1600MHz, CL9, BallistiX Sport
http://www.start.is/index.php?route=pro ... uct_id=590" onclick="window.open(this.href);return false; - 11.800,-
Skjákort: Gigabyte NVIDIA GeForce GTX760 OC 2GB, 2xDVI, DisplayPort & HDMI
http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2559" onclick="window.open(this.href);return false; - 37.900,-
HDD: 2TB Seagate SATA3 7200rpm 64MB
http://www.start.is/index.php?route=pro ... uct_id=101" onclick="window.open(this.href);return false; - 13.500,-
Aflgjafi: CoolerMaster B600 aflgjafi
http://www.att.is/product/coolermaster- ... lgjafi600w" onclick="window.open(this.href);return false; - 11.950,-
Heyrnatól: Sennheiser PC 330
http://pfaff.is/Vorur/4898-pc-330.aspx" onclick="window.open(this.href);return false; - 17.900,-
Lyklaborð: Gigabyte Force K7 Stealth USB
http://www.tolvuvirkni.is/vara/gigabyte ... -svart-isl" onclick="window.open(this.href);return false; - 9.990,-

Þarf ég einhverja kæliviftu fyrir örgjörvann?

En þarna er ég þá kominn í 189.780kr en það er spurning hvað þið segið, er ég í tómu tjóni með eitthvað af því sem ég listaði hérna niður? Eins og ég segi þá er ég algjör nýgræðingur og vill fá að vita hvað væri best fyrir mig að gera.

EDIT: bætti inn aflgjafa
EDIT 2: bætti inn móðurborði

Re: Nýgræðingur í að byggja tölvu, þarf ráðleggingar

Sent: Lau 13. Sep 2014 21:25
af I-JohnMatrix-I
Þetta er bara mjög solid hjá þér.

Re: Nýgræðingur í að byggja tölvu, þarf ráðleggingar

Sent: Lau 13. Sep 2014 21:38
af tar
Þetta eru býsna smekklega valdir partar.
Getur haft stock kælingu á örgjövanum, ert væntanlega með headsettið á þegar örgjövinn er að svitna í leikjum. Bætir þá eftirmarkaðs kælingu með stærri og hljóðlátari viftu við seinna ef þér finnst of mikill hávaði.

Ég hef átt svona skjá (GL2450) í tvö og hálft ár og hann hefur virkað vel. Ágætis skjár, sérílagi þegar verðið er haft í huga.

Ég var einmitt að horfa á þennan kassa (Silencio 352) í búð nýlega og fannst hann smekklegur. Hann er frekar nettur, það er afþví að hann tekur bara microATX móðurborð (ekki fulla ATX stærð). Það er samt allt í lagi, kaupir þér bara microATX borð, þetta ætti að duga (ASUS H97M-E):
http://www.start.is/index.php?route=pro ... C&limit=50" onclick="window.open(this.href);return false;
Þá ertu kominn upp í 189.780 kr.


Ef þetta er leikjavél, þá er mottóið að fá sér eins öflugt skjákort og mögulegt er. Ef þú tekur GTX 770, t.d. þetta (Gigabyte NVIDIA GeForce GTX770 OC 2GB):
http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2486" onclick="window.open(this.href);return false;
þá ertu kominn upp í 205.780 kr.

GTX 770 er orkufrekara og þá viltu kannski stækka aflgjafann til að vera safe, t.d uppí þennan (Corsair CX750M):
http://www.start.is/index.php?route=pro ... duct_id=85" onclick="window.open(this.href);return false;
Þá ertu kominn uppí 212.530 kr.

Svo er rosalega skemmtilegt að hafa SSD fyrir stýrikerfi og forrit, þá er allt svo snöggt að ræsa sig. Þar sem 120GB fyllast strax, væri þessi góður kostur (250GB Samsung 840 EVO):
http://www.start.is/index.php?route=pro ... duct_id=65" onclick="window.open(this.href);return false;
Þá er þetta orðið 234.330 kr.


Svona er reyndar hægt að halda lengi áfram að betrumbæta, líkt og í sögunni af naglasúpunni...

Re: Nýgræðingur í að byggja tölvu, þarf ráðleggingar

Sent: Lau 13. Sep 2014 22:11
af HlynurS
Takk fyrir ábendingarnar. Held ég myndi bara frekar halda mér bara við GTX760 til að halda mér undir budget, auk þess held ég að ég sé ekkert að fara að spila einhverja heavy duty leiki þannig ég held að GTX760 ætti að halda mér góðum í einhvern tíma. Væri alltaf til í auka SSD disk fyrir stýrikerfið og annað slíkt eins og þú bentir á en ég er að reyna að halda verðinu niður eins mikið og hægt er, mér er alveg sama þótt tölvan sé örlítið lengur að starta sér þannig ég held ég láti þennan HDD vera.

Takk fyrir móðurborðsábendinguna, bæti þessu á listann minn!

Re: Nýgræðingur í að byggja tölvu, þarf ráðleggingar

Sent: Sun 14. Sep 2014 12:57
af jericho
SSD var nefnt hér að ofan. Það. Er. Möst. Eftir að hafa prófað það, þá skilur þú hvað ég á við og þú ferð aldrei til baka. Ég get ekki lagt nógu mikla áherslu að fá þér SSD, a.m.k. 120GB að stærð. Annars mjög solid vél.

