Síða 1 af 1
Samsung 256Gb 850 Pro eða Samsung 840 EVO 250Gb
Sent: Fim 11. Sep 2014 21:51
af kfc
Ætla að fá mér SSD disk í fartölfuna mína og er að velta því fyrir mér hvort ég ætti að fá mér Samsung 850 PRO eða Samsung 840 EVO.
Hver er munurinn á þessum diskum?
Re: Samsung 256Gb 850 Pro eða Samsung 840 EVO 250Gb
Sent: Fim 11. Sep 2014 23:34
af trausti164
Munurinn er að 840 EVO er last gen budget diskurinn frá Samsung og Pro diskurinn er high end diskurinn úr nýju línunni, aðeins hraðari og með fleiri features.
EVO er samt mjög góður og meira en nóg fyrir flesta að mínu mati.
Re: Samsung 256Gb 850 Pro eða Samsung 840 EVO 250Gb
Sent: Fös 12. Sep 2014 08:42
af division
Ekki má gleyma að Pro diskurinn er með 5 ára ábyrgð
Re: Samsung 256Gb 850 Pro eða Samsung 840 EVO 250Gb
Sent: Fös 12. Sep 2014 08:52
af trausti164
division skrifaði:Ekki má gleyma að Pro diskurinn er með 5 ára ábyrgð
Mikið rétt.
Re: Samsung 256Gb 850 Pro eða Samsung 840 EVO 250Gb
Sent: Fös 12. Sep 2014 10:14
af vesley
division skrifaði:Ekki má gleyma að Pro diskurinn er með 5 ára ábyrgð
Diskurinn er með 10 ára ábyrgð.
IOPS í random write er 90K vs 66k á 840 EVO ásamt örlítið hærri les og skrifhraða,
Svo er Samsung búnir að ná einum disk hjá sér í yfir 8 petabyte (8000 terabyte) í endurance prófunum, sem sýnir hvað þessir diskar eru hannaðir til að endast vel.
Í rauninni er mjög erfitt að bera þessa SSD saman því þeir eru í sitthvorum flokkinum, báðir góðir á sinn hátt.
Re: Samsung 256Gb 850 Pro eða Samsung 840 EVO 250Gb
Sent: Fös 12. Sep 2014 10:48
af Moldvarpan
10 ára ábyrgð er metnaðarfullt hjá Samsung.
En segjum að hann bili eftir 9 ár, þá er þetta orðið svo úrelt að þetta verður á stærð við floppy disk, á diskaplássi framtíðarinnnar.
Og hvort sambærilegur diskur verður í sölu þá, það er líka annað mál.
Re: Samsung 256Gb 850 Pro eða Samsung 840 EVO 250Gb
Sent: Fös 12. Sep 2014 20:33
af kfc
Er 850 Pro diskurinn þess virði að borga að borga 11þ kr meira fyrir hann heldur en 840 Evo?
Re: Samsung 256Gb 850 Pro eða Samsung 840 EVO 250Gb
Sent: Mán 15. Sep 2014 05:37
af Minuz1
kfc skrifaði:Er 850 Pro diskurinn þess virði að borga að borga 11þ kr meira fyrir hann heldur en 840 Evo?
Nýjasta og dýrasta dótið er aldrei best bang for buck.
Og þar sem þú ert að spyrja að þessu, þá þarftu þetta líklegast ekki.