Síða 1 af 1
Besta 37-40" sjónvarp f. háskólanema t.a. lesa námsbækur á?
Sent: Fim 11. Sep 2014 21:01
af ASUSit
Komið þið allir(öll?) heil og sæl.
Er að leita mér að svona 'sem bestu' 37-40" sjónvarpi til að nota við tölvuna til að lesa námsbækurnar í. Er með 27" Acer LED týpu af skjá og 24" Samsung SyncMaster 2494HM. Þolanlegir skjáir þegar maður er að vafra á netinu - en þeir eru
ENGAN veginn nægilega góðir þegar það kemur að því að lesa mikið af þungu efni (sem auðvitað tekur oft langan tíma aflestrar) í náminu hjá mér.
Þar sem að ég er með öllu alvitlaus þegar að það kemur að því að velja skjá í þessum tilgangi, að þá langar mig gífurlega að fá álit mér fróðari manna í þessum efnum. Með hverju mynduð þið mæla? Allar ráðleggingar (nema það að reyna að létta lífið með f.lux!
) eru innilega vel þegnar.
Takk takk.
Re: Besta 37-40" sjónvarp f. háskólanema t.a. lesa námsbækur
Sent: Fim 11. Sep 2014 21:37
af Eythor
kindle?
Re: Besta 37-40" sjónvarp f. háskólanema t.a. lesa námsbækur
Sent: Fim 11. Sep 2014 21:43
af ASUSit
Ómögulega takk, en þakka þér samt kærlega fyrir svarið. Kindle er bara alls ekki "stúdentavænn" að mínu mati - ekki nema þá að þú sért að lesa bækur þar sem efnið er sett fram á þann hátt að þær innihaldi eingöngu texta. Þú zoom-ar t.d. ekki mikið á Kyndlinum, en það er mjög hjálplegt t.d. við greiningu á flóknum skýringarmyndum/ferlum o.s.frv.
Re: Besta 37-40" sjónvarp f. háskólanema t.a. lesa námsbækur
Sent: Fim 11. Sep 2014 21:52
af Eythor
Já okey skil þig. en ætli það sé ekki óþæginlegt að nota sjónvarp í þessum tilgangi?
hvað er það sem þér finnst slæmt við að nota skjáina sem þú ert með?
Re: Besta 37-40" sjónvarp f. háskólanema t.a. lesa námsbækur
Sent: Fim 11. Sep 2014 22:04
af ASUSit
Einn þáttur sem truflar mig gífurlega er einmitt þessi sem ég nefndi áðan - í mörgum bókanna eru stórar og mjög flóknar skýringarmyndir og líkön af ótal tegundum, það væri til dæmis gífurlega stór kostur að geta zúmmað inn á slíkar myndir og ennþá séð a.m.k. 25-50% af heildar módelinu eða hvað sem það nú er sem á við í hverju tilfelli fyrir sig. Baxaði við að vinna mig áfram í gegnum námsefnið allan síðasta vetur með því að nota þessa skjái, en fyrir heppnis sakir lenti ég í verkefnavinnu með öðrum nemanda og eftir að hafa séð hans aðstöðu og hversu svakalega miklu það breytti að vinna þetta efni á þetta um það bil 10 tommum stærri skjá - að þá get ég ekki fyrir mitt litla líf hugsað mér að halda áfram með sama hætti
Takk takk.
Re: Besta 37-40" sjónvarp f. háskólanema t.a. lesa námsbækur
Sent: Fös 12. Sep 2014 00:38
af Eythor
Það eru svo margar breytur og margir verðflokkar í sjónvörpum að maður veit ekkert hvað maður á að benda á.
En þessi eru bæði solid held ég annars er bara að fara að skoða.
http://www.elko.is/elko/is/vorur/Vinsae ... 455BAE.ecp" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.elko.is/elko/is/vorur/Vinsae ... onvarp.ecp" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Besta 37-40" sjónvarp f. háskólanema t.a. lesa námsbækur
Sent: Fös 12. Sep 2014 00:41
af ASUSit
Bestu þakkir fyrir ábendinguna, kíki á þetta.
Re: Besta 37-40" sjónvarp f. háskólanema t.a. lesa námsbækur
Sent: Fös 12. Sep 2014 00:52
af Eythor
http://www.start.is/index.php?route=pro ... uct_id=718" onclick="window.open(this.href);return false;
þetta er klárlega málið átt ekki eftir að vera í neinu vesinni með að súmma inn á WQHD skjá
Re: Besta 37-40" sjónvarp f. háskólanema t.a. lesa námsbækur
Sent: Fös 12. Sep 2014 01:10
af ASUSit
Rak augun einmitt í þetta tæki áðan, virkilega freistandi. Er hins vegar búinn að versla við Start fyrir hátt í 1.3 milljónir á þessu ári einu saman - en þegar ég fór fram á afslátt fyrir stuttu á þremur 2 TB diskum sem ég ætlaði að kaupa að þá harðneituðu þeir að gefa krónu eftir svo að ég var búinn að færa þá yfir í svörtu bókina hjá mér yfir tölvuverslanir sem ég versla aldrei aftur við.. En ég ætla að miða við speccana á þessu tæki fá eins/svipað tæki sérpantað frá annarri verslun. Start no more.
Þakka þér enn og aftur
Re: Besta 37-40" sjónvarp f. háskólanema t.a. lesa námsbækur
Sent: Lau 13. Sep 2014 11:38
af GönguHrólfur