Re: Nýgræðingur í að byggja tölvu, þarf ráðleggingar

Sent: Sun 14. Sep 2014 17:37
af HlynurS
Ok þið eruð búnir að sannfæra mig ;) Ég hendi þá í eitt stykki SSD 250GB Samsung 840 EVO
http://www.start.is/index.php?route=pro ... duct_id=65" onclick="window.open(this.href);return false;

Þannig ég er þá kominn í 211.580kr sem er yfir budgetinu en sleppur samt svosem alveg. En móðurborðið sem tar mælti með hérna að ofan er það alveg solid eða? Ég veit minnst af öllu um móðurborð þannig það er það eina sem ég er ekki 100% á.

Re: Nýgræðingur í að byggja tölvu, þarf ráðleggingar

Sent: Sun 14. Sep 2014 18:08
af MrSparklez
tar skrifaði:Þetta eru býsna smekklega valdir partar.
Getur haft stock kælingu á örgjövanum, ert væntanlega með headsettið á þegar örgjövinn er að svitna í leikjum. Bætir þá eftirmarkaðs kælingu með stærri og hljóðlátari viftu við seinna ef þér finnst of mikill hávaði.

Ég hef átt svona skjá (GL2450) í tvö og hálft ár og hann hefur virkað vel. Ágætis skjár, sérílagi þegar verðið er haft í huga.

Ég var einmitt að horfa á þennan kassa (Silencio 352) í búð nýlega og fannst hann smekklegur. Hann er frekar nettur, það er afþví að hann tekur bara microATX móðurborð (ekki fulla ATX stærð). Það er samt allt í lagi, kaupir þér bara microATX borð, þetta ætti að duga (ASUS H97M-E):
http://www.start.is/index.php?route=pro ... C&limit=50" onclick="window.open(this.href);return false;
Þá ertu kominn upp í 189.780 kr.


Ef þetta er leikjavél, þá er mottóið að fá sér eins öflugt skjákort og mögulegt er. Ef þú tekur GTX 770, t.d. þetta (Gigabyte NVIDIA GeForce GTX770 OC 2GB):
http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2486" onclick="window.open(this.href);return false;
þá ertu kominn upp í 205.780 kr.

GTX 770 er orkufrekara og þá viltu kannski stækka aflgjafann til að vera safe, t.d uppí þennan (Corsair CX750M):
http://www.start.is/index.php?route=pro ... duct_id=85" onclick="window.open(this.href);return false;
Þá ertu kominn uppí 212.530 kr.

Svo er rosalega skemmtilegt að hafa SSD fyrir stýrikerfi og forrit, þá er allt svo snöggt að ræsa sig. Þar sem 120GB fyllast strax, væri þessi góður kostur (250GB Samsung 840 EVO):
http://www.start.is/index.php?route=pro ... duct_id=65" onclick="window.open(this.href);return false;
Þá er þetta orðið 234.330 kr.


Svona er reyndar hægt að halda lengi áfram að betrumbæta, líkt og í sögunni af naglasúpunni...
Þessi Cooler Master aflgjafi dugar alveg.

Re: Nýgræðingur í að byggja tölvu, þarf ráðleggingar

Sent: Sun 14. Sep 2014 22:22
af HlynurS
Er búinn að vera að velta þessu aðeins meira fyrir mér og ákvað að taka bara 120gb SSD disk:
http://www.start.is/index.php?route=pro ... uct_id=640" onclick="window.open(this.href);return false;

Og svo fattaði ég að ég þarf væntanlega geisladrif til að geta installað stýrikerfi á tölvuna þannig ég ákvað að bæta þessu drifi inn:
http://www.start.is/index.php?route=pro ... duct_id=95" onclick="window.open(this.href);return false;

Þá er heildarkostnaðurinn kominn í 204.670kr sem eru 4.670kr yfir budget sem er fínt.

Re: Nýgræðingur í að byggja tölvu, þarf ráðleggingar

Sent: Sun 14. Sep 2014 22:30
af MrSparklez
HlynurS skrifaði:Er búinn að vera að velta þessu aðeins meira fyrir mér og ákvað að taka bara 120gb SSD disk:
http://www.start.is/index.php?route=pro ... uct_id=640" onclick="window.open(this.href);return false;

Og svo fattaði ég að ég þarf væntanlega geisladrif til að geta installað stýrikerfi á tölvuna þannig ég ákvað að bæta þessu drifi inn:
http://www.start.is/index.php?route=pro ... duct_id=95" onclick="window.open(this.href);return false;

Þá er heildarkostnaðurinn kominn í 204.670kr sem eru 4.670kr yfir budget sem er fínt.
Ef þér langar í rosalega flott hljóðkort þá er ég með Asus Xonar ST til sölu á 18.000, 100% þess virði að fá sér svona ef þú ferð í einhver alvöru heyrnatól seinna.
EDIT: Var að skoða build-ið þitt aðeins og tók eftir því að móðurborðið þitt styður ekki PCI.

Vaðandi restina af tölvuni þá ráðlegg ég þér að taka frekar i5 4670k í staðinn fyrir hinn vegna þess að þú getur yfirklukkað 4670k, það breytir kannski littlu núna en þegar vélin er orðin 2-3 ára gömul þá munar það miklu um að geta yfirklukkað örgjörvann smá. Þá þarftu reyndar að taka þetta móðurborð í staðinn http://www.start.is/index.php?route=pro ... -Z97M-DS3H" onclick="window.open(this.href);return false; .

Svo ráðlegg ég þér líka að kaupa frekar Sennheiser HD380 PRO í staðinn fyrir leikjaheadsettið sem þú ætlar að kaupa. Þú munt ekki sjá eftir því, flest leikjaheyrnatól eru vægast sagt rusl þegar það kemur að einhverju öðru en að spila tölvuleiki.

Gangi þér vel með þetta :happy